Segir raunverulegan möguleika á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 16. febrúar 2023 12:58 Jóhannes Þór segir stjórnvöld ekki geta setið lengi á hliðarlínunni. Vísir/Vilhelm Þúsundir ferðamanna sem sem von er á til landsins munu ekki geta nýtt sér þá gistingu sem þeir hafa keypt sér vegna verkfallsaðgerða á hótelum. Raunverulegur möguleiki á að opna þurfi fjöldahjálparstöðvar segir talsmaður ferðaþjónustunnar. Verkföllin hafa áhrif á allt samfélagið. Verkfall félagsmanna Eflingar á Íslands- og Fosshótelum hefur staðið yfir síðan 7. febrúar síðastliðin og hefur þegar haft mikil áhrif á starfsemina. Nú er svo komið að einhver hótelana munu ekki geta tekið við nýjum gestum og þurfa að vísa fólki frá. Jóhannes Þór skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þannig að núna er staðan þannig að frá og með deginum í dag þá munu sum af þessum hótelum hætta að taka á móti gestum eftir hádegi. Hætta að innrita nýja gesti. Það þýðir að þeir gestir verða þá að finna sér annan samastað. Þessi vandi mun aukast. Bæði á morgun og laugardaginn munu hluti af þessum hótelum væntanlega hætta að taka við nýjum gestum. Á sunnudaginn mun önnur hótelkeðjan sem er í verkfalli hætta að taka við gestum. Þá eru í raun öll hótelin hætt að geta tekið við nýjum gestum. Það þýðir það að það þarf að finna þeim annan samastað. Það er mjög erfitt því að þau hótel sem eru í verkföllum núna eru mjög stór hluti af gistiframboðinu á höfuðborgarsvæðinu.“ Vandinn sé raunverulegur og mikið af fólki verður fyrir raski. „Að okkar mati eftir að hafa legið yfir þessu alla vikuna í samtölum við bæði hótelin sem um ræðir, almannavarnir og fleiri þá teljum við alveg ljóst að þessi vandi sé mjög raunverulegur og þetta verða á milli, núna um helgina kannski, fyrst um fimm hundruð og upp í þúsund til tvö þúsund manns. Inn í næstu viku gætu þetta orðið þúsund til fjögur þúsund manns sem eru í þeim sporum að fá ekki þá gistingu sem þau bjuggust við.“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét hafa eftir sér í gær að jafnvel gæti þurft að opna fjöldahjálparstöðvar. „Ég myndi telja að það sé mjög raunverulegur möguleiki að þess verði þörf.“ Stjórnvöld verði að grípa inn í á einhverjum tímapunkti. „Ég ætla að orða það þannig að stjórnvöld geta ekki leyft sér að vera áhorfendur á þessu ástandi í langan tíma í viðbót.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar á Íslands- og Fosshótelum hefur staðið yfir síðan 7. febrúar síðastliðin og hefur þegar haft mikil áhrif á starfsemina. Nú er svo komið að einhver hótelana munu ekki geta tekið við nýjum gestum og þurfa að vísa fólki frá. Jóhannes Þór skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar hefur þungar áhyggjur af stöðunni. „Þannig að núna er staðan þannig að frá og með deginum í dag þá munu sum af þessum hótelum hætta að taka á móti gestum eftir hádegi. Hætta að innrita nýja gesti. Það þýðir að þeir gestir verða þá að finna sér annan samastað. Þessi vandi mun aukast. Bæði á morgun og laugardaginn munu hluti af þessum hótelum væntanlega hætta að taka við nýjum gestum. Á sunnudaginn mun önnur hótelkeðjan sem er í verkfalli hætta að taka við gestum. Þá eru í raun öll hótelin hætt að geta tekið við nýjum gestum. Það þýðir það að það þarf að finna þeim annan samastað. Það er mjög erfitt því að þau hótel sem eru í verkföllum núna eru mjög stór hluti af gistiframboðinu á höfuðborgarsvæðinu.“ Vandinn sé raunverulegur og mikið af fólki verður fyrir raski. „Að okkar mati eftir að hafa legið yfir þessu alla vikuna í samtölum við bæði hótelin sem um ræðir, almannavarnir og fleiri þá teljum við alveg ljóst að þessi vandi sé mjög raunverulegur og þetta verða á milli, núna um helgina kannski, fyrst um fimm hundruð og upp í þúsund til tvö þúsund manns. Inn í næstu viku gætu þetta orðið þúsund til fjögur þúsund manns sem eru í þeim sporum að fá ekki þá gistingu sem þau bjuggust við.“ Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins lét hafa eftir sér í gær að jafnvel gæti þurft að opna fjöldahjálparstöðvar. „Ég myndi telja að það sé mjög raunverulegur möguleiki að þess verði þörf.“ Stjórnvöld verði að grípa inn í á einhverjum tímapunkti. „Ég ætla að orða það þannig að stjórnvöld geta ekki leyft sér að vera áhorfendur á þessu ástandi í langan tíma í viðbót.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira