Natasha komin áfram og Guðrún fékk loks stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. janúar 2024 19:51 Guðrún Arnardóttir er máttarstólpi í liði Rosengård. Getty Images/Gualter Fatia Tvær íslenskar landsliðskonur í knattspyrnu voru í eldlínunni í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård þegar liðið náði í sitt fyrsta stig og Natasha Anasi byrjaði fyrir Brann í Prag þegar norska liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Fimmta umferð Meistaradeildar Evrópu fer fram þessa dagana og eru línur farnar að skýrast hvaða lið fara áfram og hvaða lið sitja eftir með sárt ennið. Þó það sé löngu ljóst að Rosengård sé ekki á leið upp úr A-riðli þá náði liðið loks í sitt fyrsta stig. Guðrún lék allan leikinn í hjarta þriggja manna varnar sænska liðsins þegar Rosengård gerði 2-2 jafntefli við Benfica. Olivia Schough og Mai Kadowaki með mörk heimaliðsins. Ria Oling lagði upp bæði mörkin. Mörk Benfica skoruðu þær Jessica Silva og Marie-Yasmine Alidou d'Anjou. FC Rosengård are back level!!! Mai Kadowaki nets the fourth goal of the night! WHAT A NIGHT.Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/at6ZywDY27— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Benfica er að öllum líkindum komið áfram nema Eintracht Frankfurt takist hið ómögulega og vinni Barcelona síðar í kvöld. Í B-riðli tryggði Brann sér sæti í 8-liða úrslitum með 1-0 útisigri á Slavia Prag. Natasha Anasi-Erlingsson byrjaði leikinn í þriggja manna varnarlínu norska liðsins. Hún var tekin af velli eftir tæpa klukkustund en skömmu síðar kom sigurmarkið. Big ooof from the Slavia keeper to allow Brann the lead!Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/5hU6QvFFpi— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Brann með 10 stig að loknum fimm leikjum. Reikna má þó með að franska stórliðið Lyon vinni riðilinn en það mætir St. Pölten síðar í kvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengård þegar liðið náði í sitt fyrsta stig og Natasha Anasi byrjaði fyrir Brann í Prag þegar norska liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Fimmta umferð Meistaradeildar Evrópu fer fram þessa dagana og eru línur farnar að skýrast hvaða lið fara áfram og hvaða lið sitja eftir með sárt ennið. Þó það sé löngu ljóst að Rosengård sé ekki á leið upp úr A-riðli þá náði liðið loks í sitt fyrsta stig. Guðrún lék allan leikinn í hjarta þriggja manna varnar sænska liðsins þegar Rosengård gerði 2-2 jafntefli við Benfica. Olivia Schough og Mai Kadowaki með mörk heimaliðsins. Ria Oling lagði upp bæði mörkin. Mörk Benfica skoruðu þær Jessica Silva og Marie-Yasmine Alidou d'Anjou. FC Rosengård are back level!!! Mai Kadowaki nets the fourth goal of the night! WHAT A NIGHT.Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euTWatch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3#UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/at6ZywDY27— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Benfica er að öllum líkindum komið áfram nema Eintracht Frankfurt takist hið ómögulega og vinni Barcelona síðar í kvöld. Í B-riðli tryggði Brann sér sæti í 8-liða úrslitum með 1-0 útisigri á Slavia Prag. Natasha Anasi-Erlingsson byrjaði leikinn í þriggja manna varnarlínu norska liðsins. Hún var tekin af velli eftir tæpa klukkustund en skömmu síðar kom sigurmarkið. Big ooof from the Slavia keeper to allow Brann the lead!Watch LIVE https://t.co/0lngGW8euT Watch highlights on YouTube https://t.co/OpupfqBUV3 #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/5hU6QvFFpi— DAZN Football (@DAZNFootball) January 25, 2024 Brann með 10 stig að loknum fimm leikjum. Reikna má þó með að franska stórliðið Lyon vinni riðilinn en það mætir St. Pölten síðar í kvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Sjá meira