Hvað er siðblinda? Birgir Dýrfjörð skrifar 28. júlí 2023 10:31 Má ég vera fantur ef ég bara brýt ekki lög? Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar. Ein skýring er þó sameiginleg á flestum vefsíðum. Sú skýring er; að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra. Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður. Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka. Viðbjóðurinn í Sjónvarpinu. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis var sýnt úr upptöku af drápi á hval. Brot úr þeirri upptöku var síðar sýnt í Sjónvarpinu. Þar sást særður hvalur brjótast um með tvo skutla á kafi í líkama sínum. Í báðum skutlum var kaðall sem var fastur við skipið þannig, að þegar dýrið reyndi að forða sér þá rifu skutlarnir í blæðandi holdið og héldu því föstu. Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár. Þess ber að geta að það tekur minnst 20 mínútur að hlaða skutulbyssuna. Það voru tveir skutlar í dýrinu og tvö eða þrjú feilskot voru sýnd til viðbótar án þess að drepa hvalinn. (Hér má benda á, að hvalurinn er spendýr með heitt blóð, hann hefur jafn næmt sársaukaskyn og við, sem lesum þessa grein, eins og börn okkar foreldrar og systkini) Siðlaus ómöguleiki. Ég bið þau, sem styðja og verja þessar veiðiaðferðir, að hugsa sér þann siðferðilega ómöguleika, að í þau væri krækt djúpt milli rifja stórum önglum, og þau dregin á þeim og pínd tímum saman. Það er bannað með lögum að pynta og kvelja fólk . Samt er mótmælt lögum, sem banna fólki, að fara þannig með dýr. Samúð með helsærðu dýri virðist ekki vera öllum nægur leiðarvísir? Ég er sannfærður um að þau, sem vilja og geta ímyndað sér að þau séu sjálf í sporum hvalsins, þau hafa þá meðlíðan og samúð, sem þarf til að setja sig í spor annarra. Þau eru ekki siðblind. Þau hafa þá nægt siðgæði til að mótmæla, að dýr séu kvalin til dauða. Vísir.is birti 13.7. '23. skoðanakönnun um afstöðu kjósenda til hvalveiða. Þar kom fram að 39% voru móti banni hvalveiða. 42% voru hlynnt banni. Það er líklegt að svör þeirra 39% sem eru móti banni hvalveiða, hefðu orðið önnur ef þau hefðu séð viðbjóðinn sem sjónvarpið sýndi þegar veiðimenn voru að murka lífið úr 50-70 tonna dýri. Ég skora á sjónvarpið að endursýna það fréttnæma myndskeið. Það varðar almannahag. Að lokum. Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt. Ekki frekar en þeirri staðreynd að maðurinn er eina skepnan, sem veit og skilur þjáningu dýranna, sem hann drepur sér til viðurværis. Sú vitneskja er gjald þess, að vera hugsandi manneskja. Alþingi setti því lög, að tryggja að dauðastríð dýra verði stutt en ekki langvarandi þjáning. Þau lög eru ástæðan fyrir frestun hvalveiða. Þingmenn eiga að virða þau lög jafnt og aðrir. Höfundur er rafvirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Hvalveiðar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Má ég vera fantur ef ég bara brýt ekki lög? Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar. Ein skýring er þó sameiginleg á flestum vefsíðum. Sú skýring er; að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra. Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður. Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka. Viðbjóðurinn í Sjónvarpinu. Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis var sýnt úr upptöku af drápi á hval. Brot úr þeirri upptöku var síðar sýnt í Sjónvarpinu. Þar sást særður hvalur brjótast um með tvo skutla á kafi í líkama sínum. Í báðum skutlum var kaðall sem var fastur við skipið þannig, að þegar dýrið reyndi að forða sér þá rifu skutlarnir í blæðandi holdið og héldu því föstu. Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár. Þess ber að geta að það tekur minnst 20 mínútur að hlaða skutulbyssuna. Það voru tveir skutlar í dýrinu og tvö eða þrjú feilskot voru sýnd til viðbótar án þess að drepa hvalinn. (Hér má benda á, að hvalurinn er spendýr með heitt blóð, hann hefur jafn næmt sársaukaskyn og við, sem lesum þessa grein, eins og börn okkar foreldrar og systkini) Siðlaus ómöguleiki. Ég bið þau, sem styðja og verja þessar veiðiaðferðir, að hugsa sér þann siðferðilega ómöguleika, að í þau væri krækt djúpt milli rifja stórum önglum, og þau dregin á þeim og pínd tímum saman. Það er bannað með lögum að pynta og kvelja fólk . Samt er mótmælt lögum, sem banna fólki, að fara þannig með dýr. Samúð með helsærðu dýri virðist ekki vera öllum nægur leiðarvísir? Ég er sannfærður um að þau, sem vilja og geta ímyndað sér að þau séu sjálf í sporum hvalsins, þau hafa þá meðlíðan og samúð, sem þarf til að setja sig í spor annarra. Þau eru ekki siðblind. Þau hafa þá nægt siðgæði til að mótmæla, að dýr séu kvalin til dauða. Vísir.is birti 13.7. '23. skoðanakönnun um afstöðu kjósenda til hvalveiða. Þar kom fram að 39% voru móti banni hvalveiða. 42% voru hlynnt banni. Það er líklegt að svör þeirra 39% sem eru móti banni hvalveiða, hefðu orðið önnur ef þau hefðu séð viðbjóðinn sem sjónvarpið sýndi þegar veiðimenn voru að murka lífið úr 50-70 tonna dýri. Ég skora á sjónvarpið að endursýna það fréttnæma myndskeið. Það varðar almannahag. Að lokum. Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt. Ekki frekar en þeirri staðreynd að maðurinn er eina skepnan, sem veit og skilur þjáningu dýranna, sem hann drepur sér til viðurværis. Sú vitneskja er gjald þess, að vera hugsandi manneskja. Alþingi setti því lög, að tryggja að dauðastríð dýra verði stutt en ekki langvarandi þjáning. Þau lög eru ástæðan fyrir frestun hvalveiða. Þingmenn eiga að virða þau lög jafnt og aðrir. Höfundur er rafvirki.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun