Bandaríkin

Fréttamynd

101 árs humar­veiði­kempa hvergi nærri hætt

Virginia Oliver lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera orðin 101 árs gömul og rær enn til humarveiða undan ströndum Maine-ríkis í Bandaríkjunum, ásamt syni sínum, Max að nafni, sem er 78 ára.

Erlent
Fréttamynd

Frakk­ar reið­ir og líkj­a Bid­en við Trump

Ráðamenn í Frakklandi hafa brugðist reiðir við eftir að varnarsamstarf Bandaríkjanna, Ástralíu og Bretlands í Kyrrahafinu var opinberað í gær. Tilkynnt var að Ástralar myndu kaupa átta kjarnorkuknúna kafbáta af Bandaríkjunum en samhliða því slitu yfirvöld í Ástralíu stórum samningi við franskt fyrirtæki um kaup á nýjum flota dísel-kafbáta.

Erlent
Fréttamynd

Blása á bábiljur Nicki Minaj um bóluefni og bólgin eistu

Heilbrigðisráðherra Trínidad og Tóbagó er hreint ekki ánægður með bandarísku tónlistarkonuna Nicki Minaj, eftir að hún tísti um að frændi hennar í Trínidad hefð hætt við að láta bólusetja sig vegna þess að vinur hans sagðist vera getulaus eftir bólusetningu gegn Covid-19. Ráðherrann segir ekkert til í sögunni.

Erlent
Fréttamynd

Simone Biles fyrir þing­nefnd: Á­telur níðinginn og kerfið í heild

Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins.

Erlent
Fréttamynd

Newsom stendur af sér áhlaupið í Kaliforníu

Repúblikönum í Kalíforníu hefur mistekist að hrekja ríkisstjórann Gavin Newsom úr embætti. Kosið var í ríkinu um hvort Newsom ætti að víkja en mikill meirihluti þáttakenda í kjörinu var á því að Newsom ætti að sitja áfram.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjuþoturnar flognar frá Íslandi

Bandarísku sprengjuþoturnar þrjár, hinar torséðu B-2 Spirit, eru farnar frá Íslandi. Þetta var í fyrsta sinn sem Keflavíkurflugvöllur var nýttur sem bækistöð fyrir B-2 sprengjuþotur en áður hafði aðeins ein flugvél slíkrar gerðar komið til landsins til stuttrar eldsneytismillilendingar.

Innlent
Fréttamynd

Hitti móður sína aftur eftir 14 ára að­skilnað

Ung kona frá Flórída í Bandaríkjunum hitti móður sína í gær, í fyrsta sinn í 14 ár. Faðir hennar er sagður hafa rænt henni og farið með hana til Mexíkó árið 2007. Hún hafði samband við móður sína í gegnum Facebook á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Grínistinn Norm MacDonald látinn

Kanadíski grínistinn Norm MacDonald er látinn eftir níu ára glímu við krabbamein. McDonald var 61 árs gamall. Hann er helst þekktur fyrir árin sem hann var hluti af leikaraliði Saturday Night Live, auk þess sem hann var mikilsvirtur uppistandari.

Erlent
Fréttamynd

Kínverskir námsmenn reiðir yfir því að vera bendlaðir við njósnir

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa meinað hundruðum kínverskra nemenda um vegabréfsáritun eða rift þeim að undanförnu. Það hefur verið gert á grundvelli stefnu frá stjórnartíð Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem ætlað var að gera Kínverjum erfiðara að stunda njósnir í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Texas er víða

Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður.

Skoðun
Fréttamynd

Miðaldakúreki slær í gegn á YouTube

Jackson Crawford, bandarískur doktor í norrænum fræðum, hefur gefið kennslu í háskólum upp á bátinn og snúið sér að því að framleiða aðgengilegt kennsluefni fyrir almenning á YouTube. Þar heldur hann meðal annars úti tímum í fornnorrænni tungu.

Lífið
Fréttamynd

Megan Fox senu­þjófur á rauða dreglinum

MTV verðlaunahátíðin var haldin með miklum glæsibrag í Barclays Center í New York í nótt. Allar helstu stjörnur tónlistarheimsins voru þar samankomnar, bæði nýliðar sem og aðrir eldri og reynslumeiri. Það var mikið um glamúr og dressin voru hvert öðru glæsilegra.

Lífið
Fréttamynd

Breskrar leik­konu leitað í Los Angeles

Bresku leikkonunnar Tönyu Fear er leitað í Los Angeles í Kaliforníu en síðast sást til hennar á fimmtudag að sögn vina hennar og fjölskyldu. Hún var skráð sem týnd manneskja hjá lögreglunni í Los Angeles á fimmtudag, 9. september.

Erlent
Fréttamynd

Leður­klædd Madonna opnaði MTV verð­launa­há­tíðina í nótt

MTV VMA (Video music awards) hátíðin fór fram með pompi og prakt í New York í nótt. MTV sjónvarpsstöðin fagnar 40 ára afmæli sínu í ár og voru allar helstu stjörnur úr tónlistarheiminum samankomnar til þess að uppskera eða samgleðjast. Söngkonan Doja Cat var kynnir kvöldsins.

Lífið
Fréttamynd

Örlög ríkisstjóra Kaliforníu ráðast á morgun

Kosningu um hvort að Gavin Newsom verði settur af sem ríkisstjóri Kaliforníu lýkur á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að Newsom haldi embættinu en 46 manns sem vilja taka við af honum eru á kjörseðlinum.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togi Al Qa­eda: Birti á­varp 11. septem­ber

Hryðjuverkasamtökin Al Qaeda birtu í gær myndbandsávarp frá leiðtoga sínum Ayman al-Zawahri. Ávarpið er birt á sama degi og 20 ár voru liðin frá árásum samtakanna á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, þar sem um 3.000 manns létust.

Erlent
Fréttamynd

Keflavíkurflugvöllur skilgreindur sem framvarðarstöð B-2 til sprengjuárása

Tvær af þremur B-2 Spirit sprengjuþotum bandaríska flughersins, sem staðsettar eru á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir, æfðu með norska flughernum yfir Norðursjó í vikunni. Samkvæmt frétt norska hersins fóru æfingarnar fram á mánudag og miðvikudag með þátttöku F-35 orustuþotna Norðmanna sem komu frá Evenes-flugvellinum í Norður Noregi.

Innlent
Fréttamynd

FBI opinberar fyrsta skjalið um árásirnar 2001

Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) svipti í gær leyndarhulunni af fyrsta skjalinu í tengslum við árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í september 2001. Skjalið snýr að aðstoð sem tveir hryðjuverkamenn frá Sádi-Arabíu fengu í aðdraganda árásanna.

Erlent
Fréttamynd

Al­þjóða­kerfið eftir 11. septem­ber 2001: Banda­ríkin grófu undan eigin stöðu með við­brögðunum

Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða.

Erlent