Sport

Mayweather vill mæta Hatton aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr bardaga Mayweather og Hatton fyrir ári síðan.
Úr bardaga Mayweather og Hatton fyrir ári síðan. Nordic Photos / AFP

Floyd Mayweather yngri hefur áhuga á að mæta Ricky Hatton í hringnum á nýjan leik á næsta ári.

Þessir kappar mættust á síðasta ári og hafði þá Mayweather betur og hætti svo sem atvinnumaður í hnefaleikum. Mayweather vill þó taka hanskana fram á nýjan leik.

Þetta segir lögfræðingur Hatton, Gareth Williams, í samtali við breska fjölmiðla. Hann segir hins vegar að Hatton vilji frekar mæta Manny Pacquiao frá Filippseyjum sem vann Oscar de la Hoya fyrr í mánuðinum.

„Við myndum frekar vilja mæta Manny Pacquiao. Það væri frábær bardagi. Ricky hefur alltaf sagt að hann vilji mæta þeim besta og í dag er Pacquiao talinn vera sá besti. Það verður samt að vera á réttum forsendum."

Talsmaður Pacquaio sagði að viðræður væru þegar hafnar við fulltrúa Hatton um mögulegan bardaga þeirra næsta sumar en Williams sagði það vera rangt.

„Við höfum ekkert rætt saman. Við mynum gjarnan vilja að þeir myndu mætast en það verður að vera á okkar forsendum."

Þjálfari Hatton er Floyd Mayweather eldri en Hatton hefur aðeins tapað einum bardaga á sínum ferli, fyrir Mayweather yngri.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×