Þjóðverji bjargaði 20 ungmennum af Útey 26. júlí 2011 04:45 Ættingjar fórnarlamba skotárasanna í Útey hafa margir safnast saman við eyjuna síðustu daga til að kveðja ástvini sína. Myndir/ap Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Margir lýsa því hvernig þeir sáu vini sína skotna á hlaupum frá árásarmanninum Anders Behring Breivik. Aðrir voru skotnir á sundi frá eyjunni og í felum í tjöldum sínum eða inni í skálum. Breivik er lýst sem rólegum og yfirveguðum á meðan á morðunum stóð. Hann hljóp ekki á eftir þeim sem flúðu þess fullviss að ekkert skjól væri að finna á eyjunni. Sumum tókst þó að fela sig frá honum; undir rúmum, uppi í trjám og meira að segja inni í ísskáp. Þrátt fyrir hamslausa grimmdina virðist Breivik þó hafa verið fær um að sýna miskunn. Einn eftirlifenda, Adrian Pracon, lýsir því þegar Breivik mætti 10 ára gömlum hágrátandi dreng. Drengurinn sagði að faðir sinn væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja. Breivik leit á drenginn um stund og ákvað svo að hlífa honum. Skömmu síðar hóf hann þó skothríð aftur. Pracon sjálfur bjargaðist með naumindum en hann stakk sér til sunds til að flýja frá árásarmanninum. Hann gerði sér grein fyrir því þegar hann var kominn nokkuð frá eyjunni að hann kæmist ekki alla leið til lands og synti því til baka. Þegar hann var kominn aftur á land stóð hann skyndilega augliti til auglitis við Breivik sem af einhverjum ástæðum sleppti því að skjóta og fór í aðra átt. Pracon faldi sig í flæðarmálinu næstu klukkustundina en þá kom Breivik aftur með byssu á lofti. Fólk féll allt í kringum hann og hann lét sig detta og lét sem dauður væri við hlið fallinna félaga sinna. Pracon segist hafa beðið til guðs að Breivik myndi ekki uppgötva sig en hann færðist sífellt nær. Pracon fann andardrátt morðingjans og hitann frá hlaupinu og þá reið af skot sem hæfði Pracon í öxlina. Hann missti heyrnina tímabundið en passaði að hreyfa sig ekki þrátt fyrir sársaukann og komst því lífs af. Einnig hafa komið fram sögur af fórnarlömbum sem komu særðum vinum sínum í skjól. Þá björguðu eigendur báta í nágrenni Úteyjar nokkrum tugum úr eyjunni. Þýski ferðamaðurinn Marcel Gleffe bjargaði til dæmis 20 manns á árabáti sem hann hafði á leigu. Með líkum hætti kom Otto Løvik 40 til 50 ungmennum til bjargar. Løvik var í sumarleyfi nálægt Útey og hafði aðgang að báti. Hann þekkti skothljóðin strax og lét það ekki stöðva sig þótt Breivik skyti í átt að bátnum. Løvik segist enn ekki vera laus við andlit þeirra, sem hann þurfti að skilja eftir, úr huga sér. Það sama er sennilega hægt að segja um flesta sem voðaverkin upplifðu. magnusl@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Margir lýsa því hvernig þeir sáu vini sína skotna á hlaupum frá árásarmanninum Anders Behring Breivik. Aðrir voru skotnir á sundi frá eyjunni og í felum í tjöldum sínum eða inni í skálum. Breivik er lýst sem rólegum og yfirveguðum á meðan á morðunum stóð. Hann hljóp ekki á eftir þeim sem flúðu þess fullviss að ekkert skjól væri að finna á eyjunni. Sumum tókst þó að fela sig frá honum; undir rúmum, uppi í trjám og meira að segja inni í ísskáp. Þrátt fyrir hamslausa grimmdina virðist Breivik þó hafa verið fær um að sýna miskunn. Einn eftirlifenda, Adrian Pracon, lýsir því þegar Breivik mætti 10 ára gömlum hágrátandi dreng. Drengurinn sagði að faðir sinn væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja. Breivik leit á drenginn um stund og ákvað svo að hlífa honum. Skömmu síðar hóf hann þó skothríð aftur. Pracon sjálfur bjargaðist með naumindum en hann stakk sér til sunds til að flýja frá árásarmanninum. Hann gerði sér grein fyrir því þegar hann var kominn nokkuð frá eyjunni að hann kæmist ekki alla leið til lands og synti því til baka. Þegar hann var kominn aftur á land stóð hann skyndilega augliti til auglitis við Breivik sem af einhverjum ástæðum sleppti því að skjóta og fór í aðra átt. Pracon faldi sig í flæðarmálinu næstu klukkustundina en þá kom Breivik aftur með byssu á lofti. Fólk féll allt í kringum hann og hann lét sig detta og lét sem dauður væri við hlið fallinna félaga sinna. Pracon segist hafa beðið til guðs að Breivik myndi ekki uppgötva sig en hann færðist sífellt nær. Pracon fann andardrátt morðingjans og hitann frá hlaupinu og þá reið af skot sem hæfði Pracon í öxlina. Hann missti heyrnina tímabundið en passaði að hreyfa sig ekki þrátt fyrir sársaukann og komst því lífs af. Einnig hafa komið fram sögur af fórnarlömbum sem komu særðum vinum sínum í skjól. Þá björguðu eigendur báta í nágrenni Úteyjar nokkrum tugum úr eyjunni. Þýski ferðamaðurinn Marcel Gleffe bjargaði til dæmis 20 manns á árabáti sem hann hafði á leigu. Með líkum hætti kom Otto Løvik 40 til 50 ungmennum til bjargar. Løvik var í sumarleyfi nálægt Útey og hafði aðgang að báti. Hann þekkti skothljóðin strax og lét það ekki stöðva sig þótt Breivik skyti í átt að bátnum. Løvik segist enn ekki vera laus við andlit þeirra, sem hann þurfti að skilja eftir, úr huga sér. Það sama er sennilega hægt að segja um flesta sem voðaverkin upplifðu. magnusl@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira