„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2024 18:45 Jóhann Berg ræddi við Val Pál Eiríksson á Wembley í dag. skjáskot / stöð 2 sport „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. „Við erum að byrja eitthvað nýtt núna. Auðvitað gríðarlegt svekkelsi sem var á móti Úkraínu. Nú þarf bara að byggja upp og ofan á það að við erum að fara inn í Þjóðadeildina, það byrjar bara hér á morgun. Auðvitað vitum við að þetta verður erfiður leikur en bara gaman og við eigum að njóta þess að spila við svona flottar aðstæður.“ Landsliðið kom saman í byrjun vikunnar og hefur æft hjá QPR. Þeir leika svo við England á morgun áður en haldið verður til Niðurlanda og leikið annan vináttuleik gegn hollenska landsliðinu á De Kuip leikvanginum í Feyenoord næsta mánudag. Uppselt er á leikinn á morgun. „Komum saman á mánudag og erum búnir að eiga flottar æfingar á Queens Park Rangers æfingasvæðinu. Komum hingað [á Wembley] núna og svo bara full ferð á morgun og hafa gaman að þessu. Ekkert skemmtilegra en að spila fyrir fullan völl og sérstaklega ef það er á Wembley.“ Mun aldrei gleyma tapinu gegn Úkraínu Þetta verða einu leikir landsliðsins í sumar eftir að hafa misst af sæti á Evrópumótinu með svekkjandi 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Jóhann hefur ekki enn jafnað sig eftir tapið. „Gríðarlega svekkjandi og ég mun aldrei jafna mig á þessum úrslitum en verð að læra að lifa með þeim. Við vorum nálægt þessu og spiluðum góðan leik, tvö mistök sem klúðruðu þessu. Maður er búinn að horfa á þetta ansi oft og svekkja sig yfir þessu en þetta er búið.“ Enska landsliðið heldur svo á Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi. Búist er við auðveldum sigri á morgun gegn Íslandi, stemningssigri til að þjappa hópinn saman fyrir ferðina, en íslenska liðið ætlar sér ekki að leggjast og leyfa þeim að valta yfir sig. „Þetta er þeirra síðasti leikur fyrir EM og við viljum gefa þeim alvöru leik. Sýna að við séum á einhverri vegferð, það sé einhver stígandi í þessu liði og að menn séu að taka ábyrgð á sínum verkefnum. Við viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt í þessu.“ Klippa: Jóhann Berg eftir æfingu á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35 Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
„Við erum að byrja eitthvað nýtt núna. Auðvitað gríðarlegt svekkelsi sem var á móti Úkraínu. Nú þarf bara að byggja upp og ofan á það að við erum að fara inn í Þjóðadeildina, það byrjar bara hér á morgun. Auðvitað vitum við að þetta verður erfiður leikur en bara gaman og við eigum að njóta þess að spila við svona flottar aðstæður.“ Landsliðið kom saman í byrjun vikunnar og hefur æft hjá QPR. Þeir leika svo við England á morgun áður en haldið verður til Niðurlanda og leikið annan vináttuleik gegn hollenska landsliðinu á De Kuip leikvanginum í Feyenoord næsta mánudag. Uppselt er á leikinn á morgun. „Komum saman á mánudag og erum búnir að eiga flottar æfingar á Queens Park Rangers æfingasvæðinu. Komum hingað [á Wembley] núna og svo bara full ferð á morgun og hafa gaman að þessu. Ekkert skemmtilegra en að spila fyrir fullan völl og sérstaklega ef það er á Wembley.“ Mun aldrei gleyma tapinu gegn Úkraínu Þetta verða einu leikir landsliðsins í sumar eftir að hafa misst af sæti á Evrópumótinu með svekkjandi 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Jóhann hefur ekki enn jafnað sig eftir tapið. „Gríðarlega svekkjandi og ég mun aldrei jafna mig á þessum úrslitum en verð að læra að lifa með þeim. Við vorum nálægt þessu og spiluðum góðan leik, tvö mistök sem klúðruðu þessu. Maður er búinn að horfa á þetta ansi oft og svekkja sig yfir þessu en þetta er búið.“ Enska landsliðið heldur svo á Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi. Búist er við auðveldum sigri á morgun gegn Íslandi, stemningssigri til að þjappa hópinn saman fyrir ferðina, en íslenska liðið ætlar sér ekki að leggjast og leyfa þeim að valta yfir sig. „Þetta er þeirra síðasti leikur fyrir EM og við viljum gefa þeim alvöru leik. Sýna að við séum á einhverri vegferð, það sé einhver stígandi í þessu liði og að menn séu að taka ábyrgð á sínum verkefnum. Við viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt í þessu.“ Klippa: Jóhann Berg eftir æfingu á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 á morgun. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35 Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31
Meiðslalisti íslenska landsliðsins lengist enn frekar Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur neyðst til þess að gera frekari breytingar á landsliðshópnum fyrir komandi leiki Íslands gegn Englandi og Hollandi. Tveir leikmenn til viðbótar við þá Orra Óskarsson og Willum Þór Willumsson hafa bæst við meiðslalistann. 5. júní 2024 16:35