Innlent

Suður­lands­vegur lokaður vegna um­ferðar­slyss

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Suðurlandsvegur á milli Selfoss og Hveragerðis er lokaður vegna umferðarslyss. Myndin er úr safni.
Suðurlandsvegur á milli Selfoss og Hveragerðis er lokaður vegna umferðarslyss. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Suðurlandsvegur á milli Selfoss og Hveragerðis er lokaður vegna umferðarslyss. Nokkrir voru fluttir á slysadeild en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort alvarlega áverka sé að ræða. 

Þetta staðfestir Þor­steinn M. Krist­ins­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi,. Hann segir um nokkuð harðan árekstur að ræða en á von á því að ekki sé langt þar til opnað verði fyrir umferð á ný. 

Uppfært klukkan 14:15

Suðurlandsvegur hefur verið opnaður á ný. Þorsteinn segir að um þrjá bíla hafi verið að ræða og samtals voru sex manns í bílunum. Meiðsl þeirra voru minniháttar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×