Vaktin: Segir Rússa hafa komist hjá flestum þvingunaraðgerðum Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 27. maí 2022 06:41 Selenskí ávarpaði nemendur Stanfordháskóla í Bandaríkjunum í kvöld með aðstoð fjarfundabúnaðar. Á þessari mynd er hann reyndar að ávarpa Davos-ráðstefnuna með sama hætti. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Bandaríkjamenn hafa samþykkt að senda langdræg vopn til Úkraínu en segjast á sama tíma óttast stigmögnun átaka og hafa átt samtöl við Úkraínumenn um hættuna af því að gera árásir á skotmörk langt inni í Rússlandi. Úkraínumenn segjast þurfa langdrægari vopn en átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð vera orðin nokkurs konar einvígi með stórskotaliði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa munu ekki hernema allt Luhansk-hérað á næstu dögum. Þetta segir formlegur ríkisstjóri héraðsins en Rússar hafa þegar náð næstum öllu héraðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Ekki væri hægt að treysta Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Ekki væri hægt að semja við krókódíl á meðan hann væri að éta á manni fótinn. Úkraínskir sjálfboðaliðar, lítt þjálfaðir og illa búnir varaliðshermenn, sem fluttir hafa verið á víglínurnar í Austur-Úkraínu, telja sig hafa verið yfirgefna og hafa jafnvel yfirgefið stöður sínar. Úkraínski herinn hefur verið undir miklum þrýstingi í Donbas og víðar undanfarna daga og hafa sjálfboðaliðar verið notaðir til að fylla upp í götin á varnarlínum Úkraínumanna. Yfirvöld í Úkraínu hafa viðurkennt að Rússar hafi nú yfirhöndina í átökunum í austurhluta landsins. Úkraínuher hafi hörfað til baka frá sumum varnarlínum sínum. Ríkisstjóri Luhansk segir aðeins um 5 prósent svæðisins enn á valdi Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa umkringt borgirnar Severodonetsk og Lyschansk. Að minnsta kosti níu létust og sautján særðust í árásum á borgina Kharkív í gær. Ríkisstjórinn á svæðinu segir engin hernaðarleg rök á bakvið árásirnar, aðeins sé um að ræða tilraunir Rússa til að hræða íbúa og eyðileggja innviði. Rússar segjast hafa um 8 þúsund stríðsfanga í haldi í Donbas. Aðstoðarforsætisráðherra Krím, valinn af Rússum, segir Azov-haf tapað Úkraínumönnum að eilífu. Þá segja aðrir embættismenn Rússa í Úkraínu að svæðin umhverfis Kherson og Zaporizhzhia aldrei aftur munu verða á forræði stjórnvalda í Kænugarði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir samvinnu Kína við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu áhyggjuefni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Úkraínumenn segjast þurfa langdrægari vopn en átökin í austurhluta Úkraínu eru sögð vera orðin nokkurs konar einvígi með stórskotaliði. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Hersveitir Rússa munu ekki hernema allt Luhansk-hérað á næstu dögum. Þetta segir formlegur ríkisstjóri héraðsins en Rússar hafa þegar náð næstum öllu héraðinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að Ekki væri hægt að treysta Vladimír Pútin, forseta Rússlands. Ekki væri hægt að semja við krókódíl á meðan hann væri að éta á manni fótinn. Úkraínskir sjálfboðaliðar, lítt þjálfaðir og illa búnir varaliðshermenn, sem fluttir hafa verið á víglínurnar í Austur-Úkraínu, telja sig hafa verið yfirgefna og hafa jafnvel yfirgefið stöður sínar. Úkraínski herinn hefur verið undir miklum þrýstingi í Donbas og víðar undanfarna daga og hafa sjálfboðaliðar verið notaðir til að fylla upp í götin á varnarlínum Úkraínumanna. Yfirvöld í Úkraínu hafa viðurkennt að Rússar hafi nú yfirhöndina í átökunum í austurhluta landsins. Úkraínuher hafi hörfað til baka frá sumum varnarlínum sínum. Ríkisstjóri Luhansk segir aðeins um 5 prósent svæðisins enn á valdi Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa umkringt borgirnar Severodonetsk og Lyschansk. Að minnsta kosti níu létust og sautján særðust í árásum á borgina Kharkív í gær. Ríkisstjórinn á svæðinu segir engin hernaðarleg rök á bakvið árásirnar, aðeins sé um að ræða tilraunir Rússa til að hræða íbúa og eyðileggja innviði. Rússar segjast hafa um 8 þúsund stríðsfanga í haldi í Donbas. Aðstoðarforsætisráðherra Krím, valinn af Rússum, segir Azov-haf tapað Úkraínumönnum að eilífu. Þá segja aðrir embættismenn Rússa í Úkraínu að svæðin umhverfis Kherson og Zaporizhzhia aldrei aftur munu verða á forræði stjórnvalda í Kænugarði. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir samvinnu Kína við Rússland eftir innrás Rússa í Úkraínu áhyggjuefni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira