Innlent

Bíl­stjórum og hótel­starfs­fólki sagt að búa sig undir verk­fall

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sent skilaboð til hótelstarfsmanna og bílstjóra í félaginu, um að vera í viðbragðsstöðu til að hefja verkfallsaðgerðir að nýju á miðnætti í kvöld. 

Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu á vef Eflingar. Þar eru umræddir Eflingarliðar beðnir að fylgjast náið með skilaboðum frá félaginu næstu klukkutíma.

Verkföll þessara hópa hófust 7. og 15. febrúar, en síðastliðið fimmtudagskvöld var ákveðið að fresta aðgerðum til miðnættis í kvöld.

Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú í húsnæði ríkissáttasemjara, ásamt Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara. Hann tók við kjaradeilunni af Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara, sem sagði sig frá henni. 

Hvorki fulltrúar SA né Eflingar hafa tjáð sig við fjölmiðla síðustu daga, að ósk Ástráðs. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×