George Bush og forseti Íslands 8. júlí 2006 00:01 Mála sannast er að embætti forseta Íslands dregst sjaldan inn á vettvang stjórnmálaumræðna. Formaður þingflokks VG, Ögmundur Jónasson, hefur nú gert smávægilega undantekningu þar frá á heimasíðu sinni. Tilefnið er koma George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til landsins í boði forseta Íslands. Boð forseta Íslands er sérstaklega til þess að þakka Bush fyrir framlag hans til verndar laxastofnum í höfunum með einkaréttarlegum aðferðum til uppkaupa á veiðirétti. Það er áhrifarík og ábyrg aðferð við nýtingu auðlinda sjávar með því að veiðirétturinn er viðurkenndur sem andlag í viðskiptum. Þingflokksformaðurinn gagnrýnir forseta Íslands hins vegar fyrir heimboðið með skírskotun í forstjórastarf Bush hjá CIA og enn fremur til „blóðugrar ofbeldisfullrar heimsvaldastefnu" sem hann telur forsetann fyrrverandi tákngerving fyrir. Þetta eru efnislega sömu andmælin og Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, beindi í útifundarræðu gegn komu Bush hingað í boði stjórnvalda árið 1983. Með engu móti er unnt að fallast á röksemdafærslu þingflokksformannsins. Þvert á móti geta íslensk stjórnvöld haft gildar ástæður til að sýna Bandaríkjunum sóma með því að bjóða hingað fyrrverandi forseta hvort heldur það er vegna náinnar samvinnu í utanríkis- og varnarmálum eða frjálsra viðskipta með veiðiréttindi á laxi. Hitt er kórrétt hjá þingflokksformanninum að heimboðið er að sjálfsögðu í nafni íslensku þjóðarinnar og „því eðlilegt að um málið sé fjallað í slíku samhengi" eins og hann segir. En þá þarf að gæta að stjórnskipulegri stöðu forsetaembættisins. Samkvæmt réttum stjórnskipunarlögum ber utanríkisráðherra ábyrgð á öllum embættisathöfnum forseta Íslands sem fela í sér að bjóða hingað erlendum gestum í nafni þjóðarinnar. Þingflokksformaðurinn á því að beina gagnrýni sinni um þessa tilteknu heimsókn að utanríkisráðherra en ekki forsetanum sjálfum. Eðlilega geta verið skiptar skoðanir um heimboð af þessu tagi. Það er ekki síst skiljanlegt í ljósi þess að stjórnvöld eru sérstaklega með henni að þakka framlag til aðferða við veiðistjórnun sem hafa verið umdeildar hér á landi. Þingflokksformaður VG er því í fullum rétti þegar hann lætur skoðanir sínar í ljós á þessari heimsókn. Það sem meira er: Hann á sjálfsagðan rétt til að krefja utanríkisráðherra svara á Alþingi telji hann ástæðu til að kalla eftir skýringum á þessari táknrænu framkvæmd utanríkisstefnunnar. Afar mikilvægt er að virða stjórnskipunarreglurnar um ábyrgð ráðherra á embættisathöfnum forseta Íslands. Með því eina móti er unnt að halda embættinu utan og ofan við stjórnmálaátök. Sú staða forsetaembættisins má hins vegar ekki hindra stjórnmálamenn í pólitískri umræðu um táknræn pólitísk efni sem forsetaembættið óhjákvæmilega tengist. Fyrir þá sök eiga stjórnmálamenn, þegar þannig háttar til, að beina spjótum sínum að viðkomandi ráðherra. Í þessu máli á forseti Íslands þakkir skildar fyrir að láta ekki fyrri pólitíska afstöðu sína gagnvart Bush og aðferðir við fiskveiðistjórnun trufla eðlilega embættisathöfn í nafni þjóðarinnar. Þetta er vert að virða því forsetinn hefur stjórnskipulega stöðu til að synja um aðild embættisins að slíkum athöfnum þó að jákvæð framkvæmd þeirra sé á ábyrgð ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Mála sannast er að embætti forseta Íslands dregst sjaldan inn á vettvang stjórnmálaumræðna. Formaður þingflokks VG, Ögmundur Jónasson, hefur nú gert smávægilega undantekningu þar frá á heimasíðu sinni. Tilefnið er koma George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til landsins í boði forseta Íslands. Boð forseta Íslands er sérstaklega til þess að þakka Bush fyrir framlag hans til verndar laxastofnum í höfunum með einkaréttarlegum aðferðum til uppkaupa á veiðirétti. Það er áhrifarík og ábyrg aðferð við nýtingu auðlinda sjávar með því að veiðirétturinn er viðurkenndur sem andlag í viðskiptum. Þingflokksformaðurinn gagnrýnir forseta Íslands hins vegar fyrir heimboðið með skírskotun í forstjórastarf Bush hjá CIA og enn fremur til „blóðugrar ofbeldisfullrar heimsvaldastefnu" sem hann telur forsetann fyrrverandi tákngerving fyrir. Þetta eru efnislega sömu andmælin og Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, beindi í útifundarræðu gegn komu Bush hingað í boði stjórnvalda árið 1983. Með engu móti er unnt að fallast á röksemdafærslu þingflokksformannsins. Þvert á móti geta íslensk stjórnvöld haft gildar ástæður til að sýna Bandaríkjunum sóma með því að bjóða hingað fyrrverandi forseta hvort heldur það er vegna náinnar samvinnu í utanríkis- og varnarmálum eða frjálsra viðskipta með veiðiréttindi á laxi. Hitt er kórrétt hjá þingflokksformanninum að heimboðið er að sjálfsögðu í nafni íslensku þjóðarinnar og „því eðlilegt að um málið sé fjallað í slíku samhengi" eins og hann segir. En þá þarf að gæta að stjórnskipulegri stöðu forsetaembættisins. Samkvæmt réttum stjórnskipunarlögum ber utanríkisráðherra ábyrgð á öllum embættisathöfnum forseta Íslands sem fela í sér að bjóða hingað erlendum gestum í nafni þjóðarinnar. Þingflokksformaðurinn á því að beina gagnrýni sinni um þessa tilteknu heimsókn að utanríkisráðherra en ekki forsetanum sjálfum. Eðlilega geta verið skiptar skoðanir um heimboð af þessu tagi. Það er ekki síst skiljanlegt í ljósi þess að stjórnvöld eru sérstaklega með henni að þakka framlag til aðferða við veiðistjórnun sem hafa verið umdeildar hér á landi. Þingflokksformaður VG er því í fullum rétti þegar hann lætur skoðanir sínar í ljós á þessari heimsókn. Það sem meira er: Hann á sjálfsagðan rétt til að krefja utanríkisráðherra svara á Alþingi telji hann ástæðu til að kalla eftir skýringum á þessari táknrænu framkvæmd utanríkisstefnunnar. Afar mikilvægt er að virða stjórnskipunarreglurnar um ábyrgð ráðherra á embættisathöfnum forseta Íslands. Með því eina móti er unnt að halda embættinu utan og ofan við stjórnmálaátök. Sú staða forsetaembættisins má hins vegar ekki hindra stjórnmálamenn í pólitískri umræðu um táknræn pólitísk efni sem forsetaembættið óhjákvæmilega tengist. Fyrir þá sök eiga stjórnmálamenn, þegar þannig háttar til, að beina spjótum sínum að viðkomandi ráðherra. Í þessu máli á forseti Íslands þakkir skildar fyrir að láta ekki fyrri pólitíska afstöðu sína gagnvart Bush og aðferðir við fiskveiðistjórnun trufla eðlilega embættisathöfn í nafni þjóðarinnar. Þetta er vert að virða því forsetinn hefur stjórnskipulega stöðu til að synja um aðild embættisins að slíkum athöfnum þó að jákvæð framkvæmd þeirra sé á ábyrgð ráðherra.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun