Innlent

Landsdómsmálið: Álíka margir ánægðir og óánægðir

Geir H. Haarde fyrir Landsdómi
Geir H. Haarde fyrir Landsdómi mynd/Anton Brink
Álíka margir sögðust ánægðir og óánægðir með niðurstöðu Alþingis að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að landsdómsákæra á hendur Geir H. Haarde yrði afturkölluð, í könnun sem Capacent Gallup gerði í byrjun mars.

Ákvörðun Alþingis varð til þess að Geir kom fyrir landsdóm í síðustu viku. Ríflega 43% þeirra sem tóku afstöðu voru ánægð á meðan 41% óánægt með niðurstöðuna. Þeir sem hafa meiri menntun að baki eru líklegri til að vera ánægðir með niðurstöðu Alþingis en þeir sem hafa minni menntun að baki, og álit fólks er ólíkt eftir því hvaða flokk það myndi kjósa ef kosið yrði til Alþingis nú.

Rúmlega 1300 einstaklingar 18 ára og eldri valdir af handahófi af öllu landinu voru spurðir. Svarhlutfall var 64,3%.

Nánar á vefsíðu Capacent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×