Tveir snöggir blettir 12. ágúst 2006 00:01 Íslendingar hafa jafnan látið sig nokkru varða hvað útlendingar segja um land og þjóð. Sennilega er tilfinningin sú að við séum einhvers virði svo lengi sem aðrir hafa fyrir því að hafa álit á landinu eða því sem hér er gert. Gagnrýni utan að er að öllu jöfnu holl þó að ástæðulaust sé að gleypa allt hrátt þó að það komi frá útlöndum. Að sama skapi má ekki loka augunum fyrir athugasemdum sem þannig eru til komnar. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur langa reynslu af skýrslugerð um þjóðarbúskap Íslands eins og annarra aðildarríkja. Að baki þeim er allgóð þekking á innviðum íslenskrar þjóðfélagsgerðar. Í nýrri skýrslu OECD sem birt var í vikunni er vikið að tveimur snöggum blettum. Annar snýr að verðmyndun á raforku. Hinn lýtur að árangri í skólastarfi. Báðar þessar athugasemdir eru gildar og kalla á viðbrögð. Orkufyrirtækin eru öll í eigu skattborgaranna. Í því ljósi er það allrar athygli vert að alþjóðastofnun eins og OECD skuli taka það sérstaklega fram að hún geti ekki metið þjóðhagslega hagkvæmni orkusölu þeirra til stóriðju vegna skorts á gegnsæi. Ef orkufyrirtækin væru einkarekin eru mestar líkur til að ýmsir teldu þetta vera hneyksli. En með því að fyrirtækin eru í eigu skattborgaranna flokkast þessi athugasemd að réttu lagi fremur undir háðung. Hér skiptir mestu máli að verðmeta með sérstökum og opnum hætti réttinn til orkunýtingar. Það myndi auðvelda hagkvæmnimatið og að öllum líkindum draga úr árekstrum milli virkjanaákefðar og náttúruverndarhollustu. Þriggja ára gömul raforkulög byggja á gamalli hugmyndafræði. Hér þarf nýja hugsun. Iðnaðarráðherra þarf að svara því kalli. Hann hefur reynt létta leið í því efni. Hún var hins vegar of einföld og dugar ekki. Virkjanir hafa vissulega mikla efnahagslega þýðingu. En menntunarfjárfestingin ræður á hinn bóginn mestu um efnahag framtíðarinnar. Að því virtu er ærin ástæða til að leggja við hlustir þegar OECD bendir á tvær mjög svo athyglisverðar staðreyndir á því sviði: Í fyrsta lagi að við verjum meiri fjármunum en flestar aðrar þjóðir til menntamála. Og í annan stað að árangur skólastarfsins er þrátt fyrir það rétt í meðallagi. Menntamálaráðherra svarar því til að auknum fjármunum hafi verið varið til skólastarfsins á allra síðustu árum. Árangurinn eigi því eftir að skila sér. Ekki skal dregið í efa að sitthvað er til í þeirri röksemdafærslu. En þessar athugasemdir OECD gætu líka gefið tilefni til annars konar viðbragða. Þannig gæti menntamálaráðherra notað þessa skýru framsetningu erlendra skoðunarmanna til þess að gera ákveðnar kröfur til skólanna og stjórnenda þeirra. Þeim mætti til að mynda setja ákveðin og jafnvel tímasett mörk um aukinn árangur. Hér þarf einnig að huga að kennaramenntuninni sjálfri, eins og rektor Kennaraháskólans hefur nýlega vakið athygli á. Auk heldur er hald í þessum athugasemdum til þess að knýja á um skjóta framkvæmd á nýjum og ferskum hugmyndum um grundvallarbreytingar á framhaldsskólanum sem ráðherrann hefur sjálfur átt frumkvæði að. Það er einfaldlega réttmætt að spyrja: Hvenær skilar fjárfestingin sér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Íslendingar hafa jafnan látið sig nokkru varða hvað útlendingar segja um land og þjóð. Sennilega er tilfinningin sú að við séum einhvers virði svo lengi sem aðrir hafa fyrir því að hafa álit á landinu eða því sem hér er gert. Gagnrýni utan að er að öllu jöfnu holl þó að ástæðulaust sé að gleypa allt hrátt þó að það komi frá útlöndum. Að sama skapi má ekki loka augunum fyrir athugasemdum sem þannig eru til komnar. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur langa reynslu af skýrslugerð um þjóðarbúskap Íslands eins og annarra aðildarríkja. Að baki þeim er allgóð þekking á innviðum íslenskrar þjóðfélagsgerðar. Í nýrri skýrslu OECD sem birt var í vikunni er vikið að tveimur snöggum blettum. Annar snýr að verðmyndun á raforku. Hinn lýtur að árangri í skólastarfi. Báðar þessar athugasemdir eru gildar og kalla á viðbrögð. Orkufyrirtækin eru öll í eigu skattborgaranna. Í því ljósi er það allrar athygli vert að alþjóðastofnun eins og OECD skuli taka það sérstaklega fram að hún geti ekki metið þjóðhagslega hagkvæmni orkusölu þeirra til stóriðju vegna skorts á gegnsæi. Ef orkufyrirtækin væru einkarekin eru mestar líkur til að ýmsir teldu þetta vera hneyksli. En með því að fyrirtækin eru í eigu skattborgaranna flokkast þessi athugasemd að réttu lagi fremur undir háðung. Hér skiptir mestu máli að verðmeta með sérstökum og opnum hætti réttinn til orkunýtingar. Það myndi auðvelda hagkvæmnimatið og að öllum líkindum draga úr árekstrum milli virkjanaákefðar og náttúruverndarhollustu. Þriggja ára gömul raforkulög byggja á gamalli hugmyndafræði. Hér þarf nýja hugsun. Iðnaðarráðherra þarf að svara því kalli. Hann hefur reynt létta leið í því efni. Hún var hins vegar of einföld og dugar ekki. Virkjanir hafa vissulega mikla efnahagslega þýðingu. En menntunarfjárfestingin ræður á hinn bóginn mestu um efnahag framtíðarinnar. Að því virtu er ærin ástæða til að leggja við hlustir þegar OECD bendir á tvær mjög svo athyglisverðar staðreyndir á því sviði: Í fyrsta lagi að við verjum meiri fjármunum en flestar aðrar þjóðir til menntamála. Og í annan stað að árangur skólastarfsins er þrátt fyrir það rétt í meðallagi. Menntamálaráðherra svarar því til að auknum fjármunum hafi verið varið til skólastarfsins á allra síðustu árum. Árangurinn eigi því eftir að skila sér. Ekki skal dregið í efa að sitthvað er til í þeirri röksemdafærslu. En þessar athugasemdir OECD gætu líka gefið tilefni til annars konar viðbragða. Þannig gæti menntamálaráðherra notað þessa skýru framsetningu erlendra skoðunarmanna til þess að gera ákveðnar kröfur til skólanna og stjórnenda þeirra. Þeim mætti til að mynda setja ákveðin og jafnvel tímasett mörk um aukinn árangur. Hér þarf einnig að huga að kennaramenntuninni sjálfri, eins og rektor Kennaraháskólans hefur nýlega vakið athygli á. Auk heldur er hald í þessum athugasemdum til þess að knýja á um skjóta framkvæmd á nýjum og ferskum hugmyndum um grundvallarbreytingar á framhaldsskólanum sem ráðherrann hefur sjálfur átt frumkvæði að. Það er einfaldlega réttmætt að spyrja: Hvenær skilar fjárfestingin sér?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun