Sport

Ég er klár í King Kong

De la Hoya og Pacquio mætast í Vegas annað kvöld
De la Hoya og Pacquio mætast í Vegas annað kvöld NordicPhotos/GettyImages

Gamla kempan Oscar de la Hoya segist hafa æft svo vel fyrir bardagann gegn Manny Pacquiao annað kvöld að hann sé tilbúinn að berjast við King Kong.

Bardaginn í Las Vegas verður nokkuð sérstakur fyrir þær sakir að De la Hoya er hér að berjast niður fyrir sig í þyngd á meðan Pacquiao er að þyngja sig.

Bardaginn annað kvöld er í veltivigt, en De la Hoya hefur ekki barist í þeirri þyng síðan árið 2000. Filipseyingurinn Pacquiao hefur lengst af keppt í fluguvigt og aldrei hærra en í léttvigt.

"Ef ég ætlaði að hugsa að þessi maður væri ekki höggþungur og silalegur - mundi ég tapa. Ég er búinn að undirbúa mig undir bardaga við King Kong," sagði De la Hoya.

De la Hoya er 35 ára gamall og á að baki 39 sigra (30 rothögg) í 44 bardögum. Hann hefur hinsvegar tapað þremur af síðustu sex, en sú töp hafa reyndar ekki komið gegn neinum viðvaningum - þeim Floyd Mayweather, Shane Mosley og Bernard Hopkins.

Pacquiao er 29 ára og hefur unnið 47 sigra í 52 bardögum, 35 þeirra með rothöggi, en hefur tapað þrisvar.

"Ég kemst á spjöld hnefaleikasögunnar ef ég vinn þennan bardaga. 'Eg trúi að ég hafi kraft og hraða til að sigra hann Ég ber virðingu fyrir Oscar, hann er frábær boxari - en ég óttast hann ekki," sagði Pacquio.

Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport aðra nótt.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×