Sport

Kessler hélt beltinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mikkel Kessler fagnar sigrinum í gær.
Mikkel Kessler fagnar sigrinum í gær. Nordic Photos / Getty Images
Danski hnefaleikakappinn Mikkel Kessler varði í gær WBA-heimsmeistaratign sína í ofurmillivigt með því að bera sigurorð af Þjóðverjanum Danilo Häussler.

Yfirburðir Kessler voru ótvíræðir og náði hann að rota andstæðing sinn strax í þriðju lotu eftir að hafa komið þungu höggi á hann í annarri lotu.

Kessler missti WBA- og WBC-titla sína þegar hann tapaði fyrir Joe Calzaghe í nóvember síðastliðnum. Calzaghe kaus síðan að verja ekki fyrrnefnda titilinn og endurheimti Kessler beltið með sigri á Dimitri Sartison í júní í sumar.

Kessler hefur þó aðeins einum bardaga á sínum ferli og nú unnið 41, þar af 31 með rothöggi. Hann er 29 ára gamall.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×