Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Umfjöllun: Lúxem­­­borg - Ís­land 3-1 | Martröð í Lúxemborg

Íslenska karlalandsliðið mátti þola ósigur á útivelli gegn Lúxemborg í kvöld. Liðið var slappt bæði andlega og líkamlega. Ísland lenti snemma undir og komst aldrei í takt við eitt eða neitt og úr varð martraðakenndur leikur sem fellur í gleymskunnar dá sem fyrst því það er leikur á mánudag. Lúxemborg vann 3-1 og hefði getað unnið stærra. Það er mikið að hugsa um fyrir Åge Hareide þessa dagana.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð: Ég býst við því að gera betur í svona færum

Alfreð Finnbogason leiddi sóknarlínu Íslands í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Lúxemborg 3-1 á útivelli í undankeppni EM 2024. Hann var að sjálfsögðu svekktur með ýmsa hluti í leiknum og þá sérstaklega það að leikmenn Íslands hafi ekki verið skarpir í báðum teigum leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Væri gaman að setja afmælisþrennu gegn Lúxemborg

„Þetta er mjög mikilvægur leikur, við megum ekki tapa og þurfum að sækja þrjú stig ef við ætlum að taka þátt í þessum riðli, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði íslenska landsliðsins en liðið mætir Lúxemborg ytra í kvöld og það í undankeppni EM.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætlum að sýna þeim hversu góðir í fótbolta við erum“

„Við erum búnir að eiga flotta æfingaviku í Þýskalandi og núna æft einu sinni hér í Lúxemborg. Á þessum tíma höfum við náð að fara yfir fullt af hlutum, góðum hlutum sem við gerðum í síðasta glugga og svo hlutir sem við þurfum að gera á móti Lúxemborg,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði Íslands fyrir leikinn gegn Lúxemborg sem fer fram ytra klukkan 18:45 í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Orra minna sig á eina af skærustu stjörnum Dana á sínum tíma

Orri Óskars­son, fram­herji danska úr­vals­deildar­fé­lagsins FC Kaup­manna­höfn, er ný­liði í lands­liðs­hópi ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta sem á fyrir höndum leiki gegn Lúxem­borg og Bosníu & Herzegovinu í undan­keppni EM 2024. Age Hareide, lands­liðs­þjálfari Ís­lands hefur miklar mætur á fram­herjanum unga.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var fundur Hareides

Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi Åges Hareide þar sem hann fór yfir valið á landsliðshópi Íslands fyrir næstu leiki þess í undankeppni EM 2024. 

Fótbolti