Innlent

Vestur­lands­vegi var lokað vegna slyss

Árni Sæberg skrifar
Vesturlandsvegi var lokað um stund síðdegis í dag.
Vesturlandsvegi var lokað um stund síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm

Vesturlandsvegi var lokað í norðurátt nú síðdegis. Vegurinn hefur verið opnaður á ný en töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna slyssins.

Í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar frá klukkan 17:46 í dag segir að Vesturlandsvegi hafi verið norðanmegin við Hvalfjarðargöng við Melasveit vegna umferðarslyss.

Björn Þórhallsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Akranesi, segir í samtali við Vísi að slökkvilið hafi verið kallað til vegna slyssins. Einn hafi verið fastur í bíl en vel hafi gengið að losa hann og koma á sjúkrahús til aðhlynningar.

Björn segir að aðgerðir hafi gengið vel og þeim sé lokið. Engin alvarleg meiðsl hafi orðið á fólki og búið sé að opna veginn á ný.

Vegfarandi á leið til Borgarfjarðar segir þó samtali við Vísi að ekkert hafi breyst og löng bílaröð sitji enn pikkföst á veginum. Hann segir lögregluna hafa tjáð honum að búist sé við að leysist úr hnútnum um klukkan 19.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að vegurinn hafi verið opnaður á ný.

Uppfært klukkan 19:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×