Sport

Evrópumeistararnir lið ársins

Sindri Sverrisson og Atli Arason skrifa
Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum vann Evrópumeistaratitilinn í Portúgal eftir æsispennandi keppni við Svíþjóð.
Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum vann Evrópumeistaratitilinn í Portúgal eftir æsispennandi keppni við Svíþjóð. Fimleikasamband.is

Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er lið ársins á Íslandi eftir að hafa orðið Evrópumeistari í Portúgal í byrjun þessa mánaðar.

Þetta var tilkynnt á verðlaunahófi Samtaka íþróttafréttamanna í kvöld.

Alls fengu fjögur lið atkvæði í efsta sæti á þeim 29 atkvæðaseðlum sem skilað var inn í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum hlaut hins vegar afgerandi kosningu.

Þetta er í annað sinn sem liðið verður fyrir valinu sem lið ársins því það hlaut einnig verðlaunin árið 2012, þegar verðlaun fyrir lið ársins voru veitt í fyrsta sinn.

Lið ársins og stigin sem þau hlutu:

  1. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum - 125
  2. Karlalið Víkings í fótbolta - 63
  3. Kvennalið KA/Þórs í handbolta - 56
  4. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta - 8
  5. Karlalið Þórs Þorlákshafnar í körfubolta - 5
  6. Karlalið Vals í handbolta - 3
  7. Karlalið Hamars í blaki - 1
Kolbrún Þöll Þorradóttir fékk 387 stig í kjörinu um Íþróttamann ársins og endaði í öðru sæti. Kolbrún er hluti af kvennalandsliði Íslands í fimleikum, liði ársins 2021.MummiLú

Alls tóku 29 íþróttafréttamenn þátt í kjörinu og valdi hver og einn þrjú bestu lið ársins að sínu mati. Efsta sæti gaf fimm stig, annað sæti þrjú stig og þriðja sæti eitt stig. Kvennalandsliðið í hópfimleikum hlaut því 125 af 145 stigum mögulegum.

Karlalið Víkings í fótbolta, sem óvænt varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í þrjátíu ár og auk þess bikarmeistari, varð í 2. sæti í jkörinu. Kvennalið KA/Þórs í handbolta varð í 3. sæti eftir að hafa unnið sína fyrstu titla frá upphafi með því að verða Íslands-, deildar- og bikarmeistari á árinu.


Tengdar fréttir

Íslendingar Evrópumeistarar

Kvennalið Íslands vann til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í Guimaeres í Portúgal í dag.

„Loksins tókst þetta!“

Hekla Mist Valgeirsdóttir var að vonum í skýjunum eftir að Ísland varð Evrópumeistari í hópfimleikum.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning“

Kolbrún Þöll Þorradóttir brosti út að eyrum þegar hún mætti í viðtal með gullmedalíu um hálsinn og Evrópumeistarabikar í fanginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×