Sport

Karlaliðið fékk silfur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helgi Laxdal Aðalgeirsson fagnar af innlifun.
Helgi Laxdal Aðalgeirsson fagnar af innlifun. stefán pálsson

Íslenska karlaliðið fékk silfur á Evrópumótinu í hópfimleikum sem lauk í kvöld. Ógnarsterkir Svíar urðu Evrópumeistarar.

Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem Ísland teflir fram karlaliði á EM og árangurinn eftir þessa löngu bið var stórgóður.

Ísland fékk 56.475 í heildareinkunn og var 4.875 á eftir Svíþjóð. Bretland endaði í 3. sæti.

Íslensku strákarnir í gólfæfingum.stefán pálsson

Íslendingar byrjuðu á trampólíni og fyrir stökkin sín fengu þeir 17.950 í einkunn. Helgi Laxdal Aðalgeirsson framkvæmdi meðal annars ofurstökkið sitt sem enginn annar karl hefur framkvæmt á EM.

Íslensku strákarnir hækkuðu sig örlítið í dansinum frá undankeppninni, fengu 18.575 en 18.500 á fimmtudaginn.

Íslenska, sænska og breska liðið á verðlaunapalli.stefán pálsson

Ísland kláraði svo á dýnu og gerði það með glans. Stökkin voru vel framkvæmd og engin föll. Fyrir þau fengu Íslendingar 19.950 í einkunn sem skilaði þeim upp í 2. sætið. Ekkert lið fékk hærri einkunn fyrir stökkin sín í karlaflokki á EM.


Tengdar fréttir

Fór á fyrsta Evrópumótið aðeins tólf ára

Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs er Kolbrún Þöll Þorradóttir með þeim reynslumeiri í íslenska kvennaliðinu í hópfimleikum. Hún hefur farið á ófá mótin og var ekki nema tólf ára þegar hún fór á fyrsta Evrópumótið sitt.

Ákvað að spara ofurstökkið fyrir stóru stundina

Helgi Laxdal Aðalgeirsson var sáttur með hvernig gekk hjá íslenska karlaliðinu í undanúrslitum á EM í hópfimleikum. Hann segir að í úrslitunum gerði allt gefið í botn og þá vonast hann til að frumsýna ofurstökkið sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×