Tárvotur Zinchenko lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júní 2022 07:01 Oleksandr Zinchenko gat ekki haldið aftur af tilfinningum sínum á blaðamannafundi fyrir leik Úkraínu gegn Skotlandi. Mark Runnacles/Getty Images Úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko brast í grát á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Skotlandi í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í kvöld. Hann lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta. Leikur Úkraínu og Skota fer fram í kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram í lok mars, en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta verður fyrsti leikur úkraínska landsliðsins síðan innrásin hófst, en sigurlið kvöldsins mætir Wales í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Katar næstkomandi sunnudag. „Allir Úkraínumenn vilja bara einn hlut - að stöðva þetta stríð,“ sagði Zinchenko á blaðamannafundi í gær. „Ég er búinn að tala við fólk frá mismunandi löndum og ég er búinn að tala við nokkra úkraínska krakka sem bara skilja ekki hvað er í gangi í Úkraínu. Þau vilja bara að stríðið hætti. Þau eiga sér einn draum og það er að stöðva stríðið.“ Leikmaðurinn sagði einnig að liðsmenn úkraínska landsliðsins ættu sér annan draum. Að komast á HM fyrir þjóð sína. „Þegar kemur að fótbolta þá á liðið sér sinn eigin draum. Við viljum fara á HM. Við viljum gefa úkraínsku þjóðinni þá mögnuðu tilfinningu af því að þau eiga það svo sannarlega skilið á þessari stundu.“ Oleksandr Zinchenko couldn’t hold back the tears while discussing Russia’s invasion during Ukraine’s press conference 💛💙 pic.twitter.com/4MOfAvZjj8— B/R Football (@brfootball) May 31, 2022 Zinchenko hefur ekki farið í felur með tilfinningar sínar eftir að stríðið hófst og þegar hann svaraði spurningum frá úkraínskum blaðamanni á fundinum í gær brotnaði hann niður. Hann þakkaði einnig skoska liðinu fyrir móttökurnar og kallaði eftir samstöðu. „Ég vil líka segja að það eru fullt af þjóðum sem kannski skilja ekki að í dag er það Úkraína, en á morgun gætu það verið þið. Þess vegna þurfum við að sýna samstöðu og sigrast á ofríkinu.“ „Ég er viss um að öll úkraínska þjóðin mun fylgjast með okkur. Við finnum fyrir stuðningnum. Við getum talað eins mikið og við viljum, en við þurfum að sanna okkur á vellinum. Við munum reyna að færa þjóðinni okkar gleði og stolt,“ sagði klökkur Zinchenko að lokum. HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Leikur Úkraínu og Skota fer fram í kvöld. Hann átti upphaflega að fara fram í lok mars, en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta verður fyrsti leikur úkraínska landsliðsins síðan innrásin hófst, en sigurlið kvöldsins mætir Wales í hreinum úrslitaleik um laust sæti á HM í Katar næstkomandi sunnudag. „Allir Úkraínumenn vilja bara einn hlut - að stöðva þetta stríð,“ sagði Zinchenko á blaðamannafundi í gær. „Ég er búinn að tala við fólk frá mismunandi löndum og ég er búinn að tala við nokkra úkraínska krakka sem bara skilja ekki hvað er í gangi í Úkraínu. Þau vilja bara að stríðið hætti. Þau eiga sér einn draum og það er að stöðva stríðið.“ Leikmaðurinn sagði einnig að liðsmenn úkraínska landsliðsins ættu sér annan draum. Að komast á HM fyrir þjóð sína. „Þegar kemur að fótbolta þá á liðið sér sinn eigin draum. Við viljum fara á HM. Við viljum gefa úkraínsku þjóðinni þá mögnuðu tilfinningu af því að þau eiga það svo sannarlega skilið á þessari stundu.“ Oleksandr Zinchenko couldn’t hold back the tears while discussing Russia’s invasion during Ukraine’s press conference 💛💙 pic.twitter.com/4MOfAvZjj8— B/R Football (@brfootball) May 31, 2022 Zinchenko hefur ekki farið í felur með tilfinningar sínar eftir að stríðið hófst og þegar hann svaraði spurningum frá úkraínskum blaðamanni á fundinum í gær brotnaði hann niður. Hann þakkaði einnig skoska liðinu fyrir móttökurnar og kallaði eftir samstöðu. „Ég vil líka segja að það eru fullt af þjóðum sem kannski skilja ekki að í dag er það Úkraína, en á morgun gætu það verið þið. Þess vegna þurfum við að sýna samstöðu og sigrast á ofríkinu.“ „Ég er viss um að öll úkraínska þjóðin mun fylgjast með okkur. Við finnum fyrir stuðningnum. Við getum talað eins mikið og við viljum, en við þurfum að sanna okkur á vellinum. Við munum reyna að færa þjóðinni okkar gleði og stolt,“ sagði klökkur Zinchenko að lokum.
HM 2022 í Katar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira