Þrjátíu ára friður 2. júní 2006 00:01 Þrjátíu ára friður um íslensku fiskveiðilögsöguna markar tímamót sem vert er að minnast. Yfirráðin yfir fiskimiðunum voru sannarlega og með réttu hluti fullveldisbaráttunnar. Á þorskastríðin er gjarnan litið sem hátinda þeirrar baráttu. Þó að stundum hafi verið skiptar skoðanir um aðferðir voru kröfur Íslendinga bornar fram af einurð og lögvísi. Aðeins fjórum árum eftir stofnun lýðveldisins var með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins lögð sú lína sem síðan var fylgt. Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar í hafrétti og framúrskarandi vísindamenn á sviði fiskifræði lögðu til efnivið í sterka málefnalega röksemdafærslu. Framsýnum stjórnmálamönnum tókst á endanum að gera drauminn að veruleika. Átökin á miðunum milli litlu varðskipanna og bresku herskipanna eru flestum minnisstæð. Áhafnir varðskipanna voru sannkallaðar þjóðhetjur. En lokasigurinn vannst við samningaborðið í Osló. Sú stund líður engum úr minni sem að henni varð vitni. Á tímamótum sem þessum er líka ástæða til að meta hvernig til hefur tekist. Í flestu tilliti verður ekki annað sagt en árangurinn hafi verið góður. Í dag er horft til Íslendinga um vísindalega verndun fiskistofnanna. Aukheldur er litið hingað til þess að sjá hvernig markaðslausnir í sjávarútvegi skila hámarks efnahagslegum afrakstri. Hinu verður ekki neitað að í of langan tíma skorti á pólitíska ábyrgð varðandi verndun fiskistofnanna. Segja má að gripið hafi verið í taumana á síðustu stundu. Sumir þeirra stjórnmálamanna sem stóðu að útfærslu fiskveiðilögsögunnar höfðu mismunandi skilning á verndun eftir því hvort hagsmunirnir sneru að útlendingum eða kjósendum þeirra sjálfra. Í byrjun nutum við því réttindanna en sýndum ónóga ábyrgð. Ísland er hins vegar einstakt í hópi fiskveiðiþjóða fyrir þær sakir að skilningurinn á mikilvægi ábyrgrar fiskveiðistjórnunar hefur alla tíð verið meiri röðum forystumanna í atvinnugreininni en í röðum stjórnmálamanna. Í þeim efnum hafa flest hagsmunasamtök í sjávarútveginum sýnt meiri framsýni og ábyrgð en margur stjórnmálamaðurinn. Það er ekki síst fyrir þá sök að á Ísland er nú litið sem fyrirmyndarríki um ábyrga nýtingu auðlinda sjávar. Þegar samið var um aðild Íslands að innri markaði Evrópusambandsins var algjör pólitísk samstaða um að undanskilja útgerðina frá almennum opnum reglum um erlenda fjárfestingu. Rökin voru einföld. Það stóð ekki til að gefa eftir það sem áunnist hafði í baráttunni fyrir ráðunum yfir fiskimiðunum. Útlendingum átti ekki að hleypa bakdyramegin í íslenska auðlind. Nú, rúmum áratug síðar, er alvarlega rætt um að opna þessa heimild. Það er til marks um hversu hratt tímarnir breytast. Þó að slík breyting yrði ekki óumdeild myndu væntanlega fáir halda því fram nú að hún væri svik við hetjur þorskastríðanna. Hún er ótímabær af öðrum ástæðum. Þar vegur þyngst það sjónarmið að samkeppnisstaðan er ekki jöfn á helstu markaðssvæðunum í Evrópu. Þar njóta sjávarútvegsfyrirtækin enn ríkulegra styrkja í ýmsu formi. Þetta álitaefni er því fyrst og fremst spurning um tíma. Hitt er ljóst að um leið og opnað verður fyrir útlendinga til þess að koma inn um bakdyrnar í fiskveiðilögsöguna falla burt öll rök um að sjávarútvegshagsmunir standi í vegi aðildar að Evrópusambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þrjátíu ára friður um íslensku fiskveiðilögsöguna markar tímamót sem vert er að minnast. Yfirráðin yfir fiskimiðunum voru sannarlega og með réttu hluti fullveldisbaráttunnar. Á þorskastríðin er gjarnan litið sem hátinda þeirrar baráttu. Þó að stundum hafi verið skiptar skoðanir um aðferðir voru kröfur Íslendinga bornar fram af einurð og lögvísi. Aðeins fjórum árum eftir stofnun lýðveldisins var með lögunum um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins lögð sú lína sem síðan var fylgt. Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar í hafrétti og framúrskarandi vísindamenn á sviði fiskifræði lögðu til efnivið í sterka málefnalega röksemdafærslu. Framsýnum stjórnmálamönnum tókst á endanum að gera drauminn að veruleika. Átökin á miðunum milli litlu varðskipanna og bresku herskipanna eru flestum minnisstæð. Áhafnir varðskipanna voru sannkallaðar þjóðhetjur. En lokasigurinn vannst við samningaborðið í Osló. Sú stund líður engum úr minni sem að henni varð vitni. Á tímamótum sem þessum er líka ástæða til að meta hvernig til hefur tekist. Í flestu tilliti verður ekki annað sagt en árangurinn hafi verið góður. Í dag er horft til Íslendinga um vísindalega verndun fiskistofnanna. Aukheldur er litið hingað til þess að sjá hvernig markaðslausnir í sjávarútvegi skila hámarks efnahagslegum afrakstri. Hinu verður ekki neitað að í of langan tíma skorti á pólitíska ábyrgð varðandi verndun fiskistofnanna. Segja má að gripið hafi verið í taumana á síðustu stundu. Sumir þeirra stjórnmálamanna sem stóðu að útfærslu fiskveiðilögsögunnar höfðu mismunandi skilning á verndun eftir því hvort hagsmunirnir sneru að útlendingum eða kjósendum þeirra sjálfra. Í byrjun nutum við því réttindanna en sýndum ónóga ábyrgð. Ísland er hins vegar einstakt í hópi fiskveiðiþjóða fyrir þær sakir að skilningurinn á mikilvægi ábyrgrar fiskveiðistjórnunar hefur alla tíð verið meiri röðum forystumanna í atvinnugreininni en í röðum stjórnmálamanna. Í þeim efnum hafa flest hagsmunasamtök í sjávarútveginum sýnt meiri framsýni og ábyrgð en margur stjórnmálamaðurinn. Það er ekki síst fyrir þá sök að á Ísland er nú litið sem fyrirmyndarríki um ábyrga nýtingu auðlinda sjávar. Þegar samið var um aðild Íslands að innri markaði Evrópusambandsins var algjör pólitísk samstaða um að undanskilja útgerðina frá almennum opnum reglum um erlenda fjárfestingu. Rökin voru einföld. Það stóð ekki til að gefa eftir það sem áunnist hafði í baráttunni fyrir ráðunum yfir fiskimiðunum. Útlendingum átti ekki að hleypa bakdyramegin í íslenska auðlind. Nú, rúmum áratug síðar, er alvarlega rætt um að opna þessa heimild. Það er til marks um hversu hratt tímarnir breytast. Þó að slík breyting yrði ekki óumdeild myndu væntanlega fáir halda því fram nú að hún væri svik við hetjur þorskastríðanna. Hún er ótímabær af öðrum ástæðum. Þar vegur þyngst það sjónarmið að samkeppnisstaðan er ekki jöfn á helstu markaðssvæðunum í Evrópu. Þar njóta sjávarútvegsfyrirtækin enn ríkulegra styrkja í ýmsu formi. Þetta álitaefni er því fyrst og fremst spurning um tíma. Hitt er ljóst að um leið og opnað verður fyrir útlendinga til þess að koma inn um bakdyrnar í fiskveiðilögsöguna falla burt öll rök um að sjávarútvegshagsmunir standi í vegi aðildar að Evrópusambandinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun