Karl hvetur presta til að minnast á norsku þjóðina á morgun 23. júlí 2011 15:48 Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands Mynd/Valli Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Í bréfi biskups til presta og kirkjufólks segir: „Komum saman í samhug og fyrirbæn fyrir augliti Guðs. Minnumst þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja. Heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag. Það er vilji hefndarverkamannsins. Látum hann ekki ná markmiðum sínum! Styrkjum ásetning okkar og vilja til að taka höndum saman við allt góðviljað fólk í baráttunni fyrir því opna og góða samfélagi þar sem virðing og náungakærleikur ræður og ríkir. Við játum trú á þann mátt sem þjáist í samlíðan með þeim sem líða, sem gekk í dauðann fyrir okkur öll, sem reis af dauðum og lifir. Máttur hans mun sigra alla ógn og alla vá. Fyrirætlanir Guðs eru fyrirætlanir fyrirgefningar en ekki endurgjalds, friðar en ekki ófriðar, réttlætis en ekki ranglætis, lífs en ekki dauða. Og sú vitund og vissa ber uppi von okkar og trú. Áhyggjur allar og kvíða, sorg og söknuð og órólegar hugsanir fáum við að leggja í hendur hans. Þær hendur eru merktar sárum krossfórnarinnar. Hann þekkir sárin lífs og sálar. Og hann mun vel fyrir sjá. Í Guðs friði Karl Sigurbjörnsson“ Og bænin sem fylgir bréfinu hljómar svo:Guð allrar huggunar og vonar, minnstu í mildi þinni norsku þjóðarinnar. Rétt út hönd þína til þeirra sem þjást vegna hinna ólýsanlegu grimmdarverka, hugga þau sem syrgja, líkna þeim sem örvænta, styrk þau sem líkna og hugga og sinna löggæslu og öryggismálum. Blessa norsku þjóðina andspænis ógn og öryggisleysi, lát alla sem leita þín og oss öll styrk og finna návist þína, vernd og hlífð fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Friðarins Guð, þú sem ert uppspretta alls friðar, gef friðvana heimi frið. Hindra ofbeldi og ill ráð ofstopamanna. Ver í verki með þeim sem semja sátt og flytja frið milli þjóða, kynþátta og trúarbragða. Gef oss og öllum jarðarbörnum þann sanna frið sem heimurinn megnar hvorki að veita né frá oss taka. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Hryðjuverk í Útey Noregur Þjóðkirkjan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sendi í dag prestum bréf og hvatti til þess að norsku þjóðarinnar sé sérstaklega minnst í guðsþjónustum morgundagsins. Sérstök minningarathöfn verður einnig í Dómkirkjunni í Reykjavík í guðsþjónustu klukkan 11 þar sem biskup Íslands predikar og sendifulltrúi Norðmanna á Íslandi, Silje Arne Kleiv flytur ávarp. Í bréfi biskups til presta og kirkjufólks segir: „Komum saman í samhug og fyrirbæn fyrir augliti Guðs. Minnumst þeirra sem létu lífið og þeirra sem lifðu hryllinginn af og takast nú á við afleiðingarnar. Minnumst þeirra sem syrgja. Heiðrum þau sem á þessum skelfilegu tímum sýna náungakærleika og hugrekki í því að hjálpa og líkna þeim sem líða og þjást. Biðjum um visku til handa stjórnvöldum og leiðtogum þjóðarinnar og öllum þeim sem bera ábyrgð á öryggismálefnum og löggæslu. Tjáum virðingu okkar og vinarþel til norsku þjóðarinnar og réttum norskum vinum og grönnum og samferðarfólki hollan huga og hlýja hönd samstöðu og fyrirbænar andspænis ógn og ótta. Þessi óskiljanlegu grimmdarverk hafa afhjúpað grundvallar varnarleysi okkar, bæði sem einstaklinga og samfélag. Hatrið og hefndin má ekki ná undirtökunum, óttinn og varnaleysið má ekki lama hið opna samfélag. Það er vilji hefndarverkamannsins. Látum hann ekki ná markmiðum sínum! Styrkjum ásetning okkar og vilja til að taka höndum saman við allt góðviljað fólk í baráttunni fyrir því opna og góða samfélagi þar sem virðing og náungakærleikur ræður og ríkir. Við játum trú á þann mátt sem þjáist í samlíðan með þeim sem líða, sem gekk í dauðann fyrir okkur öll, sem reis af dauðum og lifir. Máttur hans mun sigra alla ógn og alla vá. Fyrirætlanir Guðs eru fyrirætlanir fyrirgefningar en ekki endurgjalds, friðar en ekki ófriðar, réttlætis en ekki ranglætis, lífs en ekki dauða. Og sú vitund og vissa ber uppi von okkar og trú. Áhyggjur allar og kvíða, sorg og söknuð og órólegar hugsanir fáum við að leggja í hendur hans. Þær hendur eru merktar sárum krossfórnarinnar. Hann þekkir sárin lífs og sálar. Og hann mun vel fyrir sjá. Í Guðs friði Karl Sigurbjörnsson“ Og bænin sem fylgir bréfinu hljómar svo:Guð allrar huggunar og vonar, minnstu í mildi þinni norsku þjóðarinnar. Rétt út hönd þína til þeirra sem þjást vegna hinna ólýsanlegu grimmdarverka, hugga þau sem syrgja, líkna þeim sem örvænta, styrk þau sem líkna og hugga og sinna löggæslu og öryggismálum. Blessa norsku þjóðina andspænis ógn og öryggisleysi, lát alla sem leita þín og oss öll styrk og finna návist þína, vernd og hlífð fyrir Jesú Krist, Drottin vorn. Friðarins Guð, þú sem ert uppspretta alls friðar, gef friðvana heimi frið. Hindra ofbeldi og ill ráð ofstopamanna. Ver í verki með þeim sem semja sátt og flytja frið milli þjóða, kynþátta og trúarbragða. Gef oss og öllum jarðarbörnum þann sanna frið sem heimurinn megnar hvorki að veita né frá oss taka. Fyrir Jesú Krist, Drottin vorn.
Hryðjuverk í Útey Noregur Þjóðkirkjan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira