Innlent

Aðalmeðferð gegn Geir lokið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir H. Haarde með verjendum sínum fyrir dómi.
Geir H. Haarde með verjendum sínum fyrir dómi. mynd/ gva.
Aðalmeðferð í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde lauk klukkan hálfþrjú í dag. Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, sagði þegar hann tilkynnti að málið yrði lagt í dóm að tilkynnt yrði um það með fyrirvara hvenær dómsuppsaga færi fram. Þetta er fyrsta málið sem ráðherra er ákærður fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð og dreginn fyrir Landsdóm. Um 40 vitni komu fyrir dóminn og tók aðalmeðferð um tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×