Erlent

Scotland Yard rannsakar tengsl Breivik við erlenda öfgahópa

Sérsveit innan Scotland Yard sem sérhæfir sig í baráttu við hryðjuverkamenn rannsakar nú möguleg tengsl norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik við erlenda öfgahópa.

Sjálfur hefur Breivik sagt að hann tilheyri hópi sem kallar sig Musterisriddara (Knight Templar) og er það tilvísun í fræga riddararreglu á miðöldum. Breivik heldur því fram að hafa verið vígður inn í hópinn í London árið 2002.

Samkvæmt frétt í Verdens Gang er sérsveitin að rannsaka þennan hóp. Einnig eru tengsl Breivik við hægri öfgasinna samtökin English Defence League til rannsóknar en þau samtök vilja ekkert við Breivik kannast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×