Gera ráð fyrir að á fjórða hundruð sæki um vernd það sem eftir lifir mars Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. mars 2022 13:55 Um tveir þriðju af þeim sem sótt hafa um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum. Vísir/Egill Alls hafa 143 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd frá því að innrás Rússa hófst fyrir rúmri viku en 34 komu til landsins í gær. Ríkislögreglustjóri áætlar að allt að 381 muni sækja um vernd hér á landi það sem eftir lifir mars, eða að meðaltali átján manns á dag. Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra kemur fram að meirihluti þeirra sem sótt hefur um vernd hér á landi séu konur og börn, eða rúmlega hundrað. Tveir þriðju þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum en Útlendingastofnun hefur komið öðrum til aðstoðar. Umsækjendum fjölgar um tæplega 40 frá því að síðasta skýrsla var birt á miðvikudag, þar af sóttu 34 um vernd í gær. Frá fyrsta mars til og með tíunda mars hafa 127 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd. Tæplega helmingur þeirra sem koma eru með tengsl við Úkraínu og koma með beinu flugi frá Varsjá og Búdapest. Að því er kemur fram í skýrslunni hefur Wiz Air gefið hundrað þúsund flugmiða til flóttamanna sem eru að flýja stríðsátökin og kostar það aðeins sjötíu evrur fyrir flóttamenn að ferðast með félaginu til Íslands. Gera ráð fyrir að fimm milljónir verði á flótta Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þegar þurft að flýja Úkraínu vegna átakanna og er gert ráð fyrir að þeim muni fjölga töluvert. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja en áður hafði stofnunin gert ráð fyrir að fjórar milljónir yrðu á flótta. Europol hefur varað við því að auknar líkur séu á mansali vegna stríðsátakanna en stofnunin vísaði til þess í gær að flóttamenn frá Úkraínu séu af ýmsum ástæðum í aukinni hættu aðp verða þolenduur mansals. Þá eru upplýsingar um að brotahópar nýti sér aðstæðurnartil mansals, meðal annars með að setja fólk í hóp flóttamanna frá Úkraínu. Flestir þeirra sem hafa flúið eru komnir til Póllands og eru með úkraínskt ríkisfang en rússneskir ríkisborgarar eru sömuleiðis í auknum mæli að flýja Rússland af ótta við að herlög verði sett á og er töluvert um það að Rússar far með ólögmætum hætti yfir landamærin til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra kemur fram að meirihluti þeirra sem sótt hefur um vernd hér á landi séu konur og börn, eða rúmlega hundrað. Tveir þriðju þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum en Útlendingastofnun hefur komið öðrum til aðstoðar. Umsækjendum fjölgar um tæplega 40 frá því að síðasta skýrsla var birt á miðvikudag, þar af sóttu 34 um vernd í gær. Frá fyrsta mars til og með tíunda mars hafa 127 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd. Tæplega helmingur þeirra sem koma eru með tengsl við Úkraínu og koma með beinu flugi frá Varsjá og Búdapest. Að því er kemur fram í skýrslunni hefur Wiz Air gefið hundrað þúsund flugmiða til flóttamanna sem eru að flýja stríðsátökin og kostar það aðeins sjötíu evrur fyrir flóttamenn að ferðast með félaginu til Íslands. Gera ráð fyrir að fimm milljónir verði á flótta Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þegar þurft að flýja Úkraínu vegna átakanna og er gert ráð fyrir að þeim muni fjölga töluvert. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja en áður hafði stofnunin gert ráð fyrir að fjórar milljónir yrðu á flótta. Europol hefur varað við því að auknar líkur séu á mansali vegna stríðsátakanna en stofnunin vísaði til þess í gær að flóttamenn frá Úkraínu séu af ýmsum ástæðum í aukinni hættu aðp verða þolenduur mansals. Þá eru upplýsingar um að brotahópar nýti sér aðstæðurnartil mansals, meðal annars með að setja fólk í hóp flóttamanna frá Úkraínu. Flestir þeirra sem hafa flúið eru komnir til Póllands og eru með úkraínskt ríkisfang en rússneskir ríkisborgarar eru sömuleiðis í auknum mæli að flýja Rússland af ótta við að herlög verði sett á og er töluvert um það að Rússar far með ólögmætum hætti yfir landamærin til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32
Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01