Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2023 17:03 Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL, var með tæpar 19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Vísir Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason tók við starfi forstjóra fjárfestingafélagsins SKEL 9. júlí síðastliðinn. Áður var hann aðstoðarbankastjóri Arion banka og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs hans. Fram kemur í ársreikningum SKEL, sem voru birtir í gær, að Ásgeir hafi í fyrra fengið 45 milljónir króna vegna svokallaðra keyptra starfsréttinda. Auk þess hafi SKEL greitt 55 milljónir í launatengd gjöld. Árin 2023 og 2024 muni SKEL gjaldfæra 60 milljónir króna og 15 milljónir árið 2025 auk launatengdra gjalda. Heimildin vakti athygli á launum forstjórans í gær. 32 milljóna mótframlag í lífeyrissjóð á hálfu ári Heildarfjárhæðin var hins vegar greidd á síðasta ári og greiddi Ásgeir tekjuskatt af heildarfjárhæðinni í fyrra. Í efnahagsreikningi voru því 165 milljónir króna færðar meðal veltufjármuna vegna þessa. Á ársreikningnum má sjá að föst laun og hlunnindi Ásgeirs hafi numið 36 milljónum króna í fyrra og mótframlag í lífeyrissjóð 32 milljónum. Séu launin reiknuð með þeim 45 milljónum sem Ásgeir fékk fyrir síðasta ár vegna keyptra starfsréttinda fékk hann samtals 113 milljónir króna í laun fyrir sex mánaða vinnu. Það gera 18,8 milljónir á mánuði. Bílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, lögðu niður störf ótímabundið á hádegi í gær og er áhrifa verkfallsins strax farið að gæta. Þeir eru ekki einu bílstjórarnir sem hafa stöðvað vinnu sína en auk þeirra eru bílstjórar Olíudreifingar og Samskips í verkfalli. Tæp hálf milljón í 42 mánuði Vísir greindi nýlega frá því að grunnlaun bílstjóra hjá fyrirtækjunum þremur séu um og yfir 400 þúsund krónur. Örvar Þór Guðmundsson, olíuflutningabílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar innan Olíudreifingar, afhenti fréttastofu launaseðla fjögurra bílstjóra þann 4. febrúar síðastliðinn. Mátti lesa af launaseðlunum að grunnlaun bílstjóranna séu á bilinu 389 þúsund til 449 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin séu á bilinu 628 þúsund til 1.058 þúsund. Sá þeirra sem var með rúma milljón króna á mánuði vann 122 yfirvinnutíma á taxtanum 4.370 krónur á klukkustund. Meðaltal heildarlauna bílstjóranna er 771.841 króna. Vert er að taka fram að um lítið þýði er að ræða. Ef laun bílstjórans með 449 þúsund krónur á mánuði eru borin saman við laun Ásgeirs, forstjóra SKEL, má sjá að bílstjórinn þyrfti að vinna í 42 mánuði, án yfirvinnu og annarra kaupauka, til að ná mánaðarlaunum Ásgeirs á síðasta ári. Olíuflutningabílstjórar hafa umfram kröfur Eflingar farið fram á að svokölluð ADR-réttindi verði metin til launa. Slík réttindi þurfa allir þeir sem aka með hættuleg efni að hafa. Olíubílstjórar vilja fá 670 krónu hækkun á tímakaupi vegna þessara réttinda. Finna má ársreikning SKEL í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl SKEL_Arsreikningur_2022PDF3.8MBSækja skjal Kjaramál Tekjur Kjaraviðræður 2022-23 Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Þessum viðræðum verður allavega ekki slitið af sáttasemjara“ Settur ríkissáttasemjari vonar að lausn náist í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann segir miðlunartillöguna sem forveri hans lagði fram ekki vera uppi á borðinu í augnablikinu. 16. febrúar 2023 14:00 Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. 16. febrúar 2023 12:58 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason tók við starfi forstjóra fjárfestingafélagsins SKEL 9. júlí síðastliðinn. Áður var hann aðstoðarbankastjóri Arion banka og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviðs hans. Fram kemur í ársreikningum SKEL, sem voru birtir í gær, að Ásgeir hafi í fyrra fengið 45 milljónir króna vegna svokallaðra keyptra starfsréttinda. Auk þess hafi SKEL greitt 55 milljónir í launatengd gjöld. Árin 2023 og 2024 muni SKEL gjaldfæra 60 milljónir króna og 15 milljónir árið 2025 auk launatengdra gjalda. Heimildin vakti athygli á launum forstjórans í gær. 32 milljóna mótframlag í lífeyrissjóð á hálfu ári Heildarfjárhæðin var hins vegar greidd á síðasta ári og greiddi Ásgeir tekjuskatt af heildarfjárhæðinni í fyrra. Í efnahagsreikningi voru því 165 milljónir króna færðar meðal veltufjármuna vegna þessa. Á ársreikningnum má sjá að föst laun og hlunnindi Ásgeirs hafi numið 36 milljónum króna í fyrra og mótframlag í lífeyrissjóð 32 milljónum. Séu launin reiknuð með þeim 45 milljónum sem Ásgeir fékk fyrir síðasta ár vegna keyptra starfsréttinda fékk hann samtals 113 milljónir króna í laun fyrir sex mánaða vinnu. Það gera 18,8 milljónir á mánuði. Bílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, lögðu niður störf ótímabundið á hádegi í gær og er áhrifa verkfallsins strax farið að gæta. Þeir eru ekki einu bílstjórarnir sem hafa stöðvað vinnu sína en auk þeirra eru bílstjórar Olíudreifingar og Samskips í verkfalli. Tæp hálf milljón í 42 mánuði Vísir greindi nýlega frá því að grunnlaun bílstjóra hjá fyrirtækjunum þremur séu um og yfir 400 þúsund krónur. Örvar Þór Guðmundsson, olíuflutningabílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar innan Olíudreifingar, afhenti fréttastofu launaseðla fjögurra bílstjóra þann 4. febrúar síðastliðinn. Mátti lesa af launaseðlunum að grunnlaun bílstjóranna séu á bilinu 389 þúsund til 449 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaunin séu á bilinu 628 þúsund til 1.058 þúsund. Sá þeirra sem var með rúma milljón króna á mánuði vann 122 yfirvinnutíma á taxtanum 4.370 krónur á klukkustund. Meðaltal heildarlauna bílstjóranna er 771.841 króna. Vert er að taka fram að um lítið þýði er að ræða. Ef laun bílstjórans með 449 þúsund krónur á mánuði eru borin saman við laun Ásgeirs, forstjóra SKEL, má sjá að bílstjórinn þyrfti að vinna í 42 mánuði, án yfirvinnu og annarra kaupauka, til að ná mánaðarlaunum Ásgeirs á síðasta ári. Olíuflutningabílstjórar hafa umfram kröfur Eflingar farið fram á að svokölluð ADR-réttindi verði metin til launa. Slík réttindi þurfa allir þeir sem aka með hættuleg efni að hafa. Olíubílstjórar vilja fá 670 krónu hækkun á tímakaupi vegna þessara réttinda. Finna má ársreikning SKEL í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl SKEL_Arsreikningur_2022PDF3.8MBSækja skjal
Kjaramál Tekjur Kjaraviðræður 2022-23 Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Þessum viðræðum verður allavega ekki slitið af sáttasemjara“ Settur ríkissáttasemjari vonar að lausn náist í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann segir miðlunartillöguna sem forveri hans lagði fram ekki vera uppi á borðinu í augnablikinu. 16. febrúar 2023 14:00 Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. 16. febrúar 2023 12:58 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17
„Þessum viðræðum verður allavega ekki slitið af sáttasemjara“ Settur ríkissáttasemjari vonar að lausn náist í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann segir miðlunartillöguna sem forveri hans lagði fram ekki vera uppi á borðinu í augnablikinu. 16. febrúar 2023 14:00
Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. 16. febrúar 2023 12:58