Elon Musk vill taka yfir Twitter Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 11:42 Í nýju tísti segir Musk einfaldlega: „Ég var að gera tilboð.“ Getty/Marquardt Milljarðarmæringurinn Elon Musk hefur boðist til þess að kaupa Twitter á 41 milljarð bandaríkjadala. Hann segir nauðsynlegt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði til að ná fram raunverulegum breytingum og viðunandi árangri á samfélagsmiðlinum. Í kauptilboði býður Musk 54,20 bandaríkjadali á hlut. Það er um 38 prósentum hærra en hlutabréf í fyrirtækinu voru metin á við lokun markaða 1. apríl síðastliðinn eða degi áður en Musk eignaðist 9 prósent hlut í fyrirtækinu. Heildarverð þeirra kaupa Musk eru metin á rúmar 763 milljónir bandaríkjadala. Hans besta og síðasta tilboð Skömmu eftir kaupin sagði Musk í bréfi til stjórnarformanns Twitter ljóst að þörf væri á breytingum innan fyrirtækisins. Það kæmi ekki til með að þjóna samfélaginu eða ná viðunandi árangri eins og nú horfir við. „Tilboðið sem ég nú legg fram er mitt síðasta og besta. Ef það verður ekki samþykkt mun ég þurfa að endurskoða stöðu mína sem hluthafa í fyrirtækinu,“ sagði Elon enn fremur í bréfinu til stjórnarformannsins. Elon Musk hefur verið mjög virkur á Twitter síðustu árin en rúmlega áttatíu milljónir fylgja honum á samfélagsmiðlinum. I made an offer https://t.co/VvreuPMeLu— Elon Musk (@elonmusk) April 14, 2022 Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í kauptilboði býður Musk 54,20 bandaríkjadali á hlut. Það er um 38 prósentum hærra en hlutabréf í fyrirtækinu voru metin á við lokun markaða 1. apríl síðastliðinn eða degi áður en Musk eignaðist 9 prósent hlut í fyrirtækinu. Heildarverð þeirra kaupa Musk eru metin á rúmar 763 milljónir bandaríkjadala. Hans besta og síðasta tilboð Skömmu eftir kaupin sagði Musk í bréfi til stjórnarformanns Twitter ljóst að þörf væri á breytingum innan fyrirtækisins. Það kæmi ekki til með að þjóna samfélaginu eða ná viðunandi árangri eins og nú horfir við. „Tilboðið sem ég nú legg fram er mitt síðasta og besta. Ef það verður ekki samþykkt mun ég þurfa að endurskoða stöðu mína sem hluthafa í fyrirtækinu,“ sagði Elon enn fremur í bréfinu til stjórnarformannsins. Elon Musk hefur verið mjög virkur á Twitter síðustu árin en rúmlega áttatíu milljónir fylgja honum á samfélagsmiðlinum. I made an offer https://t.co/VvreuPMeLu— Elon Musk (@elonmusk) April 14, 2022
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira