Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttamynd

Sakar Loga um ó­dýra hræðslu­pólitík

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra óttast að stríðið dragist á langinn

Forsætisráðherra segir að að þjóðin eigi að halda áfram að fylgjast með fréttum af stríðinu í Úkraínu, þó það reyni mikið á og geti verið erfitt, ekki síst fyrir börn og ungmenni. Hún óttast að stríðið eigi eftir að dragast á langinn.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að koma upp flótta­leiðum en segja á­rásir Rússa linnu­lausar

Sautjándi dagur innrásar Rússa í Úkraínu hófst með látum í morgun þar sem loftvarnasírenur ómuðu í flestum borgum Úkraínu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag en yfirvöld segja árásir Rússa gera þeim erfitt fyrir og stofna lífi flóttamanna í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Leigj­enda­sam­tökin lýsa yfir neyðar­á­standi á leigu­markaðnum

Leigjendasamtökin lýsa yfir neyðarástandi á leigumarkaðnum, ennfremur hvetja samtökin stjórnvöld til að setja neyðarlög fyrir húsaleigumarkaðinn. Mikilvægt er að það verði gert til að verja stríđshrjáð flóttafólk, leigjendur og þá sem þurfa að búa sér heimili á leigumarkaði fyrir óheftu okri og fyrirsjáanlegum hækkunum á húsaleigu verði ekkert að gert.

Skoðun
Fréttamynd

Úkraínskum borgar­stjóra rænt

Skrifstofa forseta Úkraínu segir Ivan Fedoro, borgarstjóra Melítópól í suðurhluta Úkraínu, hafa verið rænt af útsendurum innrásarliðs Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Troð­fullt vöru­hús af varningi á leið til Úkraínu

Félag Úkraínumanna á Íslandi stendur nú fyrir söfnun fatnaðar og annarra nauðsynja sem senda á út til þeirra svæða í Úkraínu sem verst hafa orðið úti vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Með hjálp ýmissa aðila hefur tekist að troðfylla heilt vöruhús af varningi.

Innlent
Fréttamynd

Opnum stríðs­hrjáðu flótta­fólki hlýjan faðm

Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og þeim fjölgar enn dag frá degi. Þess er vænst að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu á næstu vikum. Sumir dveljast hér tímabundið en aðrir setjast að lengur og snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð.

Skoðun
Fréttamynd

Banka­reikningum Chelsea lokað tíma­bundið

Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám

Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjóð í öfgum

Mikil tækifæri eru í vinnslu og sölu orku til Evrópu og jafnvel mætti færa fyrir því rök að á okkur Íslendingum hvíli siðferðisleg skylda sem aðildarland NATÓ að leggja okkar að mörkum til að efla öryggi í álfunni með þeim hætti. Ísland hefur einkum lagt landfræðilega stöðu sína af mörkum til bandalagsins en ástæða er til að velta því upp hvort að framlag Íslands til NATÓ geti einnig tengst orkuöryggi.

Umræðan
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að slitið verði á tengslin við vina­borgina Moskvu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Telja Úkraínumenn geta haldið aftur af Rússum við Kænugarð

Þó þeir hafi sótt lítillega fram í dag er sókn Rússa að Kænugarði talin vera strand, ef svo má að orði komast. Hugveitan Institute for the Study of War segir auknar líkur á því að Úkraínumenn geti varist sókn Rússa að höfuðborginni, áður en þeim tekst að umkringja hana.

Erlent
Fréttamynd

„Við erum að fara lengra og lengra út af brautinni“

Utanríkisráðherra segist ekki bjartsýnn á að niðurstaða fáist í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Stríðið sýni skýrt að hægt sé að brjóta niður þau kerfi og réttindi, sem byggð hafa verið upp áratugum saman, á svipstundu. 

Innlent