Erlent

Segja Rússa vera að fremja þjóðarmorð á Úkraínumönnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögreglumenn virða fyrir sér lík konu sem var skotin þegar hún freistaði þess að reyna að komast frá Bucha.
Lögreglumenn virða fyrir sér lík konu sem var skotin þegar hún freistaði þess að reyna að komast frá Bucha. epa/Roman Pilipey

Næg sönnunargögn liggja fyrir til að draga þá ályktun að Rússar séu að fremja þjóðarmorð í Úkraínu, segja þrjátíu lögspekingar og sérfræðingar í þjóðarmorðum.

Í skýrslu hópsins segir að stjórnvöld í Rússlandi séu að brjóta gegn nokkrum ákvæðum Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorðum og að æðstu leiðtogar landsins hafi í raun hvatt til þjóðarmorðs.

Fræðimennirnir taka sem dæmi fjöldamorð á almennum borgurum, brottflutningur fólks úr landi gegn vilja þess og orðanotkun embættismanna, þar sem lítíð er gert úr mennsku Úkraínumanna. 

Úkraínumönnum hafi verið lýst sem skepnum, óæðri manneskjum og skít. Þá hafi ráðamenn, meðal annarra Vladimir Pútín Rússlandsforseti, afneitað tilvistarrétti Úkraínu og Úkraínumanna.

Í skýrslunni segir að sönnunargögn liggi fyrir um hroðaverk Rússa; aftökur, nauðganir, árásir á almenna borgara og íbúðabyggðir, þjófnað á matvælum og fleira. Um sé að ræða eyðileggingu sem jafnast á við þjóðarmorð. 

Fræðimennirnir segja allar 150 þjóðirnar sem hafa undirritað Sáttmálann um þjóðarmorð bera skyldu til að grípa til aðgerða til að stöðva Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×