Flóttamönnum gengið misvel að finna leiguhúsnæði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 16:01 Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að bregðast þurfi við aukinni komu flóttamanna. Vísir/Samsett Misjafnlega hefur gengið hjá flóttamönnum frá Úkraínu að finna leiguhúsnæði en hópi fólks var gert að yfirgefa Hótel Sögu í vikunni til að rýma fyrir komu annarra. Aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna segir fólkið fá aðstoð við leitina en staðan á leigumarkaði sé slæm. Verið er að finna fleiri lausnir til að bregðast við auknum fjölda. Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en frá þeim tíma hafa 1.056 flóttamenn komið til Íslands í leit að vernd. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að flæðið sé stöðugt þar sem um tíu til fimmtán manns séu að koma daglega og því þurfi reglulega að færa fólk á milli úrræða. „Það flæðir inn og út úr þessum skammtímaúrræðum okkar, fólk er þar í nokkrar vikur áður en það heldur svo áfram annað hvort yfir til sveitarfélaganna eða jafnvel í einhver skjól sem eru á okkar vegum þar sem þau geta þá verið í allt að þrjá mánuði,“ segir Gylfi. Eitt af þeim skammtímaúrræðum sem um ræðir er Hótel Saga en greint var frá því um síðustu helgi að hópi flóttamanna þar hafi verið gert að fara annað. Margir leituðu í kjölfarið á samfélagsmiðla í leit að leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það yrði annars flutt á Bifröst í skjól. „Það hefur gengið upp og ofan, það sem ég hef heyrt af því alla vega,“ segir Gylfi aðspurður um hvernig fólkinu hafi gengið. „Þetta er náttúrulega erfiður markaður, það er ekki mikið í boði, og ég tala nú ekki um að ef þú ert útlendingur og talar um alla ensku heldur þá er þetta svolítið erfitt.“ „Ég bara hvet fólk til þess að vera jákvætt í garð flóttamannanna sem hingað koma, að leigja þeim húsnæði. Þetta er gott fólk upp til hópa,“ segir Gylfi. Fólk fái alltaf aðstoð frá yfirvöldum en staðreyndin sé sú að sífellt þyngra reynist nú að finna langtímahúsnæði. „Það sem við erum að vinna í núna það er að safna saman húsnæði úti á landi og þá jafnvel störfum sem eru þeim samhliða þannig að fólk gæti þá farið í starf og búsetu víðs vegar um landið,“ segir Gylfi. Þá er verið að fjölga úrræðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Það hefur staðið tæpt á því stundum að þau fyllist öll hjá okkur þannig að við veðrum að vera skrefi á undan hugsa vel fram í tímann,“ segir hann. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Leigumarkaður Tengdar fréttir Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Rúmir þrír mánuðir eru nú liðnir frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst en frá þeim tíma hafa 1.056 flóttamenn komið til Íslands í leit að vernd. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, segir að flæðið sé stöðugt þar sem um tíu til fimmtán manns séu að koma daglega og því þurfi reglulega að færa fólk á milli úrræða. „Það flæðir inn og út úr þessum skammtímaúrræðum okkar, fólk er þar í nokkrar vikur áður en það heldur svo áfram annað hvort yfir til sveitarfélaganna eða jafnvel í einhver skjól sem eru á okkar vegum þar sem þau geta þá verið í allt að þrjá mánuði,“ segir Gylfi. Eitt af þeim skammtímaúrræðum sem um ræðir er Hótel Saga en greint var frá því um síðustu helgi að hópi flóttamanna þar hafi verið gert að fara annað. Margir leituðu í kjölfarið á samfélagsmiðla í leit að leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, þar sem það yrði annars flutt á Bifröst í skjól. „Það hefur gengið upp og ofan, það sem ég hef heyrt af því alla vega,“ segir Gylfi aðspurður um hvernig fólkinu hafi gengið. „Þetta er náttúrulega erfiður markaður, það er ekki mikið í boði, og ég tala nú ekki um að ef þú ert útlendingur og talar um alla ensku heldur þá er þetta svolítið erfitt.“ „Ég bara hvet fólk til þess að vera jákvætt í garð flóttamannanna sem hingað koma, að leigja þeim húsnæði. Þetta er gott fólk upp til hópa,“ segir Gylfi. Fólk fái alltaf aðstoð frá yfirvöldum en staðreyndin sé sú að sífellt þyngra reynist nú að finna langtímahúsnæði. „Það sem við erum að vinna í núna það er að safna saman húsnæði úti á landi og þá jafnvel störfum sem eru þeim samhliða þannig að fólk gæti þá farið í starf og búsetu víðs vegar um landið,“ segir Gylfi. Þá er verið að fjölga úrræðum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. „Það hefur staðið tæpt á því stundum að þau fyllist öll hjá okkur þannig að við veðrum að vera skrefi á undan hugsa vel fram í tímann,“ segir hann.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Leigumarkaður Tengdar fréttir Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09
Flóttamenn frá öðrum löndum en Úkraínu upplifa mismunun Óánægja ríkir á meðal flóttamanna og starfsfólks innan kerfisins með það sem lýst er sem mismunun íslenskra stjórnvalda á flóttafólki. Talsmaður Rauða krossins gagnrýnir að úkraínskum börnum sé gert hærra undir höfði en öðrum með beinum fjárhagslegum stuðningi. Ráðherra segir að verið sé að taka sérstaklega utan um Úkraínumenn núna. 17. maí 2022 23:01
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Íslenska ríki hefur aldrei tekið á móti fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd, en þeir eru 1.508 það sem af er ári. Þá hefur ríkið tekið á móti 979 flóttamönnum frá Úkraínu en húsnæðisskortur virðist ætla að verða mikil áskorun. 13. maí 2022 12:00