Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna

Fréttamynd

Natasha kom inn af bekknum í magnaðri endur­komu

Natashi Anasi og stöllur hennar í norska liðinu Brann nældu í stig er liðið tók á móti Lyon í B-riðli Meistaradeildar Evrópu kvenna í kvöld. Lokatölur 2-2 í leik þar sem frönsku gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern náði að­eins jafn­tefli gegn Ajax

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn þegar Bayern München gerði 1-1 jafntefli við Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Bayern hefur nú mistekist að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en hefur þó ekki enn tapað leik.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA skoðar að stofna Evrópudeild kvenna

UEFA íhugar sterklega að setja á fót Evrópudeild kvenna til hliðar við Meistaradeildina. Málið verður rætt á fundi framkvæmdastjórnar UEFA auk breytinga á núverandi fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Brann vann en Ingi­björg fór í fýlu­ferð

Önnur umferð Meistaradeildar kvenna fór fram í kvöld. Natasha Anasi-Erlingsson kom inn á sem varamaður fyrir Brann og hélt sigurgöngu þeirra áfram en Guðrún Arnardóttir og stöllur í Rosengard máttu þola tap gegn Benfica. Ríkjandi meistarar Barcelona eru enn ósigraðar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Natasha kom inn af bekknum og tryggði Brann sigur

Landsliðskonan Natasha Anasi reyndist hetja Brann er liðið heimsótti St. Polten í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu í kvöld. Hún kom inn af bekknum og skoraði sigurmark gestanna í 1-2 sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigur Vals dugði ekki til í Austurríki

Valskonur tryggðu sér nú rétt í þessu 1-0 sigur á austurríska liðinu St. Pölten í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Valskonur komast þó ekki áfram í keppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Valur mætir austurrísku meisturunum

Íslandsmeistarar Vals mæta St. Pölten frá Austurríki í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fótbolti