„SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 7. júlí 2023 23:31 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra stendur keik með sinni ákvörðun. Vísir/Ívar Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. Hart hefur verið sótt að matvælaráðherra vegna ákvörðunar um stöðvun hvalveiða tímabundið. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur meðal annars sagt að ráðherra hafi ekki fært rök fyrir ýmsu sem grundvallaði ákvörðunina. Þá hafi hún virt að vettugi ráðleggingar sérfræðinga og engin svör hafi fengist um hvort hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa hafi verið framkvæmt. Matvælaráðherra hafnar gagnrýninni og segir öll gögn máls liggja fyrir. „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun enda eru allar mínar ráðstafanir í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Samtökin eru ekki þau einu sem hafa gagnrýnt matvælaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, sagði á miðvikudaginn ákvörðun ráðherra ögrun og aðför að ríkisstjórninni. Hún hefði með henni veikt og grafið undan möguleikum hennar að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. Svandís segir gagnrýnina fyrsta og fremst til heimabrúks. „Við vorum á ágætum ríkisstjórnarfundi hér áðan þar sem ég varð ekki vör við þessi vandamál.“ Svandís segir ekki standa til að afturkalla ákvörðunina. „Þessi ákvörðun og þessi ráðstöfun er óvenjulega vel undirbyggð og ég hef sinnt minni rannsóknarskyldu á öllum stigum. Þannig ég hafna þessari gagnrýni.“ Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Hart hefur verið sótt að matvælaráðherra vegna ákvörðunar um stöðvun hvalveiða tímabundið. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur meðal annars sagt að ráðherra hafi ekki fært rök fyrir ýmsu sem grundvallaði ákvörðunina. Þá hafi hún virt að vettugi ráðleggingar sérfræðinga og engin svör hafi fengist um hvort hagsmunamat gagnvart atvinnuréttindum leyfishafa hafi verið framkvæmt. Matvælaráðherra hafnar gagnrýninni og segir öll gögn máls liggja fyrir. „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun enda eru allar mínar ráðstafanir í samræmi við ráðgjöf ráðuneytisins,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Samtökin eru ekki þau einu sem hafa gagnrýnt matvælaráðherra. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Óli Björn Kárason, sagði á miðvikudaginn ákvörðun ráðherra ögrun og aðför að ríkisstjórninni. Hún hefði með henni veikt og grafið undan möguleikum hennar að leysa erfið verkefni á komandi mánuðum. Svandís segir gagnrýnina fyrsta og fremst til heimabrúks. „Við vorum á ágætum ríkisstjórnarfundi hér áðan þar sem ég varð ekki vör við þessi vandamál.“ Svandís segir ekki standa til að afturkalla ákvörðunina. „Þessi ákvörðun og þessi ráðstöfun er óvenjulega vel undirbyggð og ég hef sinnt minni rannsóknarskyldu á öllum stigum. Þannig ég hafna þessari gagnrýni.“
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Segir ákvörðun Svandísar ögrun og aðför að ríkisstjórninni Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum sé „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. 5. júlí 2023 06:34
Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18