„Á mörkum mennskunnar“: Má ráðherra samþykkja, að dýr séu kvalin til dauða? Birgir Dýrfjörð skrifar 5. júlí 2023 15:01 Ég horfði á Akranesfundinn um frestun ráðherra á heimild til hvalveiða. Fundurinn var á vegum Verkalýðsfélags Akraness og firnavel sóttur. Að áliti fundarboðanda sátu hann hátt í fimmhundruð manns. Frummælendur voru Svandís Svavarsdóttir, ráðherra, og fulltrúar þingflokka VG, Pírata, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Stefán Vagn Stefánsson formaður þingnefndar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi setti fundinn, og tilnefndi fundarstjóra. Fyrst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir, ráðherra. Það er mitt álit og margra margra annarra, að allan fundinn hafði málfluttningur hennar algjöra yfirburði í viti, orðavali og framsögn. Svandís bar af öðrum ræðumönnum eins og ljón af geitum. Í ræðu sinni vísaði hún til þess að í fyrirliggjandi gögnum kemur fram í máli og myndböndum, aðhvaladrápið brjóti í bága við ákvæði laga nr.55/2013 um velferð dýra. Myndbönd sýna, að þrátt fyrir, að skotin hittu oftast á það skotsvæði sem ráðlagt er að miða á til að drepa dýrið á sem skemstum tíma, þá var reyndin sú, að þriðjungur þeirra hvala, sem drepnir voru á vertíð 2022 háðu langt dauðastríð. Tjóður dauðans. Sem sagt, þriðji hver skutull sem hittir þó á þau svæði dýranna, sem viðkvæmust eru, og sem ráðlagt er að miða á til að skutullinn geti tætt sig djúpt í blóðríkt hold þeirra. Hann nægir samt ekki til að stytta kvalastríð þeirra. Veiðimenn verða þá að vinna það átakanlega verk, að murka lífið úr tjóðruðu 60 tonna dýri. Í þeim aðförum örlar hvergi á samúð, mannúð og mennsku. Þær hljóta að valda minningum, sem spilla ellidögum þeirra, sem þar eru að verki. Píratinn Gísli Rafn benti á að þessar veiðar væru brot á íslenskum lögum um velferð dýra. Hann spurði. Hver getur svo ætlast til, að ráðherra veiti leyfi til að brjóta íslensk lög. Gísli Rafn var sá eini, sem ræddi tilefni fundarins. Að virða lög um velferð dýra. Tilefni fundarins. Tilefni Svandísar til að fresta hvalveiðum var það eitt að virða Íslensk lög. Það er áhyggjuefni, - sem því miður kemur ekki á óvart, - að talsmenn þingflokka veitast að ráðherra og gera það að sök, að vilja fara að lögum. Þeir kunna ekki að gæta sóma alþingis. Þeir eru smánarblettur, og flokkum sínum til skammar. Hrokinn er yfirgengilegur. Þeir telja sig eiga lögin og lýðræðið. Þeir eru orðnir eins og frekur fíkill sem grípur í þekkta hótun. Fái þeir ekki að ráða, þá hóta þeir sjálfsmorði, - ríkisstjórnarinnar. Ég segi nú bara eins og meirihluti þjóðarinnar: Farið hefur fé betra. Drífið í málinu. Höfundur er rafvirki. Es; Fyrirsögnin er heiti á bók Jóns Jónssonar fræðimanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Hvalveiðar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég horfði á Akranesfundinn um frestun ráðherra á heimild til hvalveiða. Fundurinn var á vegum Verkalýðsfélags Akraness og firnavel sóttur. Að áliti fundarboðanda sátu hann hátt í fimmhundruð manns. Frummælendur voru Svandís Svavarsdóttir, ráðherra, og fulltrúar þingflokka VG, Pírata, Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Stefán Vagn Stefánsson formaður þingnefndar. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi setti fundinn, og tilnefndi fundarstjóra. Fyrst á mælendaskrá var Svandís Svavarsdóttir, ráðherra. Það er mitt álit og margra margra annarra, að allan fundinn hafði málfluttningur hennar algjöra yfirburði í viti, orðavali og framsögn. Svandís bar af öðrum ræðumönnum eins og ljón af geitum. Í ræðu sinni vísaði hún til þess að í fyrirliggjandi gögnum kemur fram í máli og myndböndum, aðhvaladrápið brjóti í bága við ákvæði laga nr.55/2013 um velferð dýra. Myndbönd sýna, að þrátt fyrir, að skotin hittu oftast á það skotsvæði sem ráðlagt er að miða á til að drepa dýrið á sem skemstum tíma, þá var reyndin sú, að þriðjungur þeirra hvala, sem drepnir voru á vertíð 2022 háðu langt dauðastríð. Tjóður dauðans. Sem sagt, þriðji hver skutull sem hittir þó á þau svæði dýranna, sem viðkvæmust eru, og sem ráðlagt er að miða á til að skutullinn geti tætt sig djúpt í blóðríkt hold þeirra. Hann nægir samt ekki til að stytta kvalastríð þeirra. Veiðimenn verða þá að vinna það átakanlega verk, að murka lífið úr tjóðruðu 60 tonna dýri. Í þeim aðförum örlar hvergi á samúð, mannúð og mennsku. Þær hljóta að valda minningum, sem spilla ellidögum þeirra, sem þar eru að verki. Píratinn Gísli Rafn benti á að þessar veiðar væru brot á íslenskum lögum um velferð dýra. Hann spurði. Hver getur svo ætlast til, að ráðherra veiti leyfi til að brjóta íslensk lög. Gísli Rafn var sá eini, sem ræddi tilefni fundarins. Að virða lög um velferð dýra. Tilefni fundarins. Tilefni Svandísar til að fresta hvalveiðum var það eitt að virða Íslensk lög. Það er áhyggjuefni, - sem því miður kemur ekki á óvart, - að talsmenn þingflokka veitast að ráðherra og gera það að sök, að vilja fara að lögum. Þeir kunna ekki að gæta sóma alþingis. Þeir eru smánarblettur, og flokkum sínum til skammar. Hrokinn er yfirgengilegur. Þeir telja sig eiga lögin og lýðræðið. Þeir eru orðnir eins og frekur fíkill sem grípur í þekkta hótun. Fái þeir ekki að ráða, þá hóta þeir sjálfsmorði, - ríkisstjórnarinnar. Ég segi nú bara eins og meirihluti þjóðarinnar: Farið hefur fé betra. Drífið í málinu. Höfundur er rafvirki. Es; Fyrirsögnin er heiti á bók Jóns Jónssonar fræðimanns.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun