Innlent

Dómur Landsdóms líklega kveðinn upp eftir páska

Landsdómur.
Landsdómur. Mynd / GVA
Landsdómur mun að öllum líkindum ekki kveða upp dóm í sakamáli gegn Geir H. Haarde fyrr en eftir páska samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini A. Jónssyni, skrifstofustjóra Hæstaréttar Íslands. Tveggja vikna réttarhöldum í málinu gegn Geir lauk þann 16. mars síðastliðinn.

Niðurstaða Landsdóms verður því ekki kunngjörð fyrr en í fyrsta lagi þriðjudaginn 10. apríl.

Unnið er að því að opna vefsíðu Landsdóms en hún er enn í smíðum. Þorsteinn segir stefnt að því að hún verði tilbúin í næstu viku. Á henni verður svo hægt að finna upptökur vitna í Landsdómi gefið þeir samþykki sitt fyrir birtingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×