Umferð

Fréttamynd

Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði

Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum.

Innlent
Fréttamynd

Hæg umferð í höfuðborginni

Mikil hálka er á höfuðborgarsvæðinu og það gengur á með dimmum éljum. Umferðin gæti orðið hæg í morgunsárið vegna lélegrar færðar.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt slysið á Sogavegi og sumir kenna hraðahindrun um

Íbúar í og við Sogaveg í póstnúmeri 108 í Reykjavík sjá hlutina ólíkum augum þegar þeir velta fyrir sér hörðum árekstri sem varð um miðnætti í gærkvöldi. Þá var bíl ekið á þvílíkum hraða yfir hraðahindrun að hann hafnaði á og skemmdi þrjá bíla sem lagt var í götunni.

Innlent
Fréttamynd

Dregið úr bílaumferð í borgum Spánar

Allar borgir Spánar þurfa á næstu mánuðum að ákveða hvar umferð eldri og mengandi bifreiða verður bönnuð í framtíðinni. Þá verður borgaryfirvöldum heimilt að innheimta gjald fyrir bílaumferð í miðborgum.

Erlent
Fréttamynd

Skafrenningur og þungfært víða

Aðstæður fyrir akstur eru víða slæmar og á það sérstaklega við með suðurströndinni þar sem vindur er mestur. Á Suðurlandi eru hálkublettir og skafrenningur á hringveginum. Annars staðar er þó víðast þæfingsfærð, hálka eða hálkublettir.

Innlent
Fréttamynd

Öxnadalsheiðin er lokuð

Öxnadalsheiðin er lokuð vegna slæms veðurs. Bílar hafa farið út af í dag og flutningabíll hefur nú lokað veginum eftir óhapp.

Innlent
Fréttamynd

Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði

Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar.

Innlent
Fréttamynd

Sprenging í bíla­þvotti eftir flug­elda

Ís­lendingar flykkjast þessa dagana í þúsunda­tali með bíla sína á bíla­þvotta­stöðvar til að losna við drulluna af bílum sínum. Hún hefur verið sér­stak­lega mikil vegna veður­skil­yrða eftir flug­elda­sprengingarnar um ára­mótin.

Innlent
Fréttamynd

„Gott væri að fækka ferðum á bílum“

Styrkur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs var nokkuð hár í borginni í morgun samkvæmt mælingum á þremur mælistöðvum Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur mælir með því að notkun bílsins verði lágmörkuð í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mun erfiðara verði að koma bílnum í gegnum skoðun

Mun erfiðara verður að koma ökutækjum í gegnum skoðun á næsta ári eftir að reglugerð um ástand þeirra verður hert til muna og vanrækslugjöld hækkuð. Þá verða ríkari kröfur gerðar til skoðanastöðva en áður.

Innlent
Fréttamynd

Hverfið við stokkinn verði gjör­breytt eftir fimm ár

Deildarstjóri hverfisskipulags Reykjavíkur telur að ásýnd Hlíðahverfis við fyrsta áfanga Miklubrautarstokks verði gjörbreytt eftir fimm ár. Þá hefur hann ekki áhyggjur af hljóðvist í nýbyggingum þétt upp við gatnamót Háaleitisbrautar, þangað sem stokkurinn nær ekki.

Innlent