Hvalveiðar

Fréttamynd

Af hvölum og kvölum

Á vordögum gaf MAST út skýrslu um gang hvalveiða á síðustu vertíð og hefur talsverð umræða skapast um hana. Í skýrslunni er fjallað um veiðar og dráp á næstum 150 langreyðum.

Skoðun
Fréttamynd

Ægi­fegurð hvalsins

Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð.

Skoðun
Fréttamynd

Inn­ræti og mann­dómur ís­lenzkra ráð­herra og al­þingis­manna

Á síðustu dögum og vikum hafa komið upp tvö mál, þar sem reynt hefur sérstaklega á innræti og manndóm, innri mann, ráðamanna hér. Einkar athyglisvert hefur verið, að fylgjast með því, hvern mann ráðamenn hafa í reynd að geyma, á bak við sitt breiða bros, fallegu orðræðu og ótæpilegu loforð, til Péturs og Páls. Hér urðu menn að koma til dyranna, eins og þeir eru í raun klæddir.

Skoðun
Fréttamynd

Hagnaður Hvals minnkaði verulega í fyrra og var um 900 milljónir

Hagnaður Hvals, sem er stýrt af Kristjáni Loftssyni og á meðal annars stórar hlutabréfastöður í Arion banka og Alvotech, dróst saman um nærri 75 prósent á síðasta fjárhagsári hlutafélagsins samtímis erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum og nam rúmlega 890 milljónum króna. Félagið hóf hvalveiðar á ný um mitt árið í fyrra og átti frystar hvalaafurðir sem voru metnar á um 2,6 milljarða undir lok ársins.

Innherji
Fréttamynd

Hvalur keypti fimm prósent af heildarstærð útboðs Hampiðjunnar

Fjárfestingafélagið Hvalur, langsamlega stærsti hluthafi Hampiðjunnar, keypti nærri því fimm prósent af heildarstærð hlutafjárútboðs félagsins sem lauk síðastliðinn föstudag í tengslum við skráningu á Aðalmarkað í Kauphöllinni. Þannig fékk Hvalur úthlutað rúmlega 4,2 milljónum hluta að nafnvirði í útboðinu og nemur kaupverð bréfanna samtals nærri 550 milljónum króna.

Innherji
Fréttamynd

Sök bítur...

Í rúman aldarfjórðung hef ég fjallað um hegðun fólks við mismunandi kringumstæður. Þótt ég sé búinn að koma að gerð samtals hátt í hundrað sakamálaþátta fyrir sjónvarp og hljóðbókaveituna Storytel þá er ég enginn sérstakur áhugamaður um sakamál út af fyrir sig. Það sem heillar mig er annars vegar að reyna að skilja gjörðir fólks og viðbrögð við sérstakar aðstæður og hins vegar að rýna í tiltekin smáatriði sem stundum reynast skipta meira máli en virðist í fljótu bragði.

Skoðun
Fréttamynd

Spillingin í hvalveiðum Íslendinga

Eftirlitskerfin okkar eru öll brotin, Kristján Loftsson hefur fengið undanþágur frá Fiskistofu, MAST, Umhverfisráðuneytinu og Matvælaráðuneytinu til að stunda sín dráp þràtt fyrir að margbrjóta allar reglur sem gilda um veiðar og meðhöndlun matvæla og það er einungis vegna tengsla hans við innsta kopp sjálfstæðismanna.

Skoðun
Fréttamynd

Skyn­sam­legt fyrir stuðnings­menn hval­veiða að sýna meiri auð­­mýkt

Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­bærar hval­veiðar?

Vörn marga sem enn mæla hvalveiðum okkar Íslendinga bót felst í að segjast styðja sjálfbærar hvalveiðar. Hvað þýðir það þegar upp er staðið? Hugtakið sjálfbær þróun má rekja til byrjun áttunda áratugar síðustu aldar.

Skoðun
Fréttamynd

Eru lögfræðingar sérfræðingar í sársaukaskyni dýra?

Matvælaráðherra og MAST hafa að undanförnu átt bágt með að réttlæta hvaladráp fyrir almenningi sem stendur agndofa yfir þeirri grimmd sem skín í gegn við dráp á langreyðum sem stundað er af einu fyrirtæki. Hvalir eru drepnir á vægðarlausan hátt og virðist sem ekkert geti stöðvað tilgangslaust dýraníðið.

Skoðun
Fréttamynd

Skepnuskapur eða barn síns tíma?

Sem veitingamaður til áratuga bauð ég lengi vel upp á hvalkjöt á mínum stöðum. Fyrir nokkrum árum tók ég svo upp á að hætta því. Aðallega því afskaplega fáir vildu kaupa það. En líka því það var í engu sérstöku uppáhaldi hjá mér sjálfum og vegna þess að reglulega var kúnnum misboðið yfir því að hvalkjöt væri yfir höfuð á matseðlinum og sagði frá því á netinu. Sem þýddi að ég tapaði viðskiptum.

Skoðun
Fréttamynd

„Munar um hvern einasta hval“

Rán Flygenring, teiknari og aktívisti, segir hvalveiðar á Íslandi grótekst dæmi um hverju hægt er að ná fram með peningum og frekju. Hún birti í dag myndaþátt eigin teikninga á Vísi þar sem hún skýtur föstum skotum á hvalveiðar á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar

Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís í hvalnum

Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum!

Skoðun
Fréttamynd

Ekki laga­stoð til að stöðva hval­veiðar í sumar

Matvælaráðherra ítrekaði að hann teldi hendur sínar bundnar í að stöðva veiðar á langreyðum í sumar á fundi þingnefndar í morgun. Engin lagastoð væri fyrir því að afturkalla gildandi veiðileyfi. Enginn ákvörðun hafi verið tekin um veiðar á næsta ári en við blasi að endurskoða þurfi lög um hvalveiðar almennt.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni

Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum.

Innlent
Fréttamynd

Fara með hval­veiði­leyfi til EFTA

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa vísað veitingu hvalveiðileyfis til Hvals hf. til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögfræðingur samtakanna segist telja að leyfið stangist á við Evrópureglur og vonar að stofnunin bregðist hratt við.

Innlent