Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2022 11:19 Johnny Depp í dómsal í gær. AP/Brendan Smialowski Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Sápuópera í dómsal Lögmenn Heard segja eina tilgang réttarhaldanna vera að Depp vilji ganga frá Heard og að lögmenn Depps muni gera réttarhöldin að sápuóperu. „Þið munuð sjá hver hinn raunverulegi Johnny Depp er. Burtséð frá frægðinni, burtséð frá sjóræningjabúningunum,“ sagði lögmaður Heard. Amber Heard hefur sakað Johnny Depp um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.AP/Brendan Smialowski Hann sagði einnig að kviðdómendur málsins myndu sjá sannanir fyrir því að Depp hefði beitt Heard líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en í raun snerist málið ekki um það. Það snerist um málfrelsi hennar og að hún hefði verið að nýta það þegar hún skrifaði greinina sem birt var á vef Washington Post. Hann sagði þá grein ekki hafa komið niður á ferli Depps, því ásakanirnar gegn honum hefðu þegar verið opinberar í tvö ár. Þá sagði lögmaðurinn að vandræði í leikaraferli Depps væru ekki greininni að kenna, heldur neyslu hans á áfengi og fíkniefnum og sú neysla hefði leitt til vandræða hans, samkvæmt frétt AP. „Slæmar ákvarðanir þessa manns hafa fært hann hingað. Hættu að kenna öðru fólki um þín sjálfsköpuðu vandamál.“ Sagði Heard sjálfa hafa veitt sér áverka Lögmaður Depps sagði að Heard hefði ekki þurft að nefna skjólstæðing sinn á nafn í áðurnefndri grein. Það væri algjör óþarfi og allir gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvern hún hefði verið að tala um. Hann vísaði til þess að Heard hefði sótt um nálgunarbann gegn Depp árið 2016, skömmu eftir að Depp hefði sagt henni að hún vildi skilnað. Hann sagði hana svo hafa mætt í dómsal með marbletti á andliti og látið ljósmyndara taka myndir af þeim. Lögmaðurinn sagðist þó ætla að sýna fram á að Heard hefði sjálf veitt sér þá áverka til að sverta orðspor Depps. Þau hefðu ekki hist í aðdraganda þess að hún sást með marblettina og nokkrum dögum áður hefðu lögregluþjónar séð hana ómarða. Réttarhöldin hófust í gær og fóru fram upphafsræður lögmanna þeirra Depp og Heard. Sjónvarpað er frá réttarhöldunum og eiga þau að standa yfir í nokkrar vikur. Meðal þeirra sem eiga að bera vitni eru leikararnir Paul Bettany og James Franco, auk auðjöfursins Elons Musk. Hér má sjá hluta af upphafsræðum lögmannanna frá því í gær. Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Sápuópera í dómsal Lögmenn Heard segja eina tilgang réttarhaldanna vera að Depp vilji ganga frá Heard og að lögmenn Depps muni gera réttarhöldin að sápuóperu. „Þið munuð sjá hver hinn raunverulegi Johnny Depp er. Burtséð frá frægðinni, burtséð frá sjóræningjabúningunum,“ sagði lögmaður Heard. Amber Heard hefur sakað Johnny Depp um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.AP/Brendan Smialowski Hann sagði einnig að kviðdómendur málsins myndu sjá sannanir fyrir því að Depp hefði beitt Heard líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en í raun snerist málið ekki um það. Það snerist um málfrelsi hennar og að hún hefði verið að nýta það þegar hún skrifaði greinina sem birt var á vef Washington Post. Hann sagði þá grein ekki hafa komið niður á ferli Depps, því ásakanirnar gegn honum hefðu þegar verið opinberar í tvö ár. Þá sagði lögmaðurinn að vandræði í leikaraferli Depps væru ekki greininni að kenna, heldur neyslu hans á áfengi og fíkniefnum og sú neysla hefði leitt til vandræða hans, samkvæmt frétt AP. „Slæmar ákvarðanir þessa manns hafa fært hann hingað. Hættu að kenna öðru fólki um þín sjálfsköpuðu vandamál.“ Sagði Heard sjálfa hafa veitt sér áverka Lögmaður Depps sagði að Heard hefði ekki þurft að nefna skjólstæðing sinn á nafn í áðurnefndri grein. Það væri algjör óþarfi og allir gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvern hún hefði verið að tala um. Hann vísaði til þess að Heard hefði sótt um nálgunarbann gegn Depp árið 2016, skömmu eftir að Depp hefði sagt henni að hún vildi skilnað. Hann sagði hana svo hafa mætt í dómsal með marbletti á andliti og látið ljósmyndara taka myndir af þeim. Lögmaðurinn sagðist þó ætla að sýna fram á að Heard hefði sjálf veitt sér þá áverka til að sverta orðspor Depps. Þau hefðu ekki hist í aðdraganda þess að hún sást með marblettina og nokkrum dögum áður hefðu lögregluþjónar séð hana ómarða. Réttarhöldin hófust í gær og fóru fram upphafsræður lögmanna þeirra Depp og Heard. Sjónvarpað er frá réttarhöldunum og eiga þau að standa yfir í nokkrar vikur. Meðal þeirra sem eiga að bera vitni eru leikararnir Paul Bettany og James Franco, auk auðjöfursins Elons Musk. Hér má sjá hluta af upphafsræðum lögmannanna frá því í gær.
Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira