... lítillætis lund kát ... 30. júní 2006 00:01 Orð Sigurbjörns Einarssonar biskups hafa nú í gegnum langa tíð verið þeim til fróðleiks, huggunar og uppvakningar sem iðka vilja, ekki síður en Hallgrímskver á sinni öld og fram á okkar daga. Á þann veg háttar til að á þessum degi fyllir Sigurbjörn Einarsson biskup hálfan tíunda tuginn. Það er gott æviskeið. Hitt skiptir þó öllu meira máli að starf hans hefur verið þjóðinni auðnubót. Einmitt þess vegna hæfir vel að vinir hans skuli á þessum tímamótum hafa gengist fyrir nýrri útgáfu á predikunar- og ræðusöfnum hans frá fyrri árum. Það er að sönnu þarft verk, en þó umfram allt annað sá sómi sem best á við. Sú auðnubót sem Sigurbjörn biskup hefur gert samferðamönnum sínum og íslenskri siðmenningu felst í orðum hans, skrifuðum jafnt sem töluðum, í bundnu máli rétt eins og óbundnu. Ræður hans eru því vel þegnar á prenti og tilefnið vissulega vert umtals. Það er ósmátt hlutskipti þegar sagt er um einn mann að hann hafi öðrum fremur verið leiðtogi heillar þjóðar í andlegum efnum um sína daga. Slík staða er ekki sjálfvirk afleiðsla hárrar tignar. Hún getur aðeins verið ávöxtur eigin ágætis. Að vísu er það ekki svo að Sigurbjörn biskup hafi alltaf og um alla hluti sem hann hefur tekið sér fyrir hendur verið óumdeildur eða að hann hafi aldrei dregist inn í deilur. En þegar á heildina er litið falla slík smáatriði í skuggann af laufskrúði stórra verka. Fáir menn að jöfnum áhrifum hafa sömu lítillætis lund og Sigurbjörn biskup. Í því ljósi er ef til vill ótilhlýðilegt og ekki tímabært að jafna honum við þá sem hæst rísa í andlegum efnum eins og séra Hallgrím og meistara Vídalín. Þegar til þessara nafna er litið er vissulega nokkur vík á milli í tíma og rúmi. En eigi að síður fer ekki hjá því að margir hljóta að upplifa Sigurbjörn biskup eins og samferðamann þeirra í skarpri andlegri leiðsögn. Andleg áhrif eiga jafnan rætur í eiginleikum. Það má með réttu segja um Sigurbjörn biskup eins og áður hefur verið sagt um Vídalín að þeim áhrifum valdi dæmalaus ratvísi í völundarhúsi mannlegs hjarta. Nú um stundir heyrast stöku sinnum raddir um stjórnskipulegan aðskilnað ríkis og kirkju. Það er ákvörðun sem þjóðin tekur sjálf samkvæmt stjórnskipunarlögum. En þegar horft er til biskupsins Sigurbjörns er flestum ugglaust þannig farið að þeir sjá trauðla hvernig skilja megi á milli orða hans og þjóðarinnar. Það myndi horfa við eins og hver annar siðmenningarlegur niðurskurður. Hér má grípa til kunnrar samlíkingar. Boginn sér og strengurinn sér eru ónýtir til varnar. Gæti ekki verið að afls yrði vant ef þjóðin stæði sér og kirkjan sér? Á þessum degi er gott að fagna með kátri lítillætis lund sem sannarlega hefur markað þau spor í samtímann að í þau gæti verið ófokið þegar ný framtíð verður veruleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Orð Sigurbjörns Einarssonar biskups hafa nú í gegnum langa tíð verið þeim til fróðleiks, huggunar og uppvakningar sem iðka vilja, ekki síður en Hallgrímskver á sinni öld og fram á okkar daga. Á þann veg háttar til að á þessum degi fyllir Sigurbjörn Einarsson biskup hálfan tíunda tuginn. Það er gott æviskeið. Hitt skiptir þó öllu meira máli að starf hans hefur verið þjóðinni auðnubót. Einmitt þess vegna hæfir vel að vinir hans skuli á þessum tímamótum hafa gengist fyrir nýrri útgáfu á predikunar- og ræðusöfnum hans frá fyrri árum. Það er að sönnu þarft verk, en þó umfram allt annað sá sómi sem best á við. Sú auðnubót sem Sigurbjörn biskup hefur gert samferðamönnum sínum og íslenskri siðmenningu felst í orðum hans, skrifuðum jafnt sem töluðum, í bundnu máli rétt eins og óbundnu. Ræður hans eru því vel þegnar á prenti og tilefnið vissulega vert umtals. Það er ósmátt hlutskipti þegar sagt er um einn mann að hann hafi öðrum fremur verið leiðtogi heillar þjóðar í andlegum efnum um sína daga. Slík staða er ekki sjálfvirk afleiðsla hárrar tignar. Hún getur aðeins verið ávöxtur eigin ágætis. Að vísu er það ekki svo að Sigurbjörn biskup hafi alltaf og um alla hluti sem hann hefur tekið sér fyrir hendur verið óumdeildur eða að hann hafi aldrei dregist inn í deilur. En þegar á heildina er litið falla slík smáatriði í skuggann af laufskrúði stórra verka. Fáir menn að jöfnum áhrifum hafa sömu lítillætis lund og Sigurbjörn biskup. Í því ljósi er ef til vill ótilhlýðilegt og ekki tímabært að jafna honum við þá sem hæst rísa í andlegum efnum eins og séra Hallgrím og meistara Vídalín. Þegar til þessara nafna er litið er vissulega nokkur vík á milli í tíma og rúmi. En eigi að síður fer ekki hjá því að margir hljóta að upplifa Sigurbjörn biskup eins og samferðamann þeirra í skarpri andlegri leiðsögn. Andleg áhrif eiga jafnan rætur í eiginleikum. Það má með réttu segja um Sigurbjörn biskup eins og áður hefur verið sagt um Vídalín að þeim áhrifum valdi dæmalaus ratvísi í völundarhúsi mannlegs hjarta. Nú um stundir heyrast stöku sinnum raddir um stjórnskipulegan aðskilnað ríkis og kirkju. Það er ákvörðun sem þjóðin tekur sjálf samkvæmt stjórnskipunarlögum. En þegar horft er til biskupsins Sigurbjörns er flestum ugglaust þannig farið að þeir sjá trauðla hvernig skilja megi á milli orða hans og þjóðarinnar. Það myndi horfa við eins og hver annar siðmenningarlegur niðurskurður. Hér má grípa til kunnrar samlíkingar. Boginn sér og strengurinn sér eru ónýtir til varnar. Gæti ekki verið að afls yrði vant ef þjóðin stæði sér og kirkjan sér? Á þessum degi er gott að fagna með kátri lítillætis lund sem sannarlega hefur markað þau spor í samtímann að í þau gæti verið ófokið þegar ný framtíð verður veruleiki.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun