Bandaríkin sjá Úkraínu fyrir háþróuðum eldflaugakerfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júní 2022 06:56 Biden segir Bandaríkjamenn munu standa með Úkraínumönnum alla leið. epa/Michael Reynolds New York Times birti í gær grein eftir Joe Biden Bandaríkjaforseta þar sem hann útlistar hvað Bandaríkjamenn muni og hvað þeir muni ekki gera í Úkraínu. Markmiðið sé skýrt; að tryggja lýðræðislega, fullvalda og stönduga Úkraínu. Forsetinn segir þurfa að tryggja að Úkraínumenn hafi getu til að verja sig. Hann vitnar í Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hefur ítrekað sagt að stríðið muni taka enda við samningaborðið en Biden segir allar samningaviðræður endurspegla það sem væri að gerast á vígvellinum. Af þessum sökum hafi Bandaríkjamenn leitast við að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, til að styrkja stöðu þeirra bæði á framlínunni og við samningaborðið. Af sömu ástæðu hafi hann nú ákveðið að senda þeim háþróuð eldflaugakerfi. Biden segir Bandaríkjamenn einnig ætla að halda áfram að sjá Úkraínu fyrir öðrum vopnum; skriðdrekabönum, loftvarnakerfum, stórskotabúnaði, drónum og fleiru. Þá muni þeir styrkja landið fjárhagslega og vinna með bandamönnum til að auka á refsiaðgerðir gegn Rússum og freista þess að draga úr áhrifum stríðsins á matvælaframboð í heiminum. „Við viljum ekki stríð milli Nató og Rússlands,“ segir forsetinn. „Eins mikið og ég er ósammála Pútín og er hneykslaður á framgöngu hans, munu Bandaríkin ekki leitast við að koma honum frá völdum í Moskvu. Svo lengi sem hvorki Bandaríkin né bandamenn okkar verða fyrir árásum munum við ekki taka beinan þátt í þessum átökum, hvorki með því að senda bandaríska hermenn til að berjast í Úkraínu né með því að ráðast á hermenn Rússlands.“ In Opinion"America s goal is straightforward," President Biden writes in a guest essay. "We want to see a democratic, independent, sovereign and prosperous Ukraine with the means to deter and defend itself against further aggression." https://t.co/c2AM54y140— The New York Times (@nytimes) June 1, 2022 Segir ekkert benda til þess að notkun kjarnorkuvopna sé yfirvofandi Biden segir stefnu sína hafa verið „ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ og því myndu Bandaríkjamenn ekki þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gefa landsvæði eftir til að koma á friðið. Það væri rangt. Það hefði ekki fjarað undan friðarviðræðum vegna viljaleysis Úkraínumanna, líkt og Rússar hafa haldið fram, heldur hefðu þær staðnað vegna viðleitni Rússa til að sölsa undir sig eins stóran hluta Úkraínu og mögulegt væri. Biden segir að það að standa með Úkraínumönnum væri ekki aðeins hið rétta að gera, heldur þyrfti að tryggja að Rússar gyldu yfirgang sinn dýru verði til að tryggja að aðrir freistuðust ekki til að fara að dæmi þeirra. Forsetinn sagðist meðvitaður um að fólk víða um heim hefði áhyggjur af notkun kjarnorkuvopna. Sagði hann engar vísbendingar uppi um að Rússar hygðust beita slíkum vopnum. „Bandaríkjamenn munu standa með úkraínsku þjóðinni því við vitum að frelsið er ekki ókeypis. Það er það sem við höfum alltaf gert þegar óvinir frelsisins freista þess að herja á og kúga saklaust fólk og það er það sem við munum gera núna. Vladimir Pútín átti ekki von á þessari einörðu samstöðu né viðbragðsstyrk okkar. Hann hafði rangt fyrir sér. Ef hann reiknar með að við gefum eftir eða sundrumst á næstu mánuðum, þá skjátlast honum einnig í því.“ Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Forsetinn segir þurfa að tryggja að Úkraínumenn hafi getu til að verja sig. Hann vitnar í Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hefur ítrekað sagt að stríðið muni taka enda við samningaborðið en Biden segir allar samningaviðræður endurspegla það sem væri að gerast á vígvellinum. Af þessum sökum hafi Bandaríkjamenn leitast við að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, til að styrkja stöðu þeirra bæði á framlínunni og við samningaborðið. Af sömu ástæðu hafi hann nú ákveðið að senda þeim háþróuð eldflaugakerfi. Biden segir Bandaríkjamenn einnig ætla að halda áfram að sjá Úkraínu fyrir öðrum vopnum; skriðdrekabönum, loftvarnakerfum, stórskotabúnaði, drónum og fleiru. Þá muni þeir styrkja landið fjárhagslega og vinna með bandamönnum til að auka á refsiaðgerðir gegn Rússum og freista þess að draga úr áhrifum stríðsins á matvælaframboð í heiminum. „Við viljum ekki stríð milli Nató og Rússlands,“ segir forsetinn. „Eins mikið og ég er ósammála Pútín og er hneykslaður á framgöngu hans, munu Bandaríkin ekki leitast við að koma honum frá völdum í Moskvu. Svo lengi sem hvorki Bandaríkin né bandamenn okkar verða fyrir árásum munum við ekki taka beinan þátt í þessum átökum, hvorki með því að senda bandaríska hermenn til að berjast í Úkraínu né með því að ráðast á hermenn Rússlands.“ In Opinion"America s goal is straightforward," President Biden writes in a guest essay. "We want to see a democratic, independent, sovereign and prosperous Ukraine with the means to deter and defend itself against further aggression." https://t.co/c2AM54y140— The New York Times (@nytimes) June 1, 2022 Segir ekkert benda til þess að notkun kjarnorkuvopna sé yfirvofandi Biden segir stefnu sína hafa verið „ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ og því myndu Bandaríkjamenn ekki þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gefa landsvæði eftir til að koma á friðið. Það væri rangt. Það hefði ekki fjarað undan friðarviðræðum vegna viljaleysis Úkraínumanna, líkt og Rússar hafa haldið fram, heldur hefðu þær staðnað vegna viðleitni Rússa til að sölsa undir sig eins stóran hluta Úkraínu og mögulegt væri. Biden segir að það að standa með Úkraínumönnum væri ekki aðeins hið rétta að gera, heldur þyrfti að tryggja að Rússar gyldu yfirgang sinn dýru verði til að tryggja að aðrir freistuðust ekki til að fara að dæmi þeirra. Forsetinn sagðist meðvitaður um að fólk víða um heim hefði áhyggjur af notkun kjarnorkuvopna. Sagði hann engar vísbendingar uppi um að Rússar hygðust beita slíkum vopnum. „Bandaríkjamenn munu standa með úkraínsku þjóðinni því við vitum að frelsið er ekki ókeypis. Það er það sem við höfum alltaf gert þegar óvinir frelsisins freista þess að herja á og kúga saklaust fólk og það er það sem við munum gera núna. Vladimir Pútín átti ekki von á þessari einörðu samstöðu né viðbragðsstyrk okkar. Hann hafði rangt fyrir sér. Ef hann reiknar með að við gefum eftir eða sundrumst á næstu mánuðum, þá skjátlast honum einnig í því.“
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Joe Biden Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira