Á liggjandanum 27. maí 2006 00:01 Kjördagur er rétt eins og liggjandinn stilla milli aðfalls og útfalls eða kyrrðarstund milli kosningabaráttu og þess veruleika sem felst í niðurstöðum kosninganna. Mikilvægt er að kjósendur hafi tækifæri á kjördag til þess að taka upplýsta ákvörðun. Í skoðanakönnun þessa blaðs hefur komið fram að kjósendur í Reykjavík telja sig hafa fengið fullngjandi upplýsingar í kosningabaráttunni. Ekki er ástæða til að ætla að annað sé upp á tengingnum í öðrum sveitarfélögum að þessu leyti. Í aðdraganda kosninga er það skylda frambjóðenda að gera upp við liðna tíð og boða nýjan tíma. Kjósendur geta að vísu tekið ákvörðun á hvaða forsendum sem vera skal. En hvernig svo sem því víkur við þarf málefnaumræðan að vera nægjanlega skýr til þess að geta verið grundvöllur ákvarðanatöku fyrir allan almenning. Það er því í þessu ljósi góðs viti að kjósendur skuli svara því til að þeir hafi fengið nauðsynlegt viðbit. Stjórnmálaflokkarnir geta að því leyti verið sáttir við kosningastarfið. Aukheldur sýnast fjölmiðlarnir hafa staðið við sitt með því að koma skilaboðum áleiðis og vera vettvangur umræðu. Mynstur íslenskra stjórnmála er á þann hátt óskýrt að kjósendur hafa sjaldnast möguleika á að draga einn aðila til ábyrgðar fyrir liðna tíð og veita honum eða öðrum meirihlutaumboð fyrir komandi tíð. Oftast nær eru smaningar um meirihluta eitthvað sem forystumenn flokka véla um sín á milli eftir kosningar. Ýmislegt bendir til að kjósendur kalli í vaxandi mæli eftir skýrari kostum að þessu leyti og þar af leiðandi meiri völdum sér til handa á kostnað forystumanna flokka. Þar um eru tvenns konar kennimerki: Annars vegar hafa sterkir bæjarstjórar í nokkrum bæjarfélögum myndað slíka stöðu og þannig opanað möguleika fyir kjósendur á skýrari kostum. Hins vegar háttar sums staðar svo til að einstakir flokkar hafa reynt að búa vígstöðu af því tagi til með sameiginlegum framboðum. Þar sem þessar aðstæður eru fyrir hendi verður ábyrgð stjórnmálamanna gleggri og kjósendur hafa meiri áhrif á hverjir endanlega bera bagga valdanna. Um margt er þetta til styrktar lýðræðinu. Í sveitarstjórnarkosningum geta aðstæður vitaskuld verið æði ólíkar frá einum stað til annars. Alhæfingar eiga því ekki endilega við. Í Reykjavík hafa aðstæður jafnan verið með þeim hætti að kjósendur hafa átt skýrt val um meirihluta. Það er hins vegar meir á reiki nú en áður. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa hins vegar bætt nokkuð úr skák með afdráttarlausum yfirlýsingum sem í raun réttri þýða að þeir hafa útilokað samstarf þessara flokka. í ljósi skoðanakannana merkir þetta að í meginatriðum eru tveir kostir í boði í höfuðborginni: Annars vegar gæti Sjálfstæðisflokkurinn hugsanlega náð hreinum meirihluta eða farið fyrir meirihlutasamstarfi núverandi minnihlutaflokka ellegar, með minni líkum, ríkisstjórnarflokkanna. Hins vegar gæti Samfylkingin hugsanlega endurreist útvíkkaðan Reykjavíkurlista eða jafnvel myndað meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna. Aðalatriðið er að menn standi við þær yfirlýsingar sem skapað hafa þessa kosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Kjördagur er rétt eins og liggjandinn stilla milli aðfalls og útfalls eða kyrrðarstund milli kosningabaráttu og þess veruleika sem felst í niðurstöðum kosninganna. Mikilvægt er að kjósendur hafi tækifæri á kjördag til þess að taka upplýsta ákvörðun. Í skoðanakönnun þessa blaðs hefur komið fram að kjósendur í Reykjavík telja sig hafa fengið fullngjandi upplýsingar í kosningabaráttunni. Ekki er ástæða til að ætla að annað sé upp á tengingnum í öðrum sveitarfélögum að þessu leyti. Í aðdraganda kosninga er það skylda frambjóðenda að gera upp við liðna tíð og boða nýjan tíma. Kjósendur geta að vísu tekið ákvörðun á hvaða forsendum sem vera skal. En hvernig svo sem því víkur við þarf málefnaumræðan að vera nægjanlega skýr til þess að geta verið grundvöllur ákvarðanatöku fyrir allan almenning. Það er því í þessu ljósi góðs viti að kjósendur skuli svara því til að þeir hafi fengið nauðsynlegt viðbit. Stjórnmálaflokkarnir geta að því leyti verið sáttir við kosningastarfið. Aukheldur sýnast fjölmiðlarnir hafa staðið við sitt með því að koma skilaboðum áleiðis og vera vettvangur umræðu. Mynstur íslenskra stjórnmála er á þann hátt óskýrt að kjósendur hafa sjaldnast möguleika á að draga einn aðila til ábyrgðar fyrir liðna tíð og veita honum eða öðrum meirihlutaumboð fyrir komandi tíð. Oftast nær eru smaningar um meirihluta eitthvað sem forystumenn flokka véla um sín á milli eftir kosningar. Ýmislegt bendir til að kjósendur kalli í vaxandi mæli eftir skýrari kostum að þessu leyti og þar af leiðandi meiri völdum sér til handa á kostnað forystumanna flokka. Þar um eru tvenns konar kennimerki: Annars vegar hafa sterkir bæjarstjórar í nokkrum bæjarfélögum myndað slíka stöðu og þannig opanað möguleika fyir kjósendur á skýrari kostum. Hins vegar háttar sums staðar svo til að einstakir flokkar hafa reynt að búa vígstöðu af því tagi til með sameiginlegum framboðum. Þar sem þessar aðstæður eru fyrir hendi verður ábyrgð stjórnmálamanna gleggri og kjósendur hafa meiri áhrif á hverjir endanlega bera bagga valdanna. Um margt er þetta til styrktar lýðræðinu. Í sveitarstjórnarkosningum geta aðstæður vitaskuld verið æði ólíkar frá einum stað til annars. Alhæfingar eiga því ekki endilega við. Í Reykjavík hafa aðstæður jafnan verið með þeim hætti að kjósendur hafa átt skýrt val um meirihluta. Það er hins vegar meir á reiki nú en áður. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa hins vegar bætt nokkuð úr skák með afdráttarlausum yfirlýsingum sem í raun réttri þýða að þeir hafa útilokað samstarf þessara flokka. í ljósi skoðanakannana merkir þetta að í meginatriðum eru tveir kostir í boði í höfuðborginni: Annars vegar gæti Sjálfstæðisflokkurinn hugsanlega náð hreinum meirihluta eða farið fyrir meirihlutasamstarfi núverandi minnihlutaflokka ellegar, með minni líkum, ríkisstjórnarflokkanna. Hins vegar gæti Samfylkingin hugsanlega endurreist útvíkkaðan Reykjavíkurlista eða jafnvel myndað meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna. Aðalatriðið er að menn standi við þær yfirlýsingar sem skapað hafa þessa kosti.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun