Hryðjuverk í Útey Heppinn að vera á klósettinu þegar skothríðin hófst Ungur norskur maður sem var staddur í Útey síðastliðinn föstudag segir það hafa bjargað lífi sínu að hafa verið staddur á salerninu þegar skotárásin hófst. Hann náði að flýja inn á annað salerni og sat þar af sér árásina í 90 mínútur ásamt tveimur öðrum. Erlent 26.7.2011 18:47 Lögmaður Breivik segir hann geðveikan Anders Behring Breivik er ánægður með afleiðingar hermdarverkanna sem hann framdi á föstudag, þó hann hafi ekki búist við að geta gengið jafnlangt og raun bar vitni. Lögfræðingur hans veitti hrollvekjandi innsýn í hugarheim hans í dag. Erlent 26.7.2011 18:32 Þrettán bera sama nafn og slátrarinn í Útey Þrettán norskir karlmenn bera svipað nafn og Anders Behring Breivik, sem hefur játað að hafa orðið 76 að bana í hryðjuverkaárásum í Osló og í Útey á föstudaginn. Símtölum frá blaðamönnum rignir nú yfir mennina þrettán og eru þeir dregnir niður í svaðið á allskyns spjallsíðum á Netinu. Erlent 26.7.2011 09:15 Breivik í tengslum við bresk hægri öfgasamtök Í ljós hefur komið að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafði mikil og náin samskipti við hægri öfgasamtökin English Defence League í Bretlandi. Erlent 26.7.2011 07:18 Kalla eftir evrópskri samstöðu gegn hatri José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir samevrópskum viðbrögðum gegn útlendingahatri og fordómum í kjölfar hinna hryllilegu hryðjuverkaárása í Noregi. Erlent 25.7.2011 22:18 Þjóðverji bjargaði 20 ungmennum af Útey Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Erlent 25.7.2011 22:18 Breivik var á skrá norsku öryggisþjónustunnar Nafn Anders Behring Breivik var á skrá öryggisþjónustu norsku lögreglunnar yfir Norðmenn sem átt höfðu viðskipti við pólskan eiturefnasöluaðila. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens Gang. Erlent 25.7.2011 18:29 Færri látnir en talið var í fyrstu - enn fjölda saknað Lögreglan í Osló hefur tilkynnt að tala látinna eftir fjöldamorðin á föstudag er nokkuð lægri en talið var. Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir var sagt að 68 hefði verið skotnir í Útey og að 8 hefðu látist í sprengingunni í miðborg Oslóar. Enn er þó nokkurs fjölda saknað og því ekki hægt að segja til um endanlegan fjölda látinna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan býr nú yfir er heildartalan orðin 76 en ekki 93 eins og áður var talið. Erlent 25.7.2011 15:34 Haldast í hendur gegn ofbeldi Tæplega 650 þúsund manns hafa sýnt samúð sýna vegna fjöldamorðanna í Noregi og lýst yfir andúð sinni á ofbeldi, með því að skrá sig á vefsíðu norska fréttablaðsins Verdens gang. Þar af hafa þegar um þrjú þúsund Íslendingar skráð sig. Morðin í Osló og á Útey á föstudag hafa haft djúpstæð áhrif á norskt samfélag og finnur fólk um allan heim til samúðar vegna þeirra. Hægt er að skrá sig með því að smella hér, á vef VG. http://www.vg.no/nyheter/innenriks/oslobomben/lenke.php Erlent 25.7.2011 14:40 Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. Erlent 25.7.2011 13:31 Handtaka í Póllandi í tengslum við fjöldamorðin Norska útvarpið segir að maður hafi verið handtekinn í Póllandi, sakaður um aðild að hryðjuverkaárásinni í Noregi. Anders Breivik var leiddur fyrir dómara í Osló í dag. Erlent 25.7.2011 13:20 Krafist 8 vikna varðhalds yfir fjöldamorðingjanum Lögreglan í Osló krafðist átta vikna gæsluvarðhalds yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik í dómþinginu fyrr í dag. Hann var fluttur í dómþingið í brynvörðum og fyllstu öryggis gætt í hvívetna. Breivik hafði óskað eftir því að réttarhöldin yrðu opin en því var hafnað. Erlent 25.7.2011 12:55 Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. Erlent 25.7.2011 11:28 Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Erlent 25.7.2011 10:13 Scotland Yard rannsakar tengsl Breivik við erlenda öfgahópa Sérsveit innan Scotland Yard sem sérhæfir sig í baráttu við hryðjuverkamenn rannsakar nú möguleg tengsl norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik við erlenda öfgahópa. Erlent 25.7.2011 06:46 Einn efnilegasti stjórnmálamaður Noregs myrtur í Útey Eitt þeirra ungmenna sem lét lífið í hryðjuverkaárás fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik var talið eitt mesta efni í stjórnmálamann sem lengi hefur komið fram í Noregi. Erlent 25.7.2011 06:43 Breivik ætlaði að myrða Gro Harlem Brundtland Fram hefur komið við yfirheyrslur að norski fjöldamorðinginn, Anders Behring ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs. Hún var stödd í Útey s.l. föstudag en var farin af staðnum þegar Breivik hóf skothríð sína. Erlent 25.7.2011 06:39 Stoltenberg: „Ég þekkti fjölmarga á Útey“ Margir kirkjugesta buguðust undir ræðu Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í minningarathöfn í dómkirkjunni í Osló, um þá sem féllu í fjöldamorðunum á föstudag. Erlent 24.7.2011 19:17 Anders Breivik sagðist hafa verið einn að verki Anders Behring Breivik hefur játað að bera ábyrgð á bæði sprengjuárásinni í miðborg Oslóar og fjöldamorðunum í Útey. Sífellt fleiri gögn rata upp á yfirborðið sem veita innsýn í sjúkan hugarheim tilræðismannsins. Erlent 24.7.2011 18:43 Leitar að líkum við Útey: Ég er með slæman hnút í maganum Enn er ekki vitað hversu margra er saknað eftir sprengju- og skotárásirnar í Noregi á föstudag. Fólks er enn leitað í og við Útey sem og í húsarústum í miðborg Oslóar. Erlent 24.7.2011 18:25 Fjöldamorðinginn stal texta af þekktum hryðjuverkamanni Nú komið hefur komið í ljós að efni í fimmtán hundruð síðna skjali sem Anders Behring Breivik skildi eftir sig, var að mestu leyti stolið annars staðar frá. Stór hluti skjalsins var tekinn úr riti hryðjuverkamannsins Theodore Kaczynski, sem var kallaður uni-bomber og gerði sprengjuárásir í Bandaríkjunum með póstsendingum á 17 ára tímabili. Erlent 24.7.2011 14:03 Sorglegt að heyra af voðaverkum í heiminum Benedikt Páfi 16. lýsti yfir samstöðu sinni með fórnarlömbum árásanna í Noregi. Í ræðu sem páfinn hélt fyrir pílagríma á Ítalíu á sunnudaginn sagðist hann finna fyrir djúpri sorg vegna hryðjuverkaárásanna í Noregi. Erlent 24.7.2011 11:42 Myndbandið sem morðinginn setti á netið rétt fyrir ódæðin Lögreglan í Noregi segir framburð og gögn á heimili Anders Behring Breivik benda til þess að hann hafi undirbúið fjöldamorðin í Noregi í um tvö ár. Í yfirheyrslum hjá lögreglu hefur hann gengist við morðunum og að þau hafi verið grimmileg, en segir þau engu að síður hafa verið nauðsynleg. Erlent 24.7.2011 09:48 Norðmenn minnast fórnarlambanna Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Innlent 24.7.2011 09:26 Voðaverkin voru grimm - en nauðsynleg Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik, sem varð að minnsta kosti níutíu og tveimur að bana með sprengju í miðborg Oslóar og í skotárás á eyjunni Útey í gær, segir að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg. Erlent 23.7.2011 22:25 Harmleikurinn í Noregi: Sprengjan var 500 kíló að þyngd Sprengjan sem sprakk í Osló í gær var að minnsta kosti 500 kíló að þyngd, segir yfirmaður norsku sprengjudeildarinnar, Per Nergaard. Erlent 23.7.2011 21:03 Sorg í hjarta Jóhönnu "Þetta var mjög hjartnæm athöfn sem snart hvern einasta mann sem hér var mjög djúpt,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra . Hún sagðist finna mikla hryggð í hjarta sínu vegna fjöldamorðanna í Noregi í gær. Innlent 23.7.2011 19:48 Passaði sig á því að skjóta alla tvisvar Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Erlent 23.7.2011 18:16 Karl hvetur presta til að minnast á norsku þjóðina á morgun Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Innlent 23.7.2011 15:48 Jón Gnarr sendir samúðarkveðju Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent borgarstjóra Oslóarborgar, Fabian Stang og sendiherra Noregs á Íslandi, dag Vernö Holter, samúðarkveðjur og boð um alla þá aðstoð sem gæti hugsanlega komið að gagni vegna atburðana í Noregi í gær. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að vinátta Reykjavíkur og Oslóar eigi sér langa hefð og eru stöðug og náin samskipti milli borganna tveggja. Innlent 23.7.2011 14:55 « ‹ 6 7 8 9 10 11 … 11 ›
Heppinn að vera á klósettinu þegar skothríðin hófst Ungur norskur maður sem var staddur í Útey síðastliðinn föstudag segir það hafa bjargað lífi sínu að hafa verið staddur á salerninu þegar skotárásin hófst. Hann náði að flýja inn á annað salerni og sat þar af sér árásina í 90 mínútur ásamt tveimur öðrum. Erlent 26.7.2011 18:47
Lögmaður Breivik segir hann geðveikan Anders Behring Breivik er ánægður með afleiðingar hermdarverkanna sem hann framdi á föstudag, þó hann hafi ekki búist við að geta gengið jafnlangt og raun bar vitni. Lögfræðingur hans veitti hrollvekjandi innsýn í hugarheim hans í dag. Erlent 26.7.2011 18:32
Þrettán bera sama nafn og slátrarinn í Útey Þrettán norskir karlmenn bera svipað nafn og Anders Behring Breivik, sem hefur játað að hafa orðið 76 að bana í hryðjuverkaárásum í Osló og í Útey á föstudaginn. Símtölum frá blaðamönnum rignir nú yfir mennina þrettán og eru þeir dregnir niður í svaðið á allskyns spjallsíðum á Netinu. Erlent 26.7.2011 09:15
Breivik í tengslum við bresk hægri öfgasamtök Í ljós hefur komið að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafði mikil og náin samskipti við hægri öfgasamtökin English Defence League í Bretlandi. Erlent 26.7.2011 07:18
Kalla eftir evrópskri samstöðu gegn hatri José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir samevrópskum viðbrögðum gegn útlendingahatri og fordómum í kjölfar hinna hryllilegu hryðjuverkaárása í Noregi. Erlent 25.7.2011 22:18
Þjóðverji bjargaði 20 ungmennum af Útey Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Erlent 25.7.2011 22:18
Breivik var á skrá norsku öryggisþjónustunnar Nafn Anders Behring Breivik var á skrá öryggisþjónustu norsku lögreglunnar yfir Norðmenn sem átt höfðu viðskipti við pólskan eiturefnasöluaðila. Þetta kemur fram á vef norska miðilsins Verdens Gang. Erlent 25.7.2011 18:29
Færri látnir en talið var í fyrstu - enn fjölda saknað Lögreglan í Osló hefur tilkynnt að tala látinna eftir fjöldamorðin á föstudag er nokkuð lægri en talið var. Á blaðamannafundi sem nú stendur yfir var sagt að 68 hefði verið skotnir í Útey og að 8 hefðu látist í sprengingunni í miðborg Oslóar. Enn er þó nokkurs fjölda saknað og því ekki hægt að segja til um endanlegan fjölda látinna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem lögreglan býr nú yfir er heildartalan orðin 76 en ekki 93 eins og áður var talið. Erlent 25.7.2011 15:34
Haldast í hendur gegn ofbeldi Tæplega 650 þúsund manns hafa sýnt samúð sýna vegna fjöldamorðanna í Noregi og lýst yfir andúð sinni á ofbeldi, með því að skrá sig á vefsíðu norska fréttablaðsins Verdens gang. Þar af hafa þegar um þrjú þúsund Íslendingar skráð sig. Morðin í Osló og á Útey á föstudag hafa haft djúpstæð áhrif á norskt samfélag og finnur fólk um allan heim til samúðar vegna þeirra. Hægt er að skrá sig með því að smella hér, á vef VG. http://www.vg.no/nyheter/innenriks/oslobomben/lenke.php Erlent 25.7.2011 14:40
Breivik í fjögurra vikna einangrun: Segist vilja bjarga Evrópu Norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik verður haldið í einangrun næstu fjórar vikurnar, samkvæmt ákvörðun dómsþingsins í Osló. Það er álit þingsins að nægjanleg gögn séu fyrir hendi til að ákæra Breivik. Erlent 25.7.2011 13:31
Handtaka í Póllandi í tengslum við fjöldamorðin Norska útvarpið segir að maður hafi verið handtekinn í Póllandi, sakaður um aðild að hryðjuverkaárásinni í Noregi. Anders Breivik var leiddur fyrir dómara í Osló í dag. Erlent 25.7.2011 13:20
Krafist 8 vikna varðhalds yfir fjöldamorðingjanum Lögreglan í Osló krafðist átta vikna gæsluvarðhalds yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik í dómþinginu fyrr í dag. Hann var fluttur í dómþingið í brynvörðum og fyllstu öryggis gætt í hvívetna. Breivik hafði óskað eftir því að réttarhöldin yrðu opin en því var hafnað. Erlent 25.7.2011 12:55
Breivik markaðssetti sjálfan sig: Fór í ljós og tók stera Markaðssetning á málstað sínum er norska fjöldamorðingjanum Anders Breivik afar hugleikin ef marka má stefnuyfirlýsinguna sem hann sendi frá sér fyrir morðin. Þar ráðleggur hann fylgismönnum að huga vel að ímynd sinni, láta fagmenn taka af sér góðar ljósmyndir og jafnvel notast við myndvinnsluforritið Photoshop til að útkoman verði sem allra best. Erlent 25.7.2011 11:28
Breivik líkir múslimum við vatn úr leku röri Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik hvetur fylgismenn sína til að ráðast alls ekki á múslima, að svo komnu, heldur einbeita sér að árásum á stjórnmálaleiðtoga sem aðhyllast fjölmenningarstefnu og vinstri sinnað áhrifafólk í fjölmiðlaheiminum. Erlent 25.7.2011 10:13
Scotland Yard rannsakar tengsl Breivik við erlenda öfgahópa Sérsveit innan Scotland Yard sem sérhæfir sig í baráttu við hryðjuverkamenn rannsakar nú möguleg tengsl norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik við erlenda öfgahópa. Erlent 25.7.2011 06:46
Einn efnilegasti stjórnmálamaður Noregs myrtur í Útey Eitt þeirra ungmenna sem lét lífið í hryðjuverkaárás fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik var talið eitt mesta efni í stjórnmálamann sem lengi hefur komið fram í Noregi. Erlent 25.7.2011 06:43
Breivik ætlaði að myrða Gro Harlem Brundtland Fram hefur komið við yfirheyrslur að norski fjöldamorðinginn, Anders Behring ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs. Hún var stödd í Útey s.l. föstudag en var farin af staðnum þegar Breivik hóf skothríð sína. Erlent 25.7.2011 06:39
Stoltenberg: „Ég þekkti fjölmarga á Útey“ Margir kirkjugesta buguðust undir ræðu Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, í minningarathöfn í dómkirkjunni í Osló, um þá sem féllu í fjöldamorðunum á föstudag. Erlent 24.7.2011 19:17
Anders Breivik sagðist hafa verið einn að verki Anders Behring Breivik hefur játað að bera ábyrgð á bæði sprengjuárásinni í miðborg Oslóar og fjöldamorðunum í Útey. Sífellt fleiri gögn rata upp á yfirborðið sem veita innsýn í sjúkan hugarheim tilræðismannsins. Erlent 24.7.2011 18:43
Leitar að líkum við Útey: Ég er með slæman hnút í maganum Enn er ekki vitað hversu margra er saknað eftir sprengju- og skotárásirnar í Noregi á föstudag. Fólks er enn leitað í og við Útey sem og í húsarústum í miðborg Oslóar. Erlent 24.7.2011 18:25
Fjöldamorðinginn stal texta af þekktum hryðjuverkamanni Nú komið hefur komið í ljós að efni í fimmtán hundruð síðna skjali sem Anders Behring Breivik skildi eftir sig, var að mestu leyti stolið annars staðar frá. Stór hluti skjalsins var tekinn úr riti hryðjuverkamannsins Theodore Kaczynski, sem var kallaður uni-bomber og gerði sprengjuárásir í Bandaríkjunum með póstsendingum á 17 ára tímabili. Erlent 24.7.2011 14:03
Sorglegt að heyra af voðaverkum í heiminum Benedikt Páfi 16. lýsti yfir samstöðu sinni með fórnarlömbum árásanna í Noregi. Í ræðu sem páfinn hélt fyrir pílagríma á Ítalíu á sunnudaginn sagðist hann finna fyrir djúpri sorg vegna hryðjuverkaárásanna í Noregi. Erlent 24.7.2011 11:42
Myndbandið sem morðinginn setti á netið rétt fyrir ódæðin Lögreglan í Noregi segir framburð og gögn á heimili Anders Behring Breivik benda til þess að hann hafi undirbúið fjöldamorðin í Noregi í um tvö ár. Í yfirheyrslum hjá lögreglu hefur hann gengist við morðunum og að þau hafi verið grimmileg, en segir þau engu að síður hafa verið nauðsynleg. Erlent 24.7.2011 09:48
Norðmenn minnast fórnarlambanna Minningarathafnir fara nú fram í flestum kirkjum Noregs til að minnast þeirra nítíu og tveggja sem staðfest er að féllu í sprengju og skotárásum í landinu á föstudag. Haraldur fimmti Noregskonungur og Sonja drottning eru við minningarathöfn í dómkikrjunni í Osló. Innlent 24.7.2011 09:26
Voðaverkin voru grimm - en nauðsynleg Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik, sem varð að minnsta kosti níutíu og tveimur að bana með sprengju í miðborg Oslóar og í skotárás á eyjunni Útey í gær, segir að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg. Erlent 23.7.2011 22:25
Harmleikurinn í Noregi: Sprengjan var 500 kíló að þyngd Sprengjan sem sprakk í Osló í gær var að minnsta kosti 500 kíló að þyngd, segir yfirmaður norsku sprengjudeildarinnar, Per Nergaard. Erlent 23.7.2011 21:03
Sorg í hjarta Jóhönnu "Þetta var mjög hjartnæm athöfn sem snart hvern einasta mann sem hér var mjög djúpt,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra . Hún sagðist finna mikla hryggð í hjarta sínu vegna fjöldamorðanna í Noregi í gær. Innlent 23.7.2011 19:48
Passaði sig á því að skjóta alla tvisvar Nú er talið að minnsta kosti nítíu og átta manns hafi fallið í sprengju- og skotárásunum í Noregi í gær og um tuttugu manns eru alvarlega sárir. Skýrari mynd er að fást af atburðum gærdagsins. Erlent 23.7.2011 18:16
Karl hvetur presta til að minnast á norsku þjóðina á morgun Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Innlent 23.7.2011 15:48
Jón Gnarr sendir samúðarkveðju Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent borgarstjóra Oslóarborgar, Fabian Stang og sendiherra Noregs á Íslandi, dag Vernö Holter, samúðarkveðjur og boð um alla þá aðstoð sem gæti hugsanlega komið að gagni vegna atburðana í Noregi í gær. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að vinátta Reykjavíkur og Oslóar eigi sér langa hefð og eru stöðug og náin samskipti milli borganna tveggja. Innlent 23.7.2011 14:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent