Sport

Karlarnir ekki langt frá að lenda á verð­launa­palli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið endaði í fjórða sæti.
Íslenska karlalandsliðið endaði í fjórða sæti. Fimleikasamband Íslands

Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum endaði í fjórða sæti á Evrópumótinu í Lúxemborg þar sem úrslit mótsins fóru fram í dag.

Fyrr í dag vann íslenska kvennalandsliðið silfurverðlaun og ætlaði karlalandsliðið að feta í fótspor þeirra.

Ísland hóf leik á trampólíni og fékk fyrir það 17,550 stig. Eftir það var farið í æfingar á gólfi, þar fékk liðið 17,750 stig. Á endanum fékk Ísland 20,000 stig fyrir æfingar á dýnu og fékk því alls 55,300 stig sem dugði til að enda í fjórða sæti.

Danmörk stóð uppi sem Evrópumeistari en þar á eftir komu Noregur og Svíþjóð


Tengdar fréttir

Ís­land nældi í silfur á EM

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum endaði í öðru sæti á Evrópumótinu sem fór fram í Lúxemborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×