Innlent

Lokuðu Reykja­nes­braut í báðar áttir eftir um­ferðar­ó­happ

Máni Snær Þorláksson skrifar
Óhappið átti sér stað í grennd við álverið í Straumsvík.
Óhappið átti sér stað í grennd við álverið í Straumsvík. Egill Aðalsteinsson

Hluta Reykjanesbrautar var lokað klukkan 18:11 í dag vegna umferðaróhapps. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti umferðaróhappið sér stað í nágrenni við álverið í Straumsvík. Búið er að opna veginn aftur eftir stutta lokun.

Mikil umferð og löng bílaröð myndaðist á veginum í kjölfar óhappsins. 

Vegagerðin greinir frá því í færslu á Twitter að búið sé að opna aftur fyrir veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×