Box

Fréttamynd

Lewis útilokar endurkomu

Fyrrum þungavigtarboxarinn Lennox Lewis segir ekki koma til greina að hann snúi aftur í hringinn og blæs þar með á fréttir í breskum fjölmiðlum um helgina.

Sport
Fréttamynd

Hatton þarf að setja tappann í flöskuna

Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton þarf að hætta að drekka brennivín ætli hann sér að vera áfram í fremstu röð. Þetta segir Floyd Mayweather eldri þjálfari Hattons.

Sport
Fréttamynd

Hatton var bara boxpúði

Þjálfarinn Floyd Mayweather eldri segir breska hnefaleikarann Ricky Hatton hafa tekið stórstígum framförum undir sinni stjórn á síðustu vikum.

Sport
Fréttamynd

Metrómaðurinn Malignaggi mætir Hatton um helgina

Paulie Malignaggi er líklega eini hnefaleikarinn sem hefur farið í klippingu í miðjum bardaga. New York búinn Malinaggi stefnir ótrauður á að verða annar maðurinn til að sigra Ricky Hatton um helgina.

Sport
Fréttamynd

Holyfield mætir Ófreskjunni

Hinn 46 ára gamli fyrrum heimsmeistari Evander Holyfield fær í næsta mánuði tækifæri til að verða elsti heimsmeistari í þungavigt í sögu hnefaleika.

Sport
Fréttamynd

Hatton og Lewis skora á Calzaghe að hætta

Bresku hnefaleikararnir Ricky Hatton og Lennox Lewis hafa skorað á Walesverjann Joe Calzaghe að leggja hanskana á hilluna eftir öruggan sigur hans á Roy Jones jr í New York um helgina.

Sport
Fréttamynd

Calzaghe enn ósigraður

Joe Calzaghe bar í nótt sigur úr býtum gegn Roy Jones eftir að hann var sleginn niður strax í fyrstu lotu. Sigurinn var þó óumdeildur.

Sport
Fréttamynd

Calzaghe og Jones mætast í kvöld

Einhver stærsti bardagi síðustu ára mun eiga sér stað í Madison Square Garden þegar að Joe Calzaghe og Roy Jones yngri mætast í hringnum.

Sport
Fréttamynd

Kessler hélt beltinu

Danski hnefaleikakappinn Mikkel Kessler varði í gær WBA-heimsmeistaratign sína í ofurmillivigt með því að bera sigurorð af Þjóðverjanum Danilo Häussler.

Sport
Fréttamynd

Allt er fertugum fært

Gamla brýnið Bernard Hopkins hefur greinilega ekki sagt sitt síðasta í hringnum. Hinn 43 ára gamli Hopkins vann í nótt auðveldan sigur á Kelly Pavlik, 26 ára gömlum WBC og WBO meistara í millivigt.

Sport
Fréttamynd

Klitschko notar bleyjur

Hnefaleikameistarinn Vitali Klitschko frá Úkraínu viðurkennir að hafa notast við notaðar bleyjur frá syni sínum eftir bardagann við Samuel Peter um helgina. Hann notaði þær til að vinna á bólgum á höndum sínum.

Sport
Fréttamynd

Frábær endurkoma Vitali Klitschko

Úkraínumaðurinn Vitali Klitschko sneri aftur í hringinn í kvöld eftir fjögurra ára fjarveru og endurheimti WBC-heimsmeistaratign sína í þungavigt eftir sigur á Samuel Peter frá Nígeríu í Berlín í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Khan rotaður á innan við mínútu

Amir Khan, vonarstjarna Breta í hnefaleikum, mátti þola sitt fyrsta tap í hringnum í gærkvöld þegar hann lék Kólumbíumanninn Breidis Prescott rota sig á innan við einni mínútu í fyrstu lotu.

Sport
Fréttamynd

Mayweather eldri þjálfar Ricky Hatton

Floyd Mayweather eldri, sem áður þjálfaði nafna sinn og son Mayweather yngri, verður þjálfari breska hnefaleikarans Ricky Hatton fyrir næsta bardaga hans gegn Paulie Malinaggi í Las Vegas í nóvember.

Sport
Fréttamynd

Hatton mætir Malignaggi 22. nóvember

Í dag var tilkynnt að næsti bardagi breska hnefaleikarans Ricky Hatton fari fram í Las Vegas þann 22. nóvember næstkomandi, en þá mætir hann Paulie Malignaggi í bardaga um IBF beltið í léttveltivigt.

Sport
Fréttamynd

Þjálfari Ricky Hatton hættir

Billy Graham, hinn litríki þjálfari breska hnefaleikarans Ricky Hatton, hefur ákveðið að hætta störfum af heilsufarsástæðum.

Sport
Fréttamynd

Margarito tók beltið

Mexíkóinn Antonio Margarito varð í gær heimsmeistari í veltivigt í hnefaleikum. Margarito vann heimsmeistarann Miguel Cotto frá Púerto Rico í bardaga í Las Vegas.

Sport
Fréttamynd

Klitschko mætir Thompson annað kvöld

Heimsmeistarinn Wladimir Klitschko mun annað kvöld verja IBF, WBO og IBO meistaratitla sína í þungavigt þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Tony Thompson í Hamburg. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:00.

Sport
Fréttamynd

Calzaghe afsalar sér WBC titlinum

Velski hnefaleikarinn Joe Calzaghe hefur ákveðið að afsala sér WBC titlinum í millivigt til að fá tækifæri til að mæta Roy Jones jr í bardaga um léttvigtartitilinn síðar á árinu.

Sport
Fréttamynd

Hatton neitaði de la Hoya

Ricky Hatton hefur neitað því að berjast við Oscar de la Hoya í september samkvæmt föður hans. De la Hoya hyggst hætta keppni í hnefaleikum seinna á þessu ári.

Sport
Fréttamynd

Mike Tyson óttast að verða skotinn

Fyrrum heimsmeistarinn Mike Tyson segist óttast um líf sitt þessa dagana. Hann segist óttast að í framtíðinni fái hann að uppskera eins og hann sáði þegar hann var upp á sitt besta sem "heimsins mesti fantur."

Sport
Fréttamynd

Mayweather leggur hanskana á hilluna

Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather Jr hefur tilkynnt að hann sé hættur keppni, 31 árs að aldri. Mayweather hefur keppt 39 sinnum á ferlinum og unnið alla bardaga sína. Hann sigraði síðast Ricky Hatton í Las Vegas í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Hatton vann á stigum

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton hlaut nokkra uppreisn æru í kvöld þegar hann lagði Mexíkóann Juan Lazcano á stigum í bardaga þeirra um IBF titilinn í léttveltivigt fyrir framan 55,000 áhorfendur á borgarleikvanginum í Manchester.

Sport
Fréttamynd

Meira fyrir Manchester

Ricky Hatton ætlar að fullkomna góða viku fyrir Manchester-búa á laugardagskvöldið þegar hann mætir Juan Lazcano í hringnum á borgarleikvangnum í Manchester.

Sport
Fréttamynd

Sukkið er að koma niður á Hatton

Þjálfari Juan Lazcano, andstæðings breska hnefaleikarans Ricky Hatton á laugardaginn, segir að sukklíferni Hatton sé að koma niður á honum.

Sport
Fréttamynd

Hatton þóknast stuðningsmönnum sínum

Ricky Hatton hefur ákveðið að þóknast frekar stuðningsmönnum sínum í Bretlandi heldur en að fá meira borgað fyrir bardaga sinn gegn Juan Lazcano síðar í mánuðinum.

Sport