Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Ísraelskir blaða­menn þjörmuðu að Åge

Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var fundur KSÍ fyrir EM-umspilið

Åge Hareide landsliðsþjálfari og fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Búdapest, daginn fyrir leik Íslands við Ísrael í umspilinu um sæti á EM í fótbolta. Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísraelar segja Ís­land vera að drukkna í krísu

Á ísraelska vef­miðlinum One má finna ítar­legan greinar­stúf sem ber nafnið Ís­land í sí­dýpkandi krísu. Þar eru mála­vendingar ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu undan­farin ár rekin en á morgun munu Ísrael og Ís­land mætast í undan­úr­slitum um­spils um sæti á EM 2024.

Fótbolti
Fréttamynd

„KSÍ stendur að sjálf­sögðu með þol­endum“

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir stöðuna sem uppi er vegna máls Alberts Guðmundssonar vera langt í frá ákjósanlega. Stjórn sambandsins hafi viljað eyða óvissu í komandi verkefni með ákvörðun sinni þess efnis að Albert klári komandi leiki í umspili um sæti á EM.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvít­þvottur á fót­bolta­vellinum – leikur Ís­lands við Ísrael í undan­keppni EM 2024

Fimmtudaginn nk. 21. mars leikur íslenska karlalandsliðið í fótbolta við karlalandslið Ísraels í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í skugga árása Ísraels á Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher myrt að minnsta kosti 31 þúsund manns á Gaza og sært 73 þúsund og hundruð þúsunda íbúa svæðisins standa frammi fyrir manngerðri hungursneyð af völdum umsáturs Ísraelshers.

Skoðun
Fréttamynd

Kveðst skít­sama um skoðun Hareide

Alon Hazan, landsliðsþjálfari Ísraels, segir það misskilning margra að íslenska landsliðið sé á niðurleið. Það sé ekki rétt. Hann kveðst láta skoðanir Åge Hareide landsliðsþjálfara Íslands, varðandi stríðið á Gasa, sem vind um eyru þjóta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Yrðu von­brigði fyrir Ís­land og Albert“

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í endurkomu Alberts Guðmundssonar á blaðamannafundi í dag, fyrir umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í næstu viku, sem og möguleikann á að taka þurfi hann úr hópnum ef niðurfellingin á hans máli verði kært.

Fótbolti
Fréttamynd

Åge á­nægður með að Gylfi sé ó­á­nægður

Lands­liðs­hópur ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta fyrir um­spilsleikinn mikil­væga gegn Ísrael í næstu viku var opin­beraður í dag. Þar var, eins og hafði áður verið stað­fest, ekki að finna nafn Gylfa Þórs Sigurðs­sonar sem hefur sjálfur lýst yfir von­brigðum sínum með á­kvörðun lands­liðs­þjálfarans Åge Hareide. Norð­maðurinn sat fyrir svörum á fjar­fundi með blaða­mönnum í dag og var spurður út í á­kvörðun sína að velja Gylfa Þór ekki að þessu sinni í lands­liðið.

Fótbolti