EM í hópfimleikum

Fréttamynd

Ásta og Lauf­ey valdar í úr­vals­lið EM

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum setti punktinn yfir i-ið á frábæru Evrópumóti í dag þegar þær Ásta Kristinsdóttir og Laufey Ingadóttir voru valdar í úrvalslið mótsins.

Sport
Fréttamynd

Andrea setur met á EM í dag: „Við stefnum á fyrsta sætið“

Með því að hefja leika með ís­lenska kvenna­lands­liðinu í hóp­fim­leikum á Evrópu­mótinu í Bakú í dag mun Andrea Sif Péturs­dóttir, fyrir­liði liðsins setja móts­met. Hún er bjart­sýn á að Ís­land geti unnið til gull­verð­launa á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Strákarnir í úr­slit líkt og stelpurnar

Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum er komið í úrslit á Evrópumótinu sem nú fer fram í Lúxemborg. Fyrr í kvöld komst íslenska kvennalandsliðið í úrslit en liðið á titil að verja. Strákarnir höfnuðu í öðru sæti Evrópumótsins sem fór fram á síðasta ári og geta því gert gott betur í ár.

Sport
Fréttamynd

Kol­brún Þöll sleit hásin og missir af EM

Kolbrún Þöll Þorradóttir, landsliðskona í hópfimleikum, verður ekki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst síðar í vikunni. Hún sleit hásin á æfingu í gærkvöldi, mánudag. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Kolbrúnu Þöll sem og íslenska landsliðið.

Sport
Fréttamynd

Evrópumeistararnir lið ársins

Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er lið ársins á Íslandi eftir að hafa orðið Evrópumeistari í Portúgal í byrjun þessa mánaðar.

Sport
Fréttamynd

Karlaliðið fékk silfur

Íslenska karlaliðið fékk silfur á Evrópumótinu í hópfimleikum sem lauk í kvöld. Ógnarsterkir Svíar urðu Evrópumeistarar.

Sport
Fréttamynd

Fór á fyrsta Evrópumótið aðeins tólf ára

Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs er Kolbrún Þöll Þorradóttir með þeim reynslumeiri í íslenska kvennaliðinu í hópfimleikum. Hún hefur farið á ófá mótin og var ekki nema tólf ára þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sitt.

Sport
Fréttamynd

Storkar fimleikalögmálunum með súperstökkum

Kolbrún Þöll Þorradóttir hefur verið dugleg að storka fimleikalögmálunum og reyna stökk sem ekki hafa verið reynd áður. Meðal þeirra er sannkallað súperstökk á trampólíni; tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu.

Sport
Fréttamynd

Ákvað að spara ofurstökkið fyrir stóru stundina

Helgi Laxdal Aðalgeirsson var sáttur með hvernig gekk hjá íslenska karlaliðinu í undanúrslitum á EM í hópfimleikum. Hann segir að í úrslitunum gerði allt gefið í botn og þá vonast hann til að frumsýna ofurstökkið sitt.

Sport
  • «
  • 1
  • 2