Þorsteinn Pálsson

Fréttamynd

Utanflokkaumræða

Alkunna er að síðustu viku lauk með því að framsóknarmenn kusu viðskipta- og iðnaðarráðherrann til flokksforystu. Hans fyrsta verk var að blása út af flokksfundarborðinu allar umræður um Evrópusambandið og evruna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hefur eitthvað breyst?

Að öllu virtu má segja að Framsóknarflokkurinn hafi valið að vísu lítt þekktan en trúverðugan og traustan formann án þess að svara spurningum kjósenda um það á hvaða vegferð flokkurinn er. Til hvers var Halldór Ásgrímsson að hætta á þessu sumri?

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýjar lausnir

Vel má vera að hugmyndir Viðskiptaráðsins um flatan undanþágu­snauðan fimmtán prósenta skatt gangi ef til vill ekki upp í einu og öllu. En tillögur af þessu tagi eru eigi að síður þess virði að þær séu virtar betur. Umræðan um efni skattskrárinnar gæti þannig orðið hvort tveggja í senn jákvæð og uppbyggileg ef hún mætti verða til að beina sjónum manna að nýjum lausnum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tveir snöggir blettir

Íslendingar hafa jafnan látið sig nokkru varða hvað útlendingar segja um land og þjóð. Sennilega er tilfinningin sú að við séum einhvers virði svo lengi sem aðrir hafa fyrir því að hafa álit á landinu eða því sem hér er gert.

Fastir pennar
Fréttamynd

Menningargróska í alþjóðlegri vídd

Ein af þeim stofnunum Háskóla Íslands sem gengið hafa í endurnýjun lífdaganna er stofnun í erlendum tungumálum sem fáir vissu um fyrir fimm árum. Nafn hennar hefur síðan verið tengt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrum forseta Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í leit að góðu gripi

Upp á síðkastið virðist heldur hafa hallað undan fæti. Í sveitarstjórnarkosningunum var Samfylkingin til að mynda nokkuð fjarri því að standa jafnfætis Sjálfstæðisflokknum. Hún varð eiginlega nokkurs konar pólitísk millistærð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Engin léttleið og ljúf

Segja má að stöðugleiki í þjóðarbúskapnum sé óumdeilt markmið. Fyrr á þessu ári ritaði aðalhagfræðingur Seðlabankans athyglisverða grein í þetta blað um stefnuna í peningamálum og stöðugleikann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Réttindi borgara og afbrotamanna

Skipulagi lögreglunnar í landinu hefur verið breytt í grundvallaratriðum. Lögregluumdæmum hefur verið fækkað. Að sama skapi ættu þau að verða öflugri og virkari í hvers kyns vörslu laga og réttar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skynsamlegar kerfisbreytingar

Mála sannast er að ástæða er til að fagna niðurstöðu í viðræðum ríkisstjórnarinnar við samtök eldri borgara. Hún felur í sér ákvarðanir og fyrirheit um lagabreytingar sem verulega munu bæta stöðu bótaþega almannatrygginganna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hverju eiga kjósendur að ráða?

Kosningaþátttaka hefur jafnan verið mjög góð á Íslandi. Eigi að síður örlar hér á þeirri þróun sem þekkt er í Evrópu og víðar að áhugi á að greiða atkvæði í kosningum dvínar. Sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem leið voru vísbending í þessa veru.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvar er innrásin?

Útrás hefur verið tískuhugtak um nokkurn tíma. Það á rætur í þeim athöfnum allmargra íslenskra fyrirtækja og ungra athafnamanna að hasla sér völl á erlendum vettvangi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jöfnuður og frelsi

Almenn pólitísk umræða um menntastefnu hefur verið af skornum skammti þó að hún sé mikilvægasta viðfangsefni hverrar ríkisstjórnar. Hér er fengið gott efni til umræðna. Mestu máli skiptir þó að þær leiði til rösklegra og skynsamlegra ákvarðana. Það er verk að vinna.

Fastir pennar
Fréttamynd

George Bush og forseti Íslands

Mála sannast er að embætti forseta Íslands dregst sjaldan inn á vettvang stjórnmálaumræðna. Formaður þingflokks VG, Ögmundur Jónasson, hefur nú gert smávægilega undantekningu þar frá á heimasíðu sinni. Tilefnið er koma George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til landsins í boði forseta Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Afturvirk stefnubreyting?

Nýr og traustvekjandi iðnaðarráðherra hefur með formlegum hætti greint frá því í ríkisstjórn að svokölluð stóriðjustefna sé ekki til. Reyndar segir ráðherrann að þrjú ár séu frá því hún gufaði upp. Einhverjum kann að þykja nýlunda að ríkisstjórn tilkynni þannig um stefnubreytingu með afturvirkum áhrifum. En einhvern tímann verður allt fyrst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trú, von og veruleiki

Sú var tíð í landinu að verðbólgan var eins konar skurðgoð. Trúin á mátt hennar og megin var vegvísir allra verka. Það var um flest ótraust leiðsögn. Engir þeirra sem ólust upp við efnahagsþref verðbólguáranna sakna þess tíma. Það sem meira er: Sú kynslóð sem nú vex úr grasi hefur sannarlega ekkert við það að gera að komast í kynni við vegvillur verðbólgutrúarbragðanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

... lítillætis lund kát ...

Orð Sigurbjörns Einarssonar biskups hafa nú í gegnum langa tíð verið þeim til fróðleiks, huggunar og uppvakningar sem iðka vilja, ekki síður en Hallgrímskver á sinni öld og fram á okkar daga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leyndardómur í almannaeigu

Meðan þau fyrirtæki sem hér eiga hlut að máli njóta þeirrar aðstöðu sem fylgir opinberum rekstri þurfa þau einnig að hlíta almennum reglum sem gilda um peninga skattborgaranna. Svo einfalt er það mál.

Fastir pennar
Fréttamynd

Erfiðar ákvarðanir létta róðurinn

Þessar vikurnar snýst tilvera heimsbyggðarinnar um fótbolta. Þar er spilað á tvö mörk. Á sama hátt hefur þjóðarbúskapur Íslendinga togast og teygst milli tveggja marka: Annað er í litum stöðugleikans en hitt í litum verðbólgunnar. Eftir nýgerða kjarasamninga vaknar sú spurning hvar þjóðarbúkapurinn stendur í toginu milli þessara tveggja stríðandi marka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á að segja varnarsamningnum upp?

Einn af þingmönnum Samfylkingarinnar beitti sér nýverið fyrir því að gerð var skoðanakönnun um afstöðu þjóðarinnar til uppsagnar varnarsamningsins. Niðurstöðurnar gefa að sönnu tilefni til ítarlegra umræðna um þetta mikilvæga viðfangsefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

St. Kitts og Nevis-eyja yfirlýsingin

Ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins stendur nú á Sankti Kitts og Nevis-eyjum. Fundurinn hefur samþykkt yfirlýsingu með eins atkvæðis meirihluta þar sem því er lýst yfir að ekki sé lengur þörf á allsherjar hvalveiðibanni. Þetta hafa þótt nokkur tíðindi. En kjarni málsins er hins vegar sá að samþykktin er með öllu gildislaus að þjóðarétti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Engir hveitibrauðsdagar

Að sönnu er skiljanlegt að menn vilji standa fast við gefin loforð. En stjórnarflokkarnir lofuðu líka stöðugleika. Farsælla er að hengja sig á það loforð. Við ríkjandi aðstæður væri tilraun til að efna hvort tveggja í einu að berja höfðinu við steininn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Haldið úr hlaði með baggana

Ekkert mál er nú mikilvægara en að koma böndum á verðbólguna. Í umferðinni í Reykjavík er taugaveiklun meira vandamál en skortur á malbiki og steinsteypu; án þess að lítið skuli gert úr mikilvægi góðra æða í umferðinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Annars konar ríkisstjórn

Eftir fordæmalausa hringiðu innan Framsóknarflokksins hefur ríkisstjórnarsamstarfið verið endurreist. Það byggir á sömu stefnuyfirlýsingu og áður. Hitt er eigi að síður deginum ljósara að það er um sumt annars eðlis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hávaxtabankar

Það eru fleiri bankar en Seðlabankinn sem geta skilað háum vöxtum. Selvogsbankinn getur einnig skilað háum raunvöxtum og það í raunverulegum verðmætum en ekki pappírspeningum. En kjarni málsins er þó sá að þeir einir njóta hárra vaxta sem spara. Hinir sem taka að láni verða að greiða þá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Formaður staðfestunnar kveður

Það eru mikil pólitísk tíðindi þegar Halldór Ásgrímsson tekur samtímis ákvörðun um að láta af embætti forsætisráðherra og hverfa úr hlutverki formanns Framsóknarflokksins. Engum getur dulist að sú ákvörðun tengist umbrotum í flokknum sjálfum. Stjórnarsamstarfið gaf í sjálfu sér ekki efni til slíkrar ákvörðunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrjátíu ára friður

Um leið og opnað verður fyrir útlendinga til þess að koma inn um bakdyrnar í fiskveiðilögsöguna falla burt öll rök um að sjávarútvegshagsmunir standi í vegi aðildar að Evrópusambandinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hæverskur góður karl og ný viðspyrna

Í Reykjavík mörkuðu nýafstaðnar kosningar þau þáttaskil að í fyrsta sinn í þrjá aldarfjórðunga voru kjósendur í óvissu að þessu leyti. Niðurstaðan var sú að í fysta sinn kom til þess að mynda þurfti meirihluta eftir kosningar, sem kjósendur höfðu ekki tekið ákvörðun um með skýrum hætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þverstæð úrslit

Í heild voru þetta sveitarstjórnarkosningar án skarpra veðraskila. En bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin þurfa að losa um þrengingar á taflborði stjórnmálanna fyrir komandi þingkosningar en að sönnu mismiklar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á liggjandanum

Í Reykjavík hafa aðstæður jafnan verið með þeim hætti að kjósendur hafa átt skýrt val um meirihluta. Það er hins vegar meir á reiki nú en áður. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa hins vegar bætt nokkuð úr skák með afdráttarlausum yfirlýsingum sem í raun réttri þýða að þeir hafa útilokað samstarf þessara flokka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað á að rannsaka?

Fyrirlestur Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á dögum kaldastríðsins hafa að vonum vakið nokkra athygli. Rannsókn er sameiginlegt viðbragðsorð flestra sem um málið fjalla. En hvað á að rannsaka?

Fastir pennar