Sport

Ásta og Lauf­ey valdar í úr­vals­lið EM

Siggeir Ævarsson skrifar
Þær Laufey Ingadóttir og, Ásta Kristinsdóttir, báðar úr Stjörnunni, með viðurkenningar sínar
Þær Laufey Ingadóttir og, Ásta Kristinsdóttir, báðar úr Stjörnunni, með viðurkenningar sínar Fimleikasamband Íslands

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum setti punktinn yfir i-ið á frábæru Evrópumóti í dag þegar þær Ásta Kristinsdóttir og Laufey Ingadóttir voru valdar í úrvalslið mótsins.

Fyrr í dag landaði liðið Evrópumeistaratitli en mótið fer fram í Bakú í Aserbaísjan.

Ásta var valinn í úrvalsliðið þriðja árið í röð en hún var valin í liðið fyrir glæsilegar æfingar sínar á dýnu. Hún var fyrsta íslenska konan til að framkvæma stökk í framumferð á dýnunni, heil skrúfa, krafstökk, tvöfalt heljarstökk með hálfum snúningi.

Laufey fékk sína viðurkenningu fyrir æfingar á trampólíni en hún var að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti í A-landsliði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×