Innlent

Gatna­mótin ljós­laus og vinstri beygjur bannaðar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eins og sjá má eru ljósin óvirk.
Eins og sjá má eru ljósin óvirk. Vísir/SÁP

Umferðarljós á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar hafa verið óvirk síðustu daga og verða ekki löguð fyrr en á morgun, í fyrsta lagi. Búið er að loka fyrir vinstri beygjur yfir gatnamótin.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að ástæða bilunarinnar sem olli því að ljósin duttu út sé talin vera heitavatnsleki í nágrenninu, sem hafi valdið skemmdum í stjórnkerfi ljósanna.

„Unnið hefur verið að viðgerðum frá því á laugardag og verður þeim haldið áfram snemma í fyrramálið.

Vegna þessa er lokað fyrir vinstri beygju í allar áttir á gatnamótunum að ósk lögreglu,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Gul blikkandi ljós í höfuð­borginni valda vand­ræðum

Umferðarljós á stórum gatnamótum miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu hafa verið í ólagi nú á fjórða tímanum. Gult ljós blikkar í allar áttir og ökumenn vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×