Innrás Rússa í Úkraínu Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. Innlent 3.6.2022 11:16 Vaktin: „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur,“ segir Selenskí á 100. degi stríðsins Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti í morgun myndskeið sem er tekið á nákvæmlega sama stað og annað myndskeið var tekið fyrir 99 dögum, degi eftir að innrás Rússa hófst. Þá lét forsetinn þau fleygu orð falla að hann þyrfti ekki brottflutning frá Kænugarði, heldur vopn. Í myndskeiðinu frá því í dag sagði forsetinn „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur. Dýrð sé Úkraínu!“. Erlent 3.6.2022 07:37 Alvarlegir gallar á rússneska hernum Rússneski herinn er ekki uppbyggður fyrir þau verkefni sem hann átti að leysa af hólmi í Úkraínu. Frá upphafi stríðsins hefur herinn átt í basli og frammistaða hans verið langt undir væntingunum, ef svo má að orði komast. Erlent 2.6.2022 19:32 Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur Umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið hófst á Alþingi í gær. Yfirgnæfandi stuðningur var við málið á þinginu, þvert á flokka. Innlent 2.6.2022 10:23 Vaktin: Fórna landsvæði fyrir tíma Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir að Rússar stjórni um fimmtungi Úkraínu. Hart er barist víða um landið en langmest í austurhluta þess. Erlent 2.6.2022 06:33 Danir greiða atkvæði um þátttöku í evrópsku varnarsamstarfi Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna. Erlent 1.6.2022 11:19 Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. Erlent 1.6.2022 07:30 Tárvotur Zinchenko lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta Úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko brast í grát á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Skotlandi í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í kvöld. Hann lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta. Fótbolti 1.6.2022 07:01 Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. Erlent 1.6.2022 06:56 Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. Viðskipti erlent 31.5.2022 13:19 ESB leitar leiða til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins reyna í dag að finna leiðir til að koma rúmlega tuttugu milljón tonnum af korni frá Úkraínu sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt yrðu út. Í gær náðist samkomulag um að Evrópusambandsríkin drægju úr innflutningi á olíu frá Rússlandi um 90 prósent fyrir áramót. Erlent 31.5.2022 13:11 Vaktin: Rússar að endurtaka fyrri mistök Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi. Erlent 31.5.2022 06:39 Líður eins og hún hafi svikið fjölskyldu sína með því að flýja Úkraínu Úkraínsk kona sem kom hingað til lands á miðvikudag á flótta frá heimalandi sínu segist óttast það að heimsbyggðin missi áhugann á stríðinu í Úkraínu. Þá líður henni eins og hún hafi svikið fjölskyldu sína með því að flýja stríðið. Innlent 30.5.2022 20:56 Verðlaunagripurinn seldur og ágóðinn notaður til að kaupa þrjá dróna Hljómsveitin Kalush Orchestra, sem sigraði í Eurovision fyrir hönd Úkraínu, er sögð hafa selt verðlaunagripinn fyrir 116 milljónir króna. Fénu verður varið til kaupa á þremur drónum fyrir úkraínska herinn. Erlent 30.5.2022 07:43 Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig. Erlent 30.5.2022 06:47 Útlendingastofnun vísar frásögn flóttakonu frá Úkraínu á bug Útlendingastofnun hafnar frásögn úkraínskrar konu sem flúði hingað til lands vegna innrásar Rússa og hefur gagnrýnt móttöku stjórnvalda. Innlent 29.5.2022 15:28 Vaktin: Þvertekur fyrir orðróm um að Pútín sé veikur Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að aðstæður í Donbas væru „ólýsanlega erfiðar“ og þakkaði úkraínskum hermönnum sem reyni áfram að verjast harðari árásum Rússa. Erlent 29.5.2022 08:11 Hundrað tonn af sælgæti á mánuði frá Helga í Góu Helgi Vilhjálmsson í Góu er ekki að baki dottinn þó hann sé orðinn áttræður því hann framleiðir hundrað tonn af sælgæti á hverjum mánuði og hefur varla undan að framleiða ofan í landsmenn. Þá hefur hann byrgt lagerinn sinn upp vegna ástandsins í heiminum. Innlent 28.5.2022 16:30 Roman þakkar fyrir sig: „Heiður að vera hluti af þessu félagi“ „Það eru næstum þrír mánuðir síðan ég tilkynnti áform mín um að selja Chelsea,“ segir í upphafi tilkynningar Roman Abramovich á vefsíðu Chelsea. Auðjöfurinn er að kveðja þar sem loks er búið að finna nýja eigendur. Enski boltinn 28.5.2022 13:31 Vaktin: Hópfjármögnuðu kaup á dróna fyrir Úkraínumenn Héraðsstjóri Luhanskhéraðs í Donbas sagði í gærkvöldi að Rússar myndu ekki ná stjórn á héraðinu á næstu dögum líkt og spáð hefur verið. Hins vegar gætu Úkraínumenn þurft að horfa frá borgunum Sievierodonets og Lysychansk. Rússum gengur vel í herferð sinni í Donbas-héruðunum. Erlent 28.5.2022 07:36 Segja Rússa vera að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum Næg sönnunargögn liggja fyrir til að draga þá ályktun að Rússar séu að fremja þjóðarmorð í Úkraínu, segja þrjátíu lögspekingar og sérfræðingar í þjóðarmorðum. Erlent 27.5.2022 12:54 Vaktin: Segir Rússa hafa komist hjá flestum þvingunaraðgerðum Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda langdræg vopn til Úkraínu en segjast á sama tíma óttast stigmögnun átaka og hafa átt samtöl við Úkraínumenn um hættuna af því að gera árásir á skotmörk langt inni í Rússlandi. Erlent 27.5.2022 06:41 Líklegt að Bandaríkin verði við heitustu vopnaósk Úkraínumanna Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta er talin mjög líkleg til að verða við óskum úkraínskra yfirvalda um að senda háþróuð langdræg eldflaugakerfi til Úkraínu. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn rætt við úkraínska kollega sína um hvaða hættur fylgi því að gera árásir á rússnesk landsvæði. Erlent 26.5.2022 23:31 Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. Innlent 26.5.2022 22:01 Flóttamönnum gengið misvel að finna leiguhúsnæði Misjafnlega hefur gengið hjá flóttamönnum frá Úkraínu að finna leiguhúsnæði en hópi fólks var gert að yfirgefa Hótel Sögu í vikunni til að rýma fyrir komu annarra. Aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna segir fólkið fá aðstoð við leitina en staðan á leigumarkaði sé slæm. Verið er að finna fleiri lausnir til að bregðast við auknum fjölda. Innlent 26.5.2022 16:01 Vaktin: Lavrov sendir viðvörun vegna vopnasendinga vestrænna ríkja Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. Erlent 26.5.2022 07:47 Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn. Erlent 25.5.2022 07:18 Vaktin: Ungverjaland lýsir yfir neyðarástandi Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Eyðileggingin í Úkraínu er gífurleg og þúsundir hafa fallið, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Þá hafa rússneskir hermenn verið sakaðir um fjölmörg ódæði og stríðsglæpi. Erlent 24.5.2022 06:39 Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. Innlent 23.5.2022 23:31 Hörður Björgvin um stríðið í Úkraínu: Leiðinlegt mál sem ég get ekki tjáð mig neitt um Hörður Björgvin hefur verið í röðum CSKA síðan 2018 en er samningslaus í dag. Hann ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka Stöðvar 2. Ræddi hann meðal annars um tíma sinn hjá CSKA og tímann eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Fótbolti 23.5.2022 19:31 « ‹ 52 53 54 55 56 57 58 59 60 … 86 ›
Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins. Innlent 3.6.2022 11:16
Vaktin: „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur,“ segir Selenskí á 100. degi stríðsins Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti í morgun myndskeið sem er tekið á nákvæmlega sama stað og annað myndskeið var tekið fyrir 99 dögum, degi eftir að innrás Rússa hófst. Þá lét forsetinn þau fleygu orð falla að hann þyrfti ekki brottflutning frá Kænugarði, heldur vopn. Í myndskeiðinu frá því í dag sagði forsetinn „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur. Dýrð sé Úkraínu!“. Erlent 3.6.2022 07:37
Alvarlegir gallar á rússneska hernum Rússneski herinn er ekki uppbyggður fyrir þau verkefni sem hann átti að leysa af hólmi í Úkraínu. Frá upphafi stríðsins hefur herinn átt í basli og frammistaða hans verið langt undir væntingunum, ef svo má að orði komast. Erlent 2.6.2022 19:32
Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur Umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið hófst á Alþingi í gær. Yfirgnæfandi stuðningur var við málið á þinginu, þvert á flokka. Innlent 2.6.2022 10:23
Vaktin: Fórna landsvæði fyrir tíma Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti segir að Rússar stjórni um fimmtungi Úkraínu. Hart er barist víða um landið en langmest í austurhluta þess. Erlent 2.6.2022 06:33
Danir greiða atkvæði um þátttöku í evrópsku varnarsamstarfi Danir greiða í dag atkvæði um það hvort að ríkið eigi að taka fullan þátt í varnarsamstarfi Evrópusambandsríkja. Ellefu af fjórtán flokkum á danska þinginu eru fylgjandi því að Danmörk hefji þátttöku í samstarfinu af fullum þunga. Sömuleiðis benda skoðanakannanir til þess að almenningur sé nú fylgjandi þátttöku, en talið er að kjörsókn muni ráða miklu um niðurstöðuna. Erlent 1.6.2022 11:19
Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. Erlent 1.6.2022 07:30
Tárvotur Zinchenko lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta Úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko brast í grát á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Skotlandi í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í kvöld. Hann lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta. Fótbolti 1.6.2022 07:01
Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. Erlent 1.6.2022 06:56
Olíuverð tekur kipp eftir innflutningsbann ESB Tunnan af olíu hækkaði um þrjú prósent og kostar nú nærri því 120 dollara eftir að Evrópusambandríki náðu samkomulagi um að banna innflutning á nær allri olíu frá Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. Olíuverð hefur þegar hækkað um sextíu prósent á þessu ári. Viðskipti erlent 31.5.2022 13:19
ESB leitar leiða til að koma milljónum tonna af korni frá Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins reyna í dag að finna leiðir til að koma rúmlega tuttugu milljón tonnum af korni frá Úkraínu sem Rússar hafa komið í veg fyrir að flutt yrðu út. Í gær náðist samkomulag um að Evrópusambandsríkin drægju úr innflutningi á olíu frá Rússlandi um 90 prósent fyrir áramót. Erlent 31.5.2022 13:11
Vaktin: Rússar að endurtaka fyrri mistök Hersveitir Rússa stjórna orðið um sjötíu prósentum af borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Harðir bardagar geysa í borginni og ríkisstjóri Luhansk segir að sigur Rússa þar gæti reynst þeim mikilvægur táknrænn sigur, þó að hernám Severodonetsk þjóni ekki miklum taktískum tilgangi. Erlent 31.5.2022 06:39
Líður eins og hún hafi svikið fjölskyldu sína með því að flýja Úkraínu Úkraínsk kona sem kom hingað til lands á miðvikudag á flótta frá heimalandi sínu segist óttast það að heimsbyggðin missi áhugann á stríðinu í Úkraínu. Þá líður henni eins og hún hafi svikið fjölskyldu sína með því að flýja stríðið. Innlent 30.5.2022 20:56
Verðlaunagripurinn seldur og ágóðinn notaður til að kaupa þrjá dróna Hljómsveitin Kalush Orchestra, sem sigraði í Eurovision fyrir hönd Úkraínu, er sögð hafa selt verðlaunagripinn fyrir 116 milljónir króna. Fénu verður varið til kaupa á þremur drónum fyrir úkraínska herinn. Erlent 30.5.2022 07:43
Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig. Erlent 30.5.2022 06:47
Útlendingastofnun vísar frásögn flóttakonu frá Úkraínu á bug Útlendingastofnun hafnar frásögn úkraínskrar konu sem flúði hingað til lands vegna innrásar Rússa og hefur gagnrýnt móttöku stjórnvalda. Innlent 29.5.2022 15:28
Vaktin: Þvertekur fyrir orðróm um að Pútín sé veikur Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að aðstæður í Donbas væru „ólýsanlega erfiðar“ og þakkaði úkraínskum hermönnum sem reyni áfram að verjast harðari árásum Rússa. Erlent 29.5.2022 08:11
Hundrað tonn af sælgæti á mánuði frá Helga í Góu Helgi Vilhjálmsson í Góu er ekki að baki dottinn þó hann sé orðinn áttræður því hann framleiðir hundrað tonn af sælgæti á hverjum mánuði og hefur varla undan að framleiða ofan í landsmenn. Þá hefur hann byrgt lagerinn sinn upp vegna ástandsins í heiminum. Innlent 28.5.2022 16:30
Roman þakkar fyrir sig: „Heiður að vera hluti af þessu félagi“ „Það eru næstum þrír mánuðir síðan ég tilkynnti áform mín um að selja Chelsea,“ segir í upphafi tilkynningar Roman Abramovich á vefsíðu Chelsea. Auðjöfurinn er að kveðja þar sem loks er búið að finna nýja eigendur. Enski boltinn 28.5.2022 13:31
Vaktin: Hópfjármögnuðu kaup á dróna fyrir Úkraínumenn Héraðsstjóri Luhanskhéraðs í Donbas sagði í gærkvöldi að Rússar myndu ekki ná stjórn á héraðinu á næstu dögum líkt og spáð hefur verið. Hins vegar gætu Úkraínumenn þurft að horfa frá borgunum Sievierodonets og Lysychansk. Rússum gengur vel í herferð sinni í Donbas-héruðunum. Erlent 28.5.2022 07:36
Segja Rússa vera að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum Næg sönnunargögn liggja fyrir til að draga þá ályktun að Rússar séu að fremja þjóðarmorð í Úkraínu, segja þrjátíu lögspekingar og sérfræðingar í þjóðarmorðum. Erlent 27.5.2022 12:54
Vaktin: Segir Rússa hafa komist hjá flestum þvingunaraðgerðum Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda langdræg vopn til Úkraínu en segjast á sama tíma óttast stigmögnun átaka og hafa átt samtöl við Úkraínumenn um hættuna af því að gera árásir á skotmörk langt inni í Rússlandi. Erlent 27.5.2022 06:41
Líklegt að Bandaríkin verði við heitustu vopnaósk Úkraínumanna Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta er talin mjög líkleg til að verða við óskum úkraínskra yfirvalda um að senda háþróuð langdræg eldflaugakerfi til Úkraínu. Á sama tíma hafa bandarískir embættismenn rætt við úkraínska kollega sína um hvaða hættur fylgi því að gera árásir á rússnesk landsvæði. Erlent 26.5.2022 23:31
Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. Innlent 26.5.2022 22:01
Flóttamönnum gengið misvel að finna leiguhúsnæði Misjafnlega hefur gengið hjá flóttamönnum frá Úkraínu að finna leiguhúsnæði en hópi fólks var gert að yfirgefa Hótel Sögu í vikunni til að rýma fyrir komu annarra. Aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna segir fólkið fá aðstoð við leitina en staðan á leigumarkaði sé slæm. Verið er að finna fleiri lausnir til að bregðast við auknum fjölda. Innlent 26.5.2022 16:01
Vaktin: Lavrov sendir viðvörun vegna vopnasendinga vestrænna ríkja Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. Erlent 26.5.2022 07:47
Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn. Erlent 25.5.2022 07:18
Vaktin: Ungverjaland lýsir yfir neyðarástandi Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Eyðileggingin í Úkraínu er gífurleg og þúsundir hafa fallið, bæði hermenn og óbreyttir borgarar. Þá hafa rússneskir hermenn verið sakaðir um fjölmörg ódæði og stríðsglæpi. Erlent 24.5.2022 06:39
Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. Innlent 23.5.2022 23:31
Hörður Björgvin um stríðið í Úkraínu: Leiðinlegt mál sem ég get ekki tjáð mig neitt um Hörður Björgvin hefur verið í röðum CSKA síðan 2018 en er samningslaus í dag. Hann ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka Stöðvar 2. Ræddi hann meðal annars um tíma sinn hjá CSKA og tímann eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Fótbolti 23.5.2022 19:31