Kjaraviðræður 2022-23

Fréttamynd

Þung­bært skref að boða verk­bann

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segir stöðuna sem upp er komin vera ömurlega. Hann segir það hafa verið þungbært skref að boða atkvæðagreiðslu um beitingu verkbanns. Svona gerist þó þegar forysta Eflingar neiti að starfa eftir leikreglum vinnulöggjafarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Boða verk­bann á fé­lags­fólk Eflingar

Atkvæðagreiðsla um boðun verkbanns á félagsfólk Eflingar hefst í dag meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Verði verkbannið samþykkt mega SA banna öllu félagsfólki Eflingar sem starfar eftir samningum við samtökin að mæta til vinnu og fær það þá engin laun. 

Innlent
Fréttamynd

Herra, má ég fá meiri graut?

Það er óhætt að segja að á síðustu mánuðum hafi athygli landsmanna beinst í átt til kjarasamninga og auðvitað full ástæða til, samtalið milli atvinnurekenda og launafólks um réttláta umbun fyrir vinnuframlag er yfirleitt fréttnæmt, þar sem að um er að ræða hagsmuni stórra hópa í hvert sinn.

Skoðun
Fréttamynd

„Dagurinn í dag skilaði mjög litlu“

Viðræður milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa ekki skilað neinum árangri í dag. Fundað verður aftur í fyrramálið en Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, segir að búið sé að vinna að útfærslu samnings en í lok dags sé ljóst að vinnan hafi ekki þokast mikið.

Innlent
Fréttamynd

Hafna samningum SA við Eflingu og Matvís

Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafna samningum Samtaka atvinnulífsins (SA) við Eflingu og Matvís. Framkvæmdastjóri samtakanna segir það skjóta skökku við að fyrirtæki á veitingamarkaði fái ekki að koma að samningsborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Von er á tilkynningu á sjötta tímanum

Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins.

Innlent
Fréttamynd

Kjara­deila SA og Eflingar um lág­marks­laun í vel­sældar­sam­fé­laginu Ís­landi

Nú stendur yfir mikilvæg kjaradeila milli SA og Eflingar þar sem tekist er á um taxtahækkanir lágmarkslauna. Krafa Eflingar er að lágmarkstaxti verði 408 þúsund krónur á mánuði. Hvort sú krafa næst fram í þessari lotu liggur ekki fyrir þegar þessi grein er skrifuð en umræðan og harkan sem birst hefur í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna kröfugerðar Eflingar vekur upp spurningar um hvort þessi barátta er háð á réttum vígvelli.

Skoðun
Fréttamynd

Upp úr slitnað milli flug­mála­starfs­manna og SA

Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Eigin­legar kjara­samnings­við­ræður hafnar

Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 

Innlent
Fréttamynd

Sólveig Anna segir aðgerðir Eflingar hafa skilað árangri

Forystufólk Eflingar og Samtaka atvinnulífsins kom nokkuð jákvætt til leiks hjá ríkissáttasemjara í morgun í upphafi þriggja daga samningalotu í skjóli frá verkfallsaðgerðum og vona að þessir dagar dugi til að komast langt. Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins hafa skilað árangri.

Innlent
Fréttamynd

Fundir hafnir hjá ríkissáttasemjara

Fundarhöld eru hafin í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins freista þess að ná saman um kjarasamning um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Vinna á­fram með ramma fyrri kjara­samninga

Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðum frestað

Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir leið­sögu­mönnum að láta dæluna ganga

Dagsferðir frá höfuðborginni verða fyrstar til að falla vegna verkfallsaðgerða segir rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis. Allir leiðsögumenn hafa verið beðnir um að fylla á tankinn eins oft og þeir mögulega geta. 

Innlent
Fréttamynd

Sól­veig segist komin til að halda við­ræðum á­fram

Ríkissáttasemjari segir að það muni liggja fyrir seinna í kvöld hvort alvöru viðræður muni hefjast milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eða hvort viðræðum verður slitið. Formaður Samtaka atvinnulífsins segist þurfa „andrými“ til að halda viðræðunum áfram. Við fylgjumst með gangi mála í vakt hér neðst í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað?

Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið.

Innlent